Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hrammana, líkt og hann væri að teygja úr sér. Umhverfisráðuneytið ákvað í samráði við Umhverfisstofnun að reynd yrði björgun á dýrinu með þeim ráðum sem tiltæk voru og þess freistað að koma því lifandi til náttúrlegra heimkynna. Aðgerð var sett í gang í þessu skyni af hálfu Umhverfisstofnunar. Áætlunargerð- in reyndist flókin og tímafrek þar sem engin reynsla af þess háttar aðgerð var fyrir hendi. Áætlunin lá fyrir seint um kvöld hjá Umhverf- isstofnun og gekk út á að svæfa dýrið með deyfilyfjum sem skotið yrði úr pílubyssu, færa síðan dýrið í búr og flytja það með varðskipi að ísröndinni og sleppa því þar. Til aðstoðar og skipulagningu á vett- vangi var fenginn yfirdýralæknir dýragarðsins í Kaupmannahöfn, Carsten Grøndahl. Um þetta leyti var Landhelgisgæslan fengin að málinu og bauðst hún til að taka þátt í aðgerðum með þyrlu og varð- skipi. Umhverfisráðuneytið setti í gang vinnu við að afla tilskilinna leyfa hjá stjórnvöldum á Grænlandi þannig að sleppa mætti dýrinu í grænlenskri lögsögu. Gengið var frá því við Icelandair Cargo að þeir flygju með búrið og danska dýralækninn til Akureyrar þaðan sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar myndi flytja hann út á Hraun. Ýmissa leyfa þurfti að afla varðandi innflutning þess búnaðar sem stóð til að nota við björgunaraðgerðina. Búrið komst ekki fyrir í þyrlunni og því þurfti að flytja það landleiðina á staðinn. Að kveldi 16. júní var búið að ganga frá flestum endum hvað varðaði áætlunina um björgun dýrsins, þ.e. flug með dýralækni og búr, leyfisveitingar og samskipti við Landhelgisgæsluna og lögreglu um aðgerðir. Hvítabjörninn hafði lítið hreyft sig úr bæli sínu í æðarvarpinu á þessum tíma. Aðfaranótt 17. júní hafði björninn ekki mikið verið á ferðinni, en um hálfsexleytið varð vart við hreyfingu og dýrið tók að vafra um æðarvarp- ið (4. mynd). Það gerði nokkrar tilraunir til að fanga kollur sem enn lágu á, en virtist ekki hafa erindi sem erfiði. Eftir stuttan göngutúr hélt dýrið niður að vatni þar sem það lagðist aftur og hélt að mestu 4. mynd. Um klukkan sex að morgni 17. júní lét hvítabjörninn loks á sér kræla og fór að ganga um æðarvarpið, líklega í ætisleit. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson 2008. 3. mynd. Hraun á Skaga og Skagatá. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.