Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags um Torfajökulssvæðið, eitt mesta jarðhitasvæði landsins, og þar er vinsælasta langa gönguleið lands- ins, Laugavegurinn, milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Þar eru einnig gönguleiðir sem njóta sívaxandi vinsælda, t.d. Strútsstíg- ur (Álftavötn, Strútur, Hvanngil) og gönguleiðin frá Langasjó, um Fögrufjöll, Sveinstind, Skælinga, Eldgjá og að Lambaskarðshólum. Uppi eru hugmyndir um að tengja gönguleiðir á Fjallabakssvæðinu og Síðuvatnasvæðinu með kláfferju eða göngubrú yfir Skaftá en við það myndu opnast enn frekari möguleikar á nýjum gönguleiðum. Má þar nefna leiðina frá Langasjó í Eldgjá og Laka, þaðan yfir í Núps- staðarskóg og jafnvel alla leið í Skaftafell. Lakasvæðið er í nokkurs konar landfræðilegri miðju slíks göngusvæðis og ef ætlunin er að nýta þennan hluta suðurhálendis- ins undir gönguferðir á víðernum er mikilvægt að þar þróist ekki fjöldaferðamennska sem byggist á hraðskreiðri bílaumferð. Öll landnotkun hefur í för með sér óhjákvæmilegar breytingar á umhverfinu. Hve miklar þær breyt- ingar verða er hins vegar í okkar höndum. Líkan um mörk viðunandi breytinga, sem hannað var samhliða undirbúningi að stofnun og skipu- lagningu Bob Marshall-þjóðgarðs- ins í Bandaríkjunum,28 hefur gefið góða raun við skipulagningu ferða- mannasvæða. Samkvæmt líkaninu eru niðurstöður rannsókna kynntar fyrir hagsmunaaðilum og þeir síðan fengnir til að kortleggja hugmyndir sínar um landnýtingu og leggja fram rökstuðning fyrir því að nýta beri landið á einn hátt frekar en annan. Grundvallarforsenda líkans- ins felst í því að ólíkir hagsmuna- aðilar nái að lokum samkomulagi um meginatriði í skipulagningu svæðis. Við gerð landnýtingaráætl- unar ferðamennsku á hálendi Ís- lands verður stuðst við líkanið um mörk viðunandi breytinga til að finna viðunandi mörk allra hags- munaaðila. Skipulagsmál eru flókið ferli þar sem hagsmunir margra aðila togast á og taka þarf tillit til fjölbreytilegra sjónarmiða. Hér að framan hefur verið lýst aðferðafræði sem notuð er við skipulagningu víðerna og friðaðra svæða erlendis og hvernig gerð var tilraun til að beita þess- um aðferðum á Lakasvæðinu. Í ljósi niðurstaðna rannsóknarinnar við Laka hefur verið samin áætlun um sams konar rannsókn á öllu suðurhálendi Íslands sem hefur að markmiði að leggja grunn að land- nýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á þessu mikilvæga en jafnframt viðkvæma svæði. Það er ósk okkar, sem stöndum að rannsóknunum sem hér eru kynntar, að þær geti hjálpað skipulagsyfirvöldum við að móta stefnu um nýtingu hálend- isins til hagsældar fyrir heimamenn, náttúruna, ferðaþjónustuna og þá ferðamenn sem vilja njóta þess að ferðast um stórbrotna náttúru. Summary The Icelandic Highlands – a Resource for Recreation and Tourism The number of tourists visiting Iceland has increased significantly during the last two decades and many of them visit the Highlands. The main attraction is undisturbed nature, wilderness and solitude. Increased tourism requires bet- ter infrastructure such as roads and ac- commodation. However, more construc- tions and more people can limit or impair the wilderness experience which tourists may be seeking, in addition to the increased possibility of collisions between different groups. With good planning and clear goals this can be prevented and in North-America meth- ods have been developed for that pur- pose. The suitability of these methods for Icelandic conditions was tested in the Laki district during the summer 2007 and the results are reported here. The number of tourists visiting the area was assessed by counting the cars enter- ing the area. At the same time question- naires were distributed to tourists and interviews were taken which reflected the interviewees’ nationality, age distri- bution, travel patterns, and attitude to nature, service, roads, tourists’ behav- iour etc. In addition interviews were conducted with stakeholders from the tourist industry and they were asked how the Laki area should be developed to serve best their interests. The pressure on the land was also estimated, but the Laki area lies at some 500 m above sea level with volcanic soil and arctic vege- tation both of which make it very sensi- tive to tourists’ impact. Tourists at Laki come mainly from Central and Western Europe and they are satisfied with their visit to Laki. They are content with the roads and only a few notice the damage the tour- ists do to the land. A survey of the trails in the area showed on the other hand that the impact on the land is already substantial and better infrastructure is required to prevent further damage. Some improvements on infrastructure were made during the summer 2007. A wooden viewing platform was erected at the crater Tjarnargígur, trails were repaired and water toilets and picnic tables were added. This keeps visitors on the trails and reduces trampling so that the moss on the craters is less dam- aged. The authors conclude that the ideology and methods that are intro- duced in the paper should be useful when planning tourism in the Icelandic Highlands.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.