Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 29
29 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Heimkynni hvítabjarna (Ursus maritimus) eru svæði sem liggja að Íshafinu og er hafísinn eitt helsta búsvæði þeirra. Talið er að heims- stofn hvítabjarna sé nú um 20–25 þúsund dýr sem skiptist niður í 19 undirstofna.1,2,3 Greinargóða lýs- ingu á hvítabjörnum og lifnaðarhátt- um þeirra má meðal annars finna í greinum eftir Ævar Petersen og Þóri Haraldsson frá árinu 1993 og Karl Skírnisson í þessu hefti.4,5 Einnig má finna gagnlegar upplýsingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands (www.ni.is/frettir/nr/778) og á Vísindavefnum (www.visinda- vefurinn.is). Í aldanna rás hafa hvítabirnir gengið á land á Íslandi. Líklegt má telja að meginhluti þeirra dýra sé úr Austur-Grænlandsstofninum svokallaða. Ekki er þó hægt að úti- loka að dýr úr Svalbarðastofnunum og frá Jan Mayen gætu einnig hafa komið hingað til lands. Í rituðum heimildum er getið um 250 hvíta- bjarnakomur með allt að 500 hvíta- birni sem gengið hafa á land eða sést á hafís við landið. Flest þessara dýra voru vegin ef þess var kostur, enda gerðu þau sig oft heimakomin á bæjum og ollu tjóni og í sumum tilfellum dauða. Þá var það talin mikil búbót að fanga slíkan grip. Hin síðari ár hefur hins vegar farið meira fyrir verndunarumræðunni enda hafa hvítabjarnastofnar átt undir högg að sækja vegna ofveiði, mengunar og bráðnunar hafíss á norðurslóðum. Eðli máls samkvæmt hafa komur hvítabjarna oftar en ekki tengst hafísárum og sum ár hafa komið tugir dýra, svo sem árið 1274 en þá er getið um 22 dýr og 27 árið eftir. Á síðustu öld eru til heimildir um komu 71 dýrs, þar af 27 hafísárin 1917–18.5 Skagafjörður og Húna- vatnssýslur hafa ekki farið varhluta af heimsóknum hvítabjarna í ald- anna rás og er reyndar fyrsta ritaða heimildin um komu slíkra gesta frá árinu 890 úr Vatnsdælasögu, þegar Ingimundur gamli landnámsmaður í Vatnsdal sá birnu með tvo húna og örnefnið Húnavatn í Þingi í Austur- Húnavatnssýslu varð til, að því er sögur herma. Í rituðum heimildum er getið um allt að 50 hvítabirni sem sést hafa eða verið vegnir í Skagafirði og Húnavatnssýslum og er sú upptalning sýnd í 1. töflu. Þess má þó geta að oft ber heimildum ekki saman og gæti vel verið um tvítalningu að ræða í sumum tilfell- um. Samantektin sýnir þó að allt að 10% þeirra dýra sem heimildir eru til um á Íslandi hafa komið á land á þessum slóðum. Árið 1993 urðu straumhvörf í viðhorfi til friðunar hvítabjarna hér á landi, en það ár sást hvítabjörn á sundi um 70 sjómílur norður af Horni. Skipverjar sem urðu dýrsins Hvítabirnir í Skagafirði árið 2008 Þorsteinn Sæmundsson, Hjalti Guðmundsson, Þórdís V. Bragadóttir og Helgi Páll Jónsson Í júnímánuði árið 2008 gengu tveir hvítabirnir á land í Skagafirði. Sá fyrri sást fyrst við Miðmundarfjall við Þverárfjallsveg þann 3. júní og sá síðari þann 16. júní við bæinn Hraun II á utanverðum Skaga. Eins og gefur að skilja vöktu þessar heimsóknir mikla athygli bæði innanlands og utan, kannski ekki síst vegna þess að bæði dýrin voru felld. Rétt um 20 ár voru síðan hvítabjörn gekk síðast á land á Íslandi og var það í Haganesvík í Fljót- um í Skagafirði. Örlög hans urðu þau sömu og hvítabjarnanna nú. Í þessu greinarkorni er leitast við að varpa ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað þegar dýrin gengu á land og viðbrögð heimamanna og yfirvalda. Í lokin er fjallað um ástand dýranna og gerð grein fyrir niðurstöðum vinnuhóps sem umhverfisráðherra skipaði til að semja tillögur um viðbrögð við landtöku hvítabjarna á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 29–38, 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.