Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vegar vegna náttúruverndarsjónar- miða, þar sem slæmir vegir tak- marka fjölda fólks og eiga þannig þátt í að vernda viðkvæma náttúru svæðisins. Hins vegar vegna þeirra viðskiptatækifæra sem felast í að bjóða upp á jeppaferðir á lélegum vegum, enda töldu þeir að sér- staða svæðisins lægi að einhverju leyti í því. Ferðaþjónustuaðilar í Skaftárhreppi telja aftur á móti að ef vegurinn að Lakagígum væri fær fólksbílum myndi gistinóttum í hreppnum fjölga. Ekki er þó víst að sú yrði raunin (16. mynd). Ef vegurinn væri það góður að hægt væri að skoða svæðið á hluta úr degi myndi gistinóttum hugsanlega fækka í hreppnum. Sama gæti gerst ef gerð yrði hringleið um Miklafell og Þverá sem tengdist inn á Lakaveg við Galta. Ferðafólk gæti þá t.d. gist í Skaftafelli og farið upp með Þverá inn að Lakasvæðinu, komið niður hjá Hunkubökkum og brun- að áfram vestur í Vík sama dag, án þess að skilja eftir eina einustu krónu í Skaftárhreppi. Ferðaþjónustuaðilar í héraði og sveitarstjórnarmenn telja jafnframt að betri vegur myndi lengja ferða- mannatímann í Skaftárhreppi. Niður- stöður frá umferðarteljurunum sem settir voru upp á Lakasvæðinu sýna aftur á móti að gestum fækkar mjög þegar kemur fram í september, þótt enn sé vel fært upp í Laka. Líkur eru því á að annað en ástand veg- arins takmarki fjölda ferðamanna til Laka þegar haustar. Á vorin byrjar umferð aftur á móti strax og opnað er og því erfitt að meta út frá talningunni hvort betri vegur, sem opnaðist fyrr á vorin, myndi lengja ferðamannatímann í þann endann, en það má vel vera. Í því sambandi verður þó að gæta þess að álag á land er mest á meðan frost er enn að fara úr jörðu á vorin og gróður ekki farinn að taka vel við sér. Lakasvæðið gegnir í dag mikil- vægu hlutverki fyrir ferðaþjónustu í Skaftárhreppi, en langflestir þeirra sem fara inn að Lakasvæðinu gista á Kirkjubæjarklaustri eða hjá ferða- þjónustuaðilum í dreifbýli sveitar- félagsins. Skálarnir á Lakasvæðinu eru einnig nokkuð nýttir, þ.e. Blágil, Hrossatungur og Miklafell. Sveitar- stjórnarmenn, þjóðgarðsyfirvöld og flestir ferðaþjónustuaðilar telja að mikilvægi svæðisins fyrir ferða- mennsku eigi eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þegar áhrifa Vatnajökulsþjóðgarðs fer að gæta. Sú auglýsing sem felst í þjóðgarðs- nafngiftinni á eflaust eftir að laða að fjölda ferðamanna í framtíðinni. Í lögum um þjóðgarðinn er gert ráð fyrir að Lakasvæðið verði eitt af hliðum hans. Umræður og ályktanir Þolmörk ferðamennsku við Laka Þolmörk ferðamanna gagnvart breyt- ingum á umhverfinu ráða því hvert þeir leita. Ef svæði er breytt þannig að það höfði ekki lengur til þess ferðamannahóps sem þangað sækir nú, er þolmörkum þess hóps náð og hann flytur sig annað. Á móti kemur að svæðið höfðar þá til nýrra mark- hópa. Þetta gæti gerst ef vegurinn inn að Laka væri gerður fólksbílafær. Ferðamenn sem þangað koma núna eru almennt mjög hrifnir af því hve frumstætt svæðið er. Aukin þjónusta og frekari breyting á hinu náttúrlega umhverfi svæðisins myndi eyða þeirri sérstöðu sem svæðið hefur sem ferðamannastaður í núverandi mynd. Gestum myndi væntanlega fjölga ef vegurinn væri gerður fólks- bílafær. Þeim ferðamönnum sem nú heimsækja Laka finnst gestum ekki mega fjölga mikið. Sá hluti þeirra sem sækist eftir fámenni og því frumstæða og hefur gaman af því að aka á grófum vegum myndi því væntanlega leita á önnur svæði. Í staðinn kæmu þeir sem færu á fólksbifreiðum inn á Lakasvæðið. Hagsmunaaðilar þurfa því að vega og meta hvorn markhópinn þeir vilja. Hagur ferðaþjónustuaðila í Skaftárhreppi hlýtur að liggja í því að hafa sem mestar tekjur af þeim gestum sem þangað koma og hafa 13. mynd. Kraftur náttúruaflanna er kynngimagnaður við Lakagíga. – The power of nature is impressive in the Laki area. Ljósm./Photo: Helga Davids.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.