Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn 24 hnignun vistkerfa verður útbreidd- ari og þörfin fyrir þjónustu þeirra eykst verður vistheimt þó þýðingar- meiri.1 Unnið er að landgræðslu – þar með talið vistheimt – við afar marg- víslegar aðstæður, svo sem á landi þar sem gróðurfar og jarðvegsskil- yrði hafa rýrnað vegna ofnýtingar og þar sem jarðvegseyðing hefur myndað auðnir og rofsvæði. Einnig á svæðum sem raskað hefur verið við mannvirkjagerð. Þá er vaxandi áhugi á endurheimt náttúrulegs gróðurfars og vistkerfa á opnum svæðum í borgum og þéttbýli, ekki síst vegna jákvæðra áhrifa á um- hverfi og lýðheilsu.26 Landgræðsla er því hagsmunamál margra aðila: búfjáreigenda, skógræktenda, úti- vistarfólks, veiðimanna og annarra sem nýta gæði landsins, auk fram- kvæmdaraðila við vegagerð, virkj- anir og námuvinnslu. Einnig er landgræðsla viðfangsefni sveitar- félaga sem vilja stuðla að góðu ástandi gróðurs og jarðvegsauðlinda innan sinna marka. Síðast en ekki síst er landgræðsla hagsmunamál almennings sem lætur sig varða ástand landsins. Vistheimtaraðgerðir miða að því að koma af stað og hraða náttúrulegum ferlum (framvindu) og endurreisa virkni vistkerfa sem hefur hnignað, þau skemmst eða eyðilagst.27 Þetta þýðir að greina þarf hvaða þættir hamla framvindu (6. mynd) og skipuleggja aðgerðir til að yfirvinna þá.28,29 Hér á landi er líklegt að léleg lífsskilyrði vegna rofs og kulferla, ófrjósams jarðvegs14 og lélegrar vatnsmiðlunar30 hamli framvindu á auðnum og rofsvæðum. Land- nám plantna á slíkum svæðum er takmarkað, m.a. vegna þess að jarð- vegsyfirborðið er óstöðugt.15,16,17,31 Einnig getur framboð á mikilvæg- um tegundum plantna og jarðvegs- lífvera verið takmarkað á röskuðum svæðum, t.d. þar sem stór, samfelld svæði eru rofin.15,32,33 Oft duga tiltölulega einfaldar uppgræðsluaðgerðir til að örva gróðurframvindu og virkni vist- kerfa á röskuðu landi. Í vaxandi mæli er farið að nota áburðargjöf, án sáninga, við uppgræðslu á mel- um og lítt grónu landi. Rannsóknir á ofanverðum Rangárvöllum, þar sem örfoka melar voru græddir upp til sauðfjárbeitar með tilbúnum áburði og búfjáráburði, sýna að gróðurþekja myndaðist á svæðinu á fáum árum þrátt fyrir beit, auk þess sem aðgerðirnar örvuðu myndun lífrænnar jarðvegsskánar og land- nám margra innlendra plöntuteg- unda.16 Beit á uppgrædda landinu varð mikilvægur þáttur í búskap á viðkomandi jörð og því breytti uppgræðslan örfoka landi í ágætt nytjaland, þar sem gróðurfar var þó mótað af beitarnýtingu og endur- tekinni áburðargjöf.16 Samtímis safn- aðist kolefni upp í vistkerfinu, bæði ofanjarðar en þó einkum í jarð- vegi, og sýnir það að uppgræðslan leiddi til bindingar koltvísýrings úr andrúmsloftinu.34 Á Geitasandi á Rangárvöllum er víðfemt tilraunasvæði þar sem fylgst hefur verið með framvindu og vistfræðilegri virkni eftir upp- græðslu óstöðugra sandmela í stórum tilraunareitum. Eftir sjö ár var gróðurþekja í uppgræðslu með grasfræi og áburði um 70% en óupp- grædd viðmiðunarsvæði höfðu lítið breyst frá upphafi tilraunarinnar og voru með um 5% gróðurþekju.35 Samhliða vaxandi gróðurþekju jókst framboð á nitri og lífrænu kolefni í jarðvegi35 og ísig vatns ofan í jarð- veginn varð greiðara.36 Lyng- og 6. mynd. Hugmyndafræðilegt líkan af breytingum sem verða á vistkerfum við hnignun og hafa áhrif á vistheimt. Gert er ráð fyrir tvenns konar „þröskuldum“ sem skilja á milli mismunandi ástandsstiga. Annars vegar er þröskuldur sem stjórnast af starfsemi lífvera og samskiptum á milli þeirra, svo sem beit, samkeppni við framandi ágengar tegundir, takmörkunum á dreifingu o.s.frv. Hins vegar er þröskuldur sem stjórnast af ólífrænum þáttum, sem hér á landi gætu t.d. verið rof og frostlyfting, skortur á frjósemi eða léleg vatns- miðlun. Tölurnar vísa í mismunandi gróðurfar og ástandsstig.23 (Líkan byggt á Whisenant 1999.)29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.