Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags varir drápu það með því að snara það og hífa um borð í bát sinn. Mikil og heit umræða varð í kjölfar þessa atburðar sem leiddi til þess að ný heildarlög um vernd, friðun og veið- ar á villtum fuglum og spendýrum (nr. 64/1994) voru sett árið 1994, en í lögunum er sérstaklega fjallað um friðun hvítabjarna á Íslandi. Þar er lagt bann við veiðum hvítabjarna á sundi eða á hafís, en heimilt er að fanga lifandi birni og flytja þangað sem ekki stafar hætta af þeim. Þó er heimilt að fella hvítabirni ef þeir ógna fólki eða búfénaði. Um miðja síðustu öld voru hvíta- birnir réttdræpir hvar sem var í heiminum og á þeim stunduð mikil sportveiði. Talið er að heimsstofninn hafi verið um 5000 dýr þegar Sov- étmenn friðuðu hvítabirni árið 1956. Fleiri þjóðir fylgdu í kjölfarið og frá 1966 var farið að friða mismunandi stofna og leiddi það síðan til alfrið- unar 1973. Grænlendingar hófu þó ekki verndunaraðgerðir fyrr en árið 1994 og í janúar árið 2006 gengu í gildi lög sem ákvörðuðu veiðikvóta frumbyggja. Árið 2008 settu Banda- ríkjamenn hvítabjörninn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Frumbyggjum er heimilt að veiða ákveðinn fjölda dýra á ári hverju samkvæmt svokölluðum frum- byggjakvótum. Talið er að allt að 1000 dýr séu felld á ári hverju á grundvelli þeirra kvóta. Til dæmis er heimilt að fella um 50–60 dýr úr Austur-Grænlandsstofninum á ári hverju. Landganga hvítabjarna í Skagafirði í júní 2008 „Þverárfjallsbjörninn“ Það var miðvikudagsmorguninn 3. júní að fréttir bárust af því að sést hefði hvítabjörn við svonefnd- an Þverárfjallsveg í Skagafirði (1. mynd). Eðli málsins samkvæmt fór þessi frétt eins og eldur í sinu á öldum ljósvakans og fólk flykktist að úr nærliggjandi byggðarlögum. Allir vildu jú sjá hvítabjörninn. Lög- reglu barst tilkynningin seinna en almenningi og gat því ekki tryggt vettvanginn. Mikill fólksfjöldi var samankominn á svæðinu áður en lögregla kom þangað. Umhverf- isráðuneyti, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafði verið tilkynnt um atburðinn og starfsmenn Náttúrustofu Norður- lands vestra voru einnig kallaðir til, auk fjögurra skyttna. Hvítabjörninn sást fyrst við veg- inn þar sem afleggjarinn út á Skaga í Laxárdal tengist Þverárfjallsvegi við Miðmundarfjall (1. mynd). Þegar styggð kom að honum gekk hann upp á Miðmundarfjall við Melagil og lagðist þar niður. Veður þennan dag var skaplegt en þokubakkar voru til fjalla. Þekking á eðli og hegðun hvítabjarna var ekki til stað- ar og olli það því töluverðri óvissu að vettvangur var ekki vel tryggður fyrir aðkomu fólks. Það varð til þess að fimm manna hópur, þar á meðal tvær skyttur, gekk upp að dýrinu til að fylgjast betur með ferðum þess. Hvítabirnir eru stærstu þurr- lendisrándýr jarðar og geta verið stórhættulegir, sér í lagi ef þeir eru hungraðir og þeim ógnað. Þeir eru einnig mjög forvitnir að eðlisfari og þegar dýrið varð vart við manna- ferðir fór það að skoða betur hvað þarna var á ferðinni. Það nálgaðist hópinn nokkuð hratt; hann hörf- aði undan niður hlíðar fjallsins og voru einungis um 20 metrar á milli dýrsins og hluta hópsins á tímabili (2. mynd). Þegar dýrið varð vart við fólk og umferðina á Þverárfjallsvegi 1. mynd. Kort af Skaga sem sýnir staðsetningar hvítabjarnanna. Gervitunglamynd Land- mælinga Íslands (www.lmi.is).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.