Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 35
35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
til að fanga hvítabjörn og flytja hann
aftur til heimkynna sinna hefur gef-
ið okkur mikla og dýrmæta reynslu
sem við búum að í dag og á eftir að
nýtast vel þegar næsti hvítabjörn
gengur á land á Íslandi. Í raun má
segja að verkefnið hafi gengið vel
en lokamarkmið þess náðist því
miður ekki að þessu sinni – að
fanga hvítabjörn og koma honum
til náttúrlegra heimkynna. Allir sem
tóku þátt í þessari aðgerð vissu að
brugðið gat til beggja vona.
Ráðstafanir höfðu verið gerð-
ar fyrir sýnatöku ef svo færi að
fella þyrfti dýrið. Hluti þessarar
sýnatöku þarf að fara fram innan
við 30 mínútum eftir að dýr er fellt
og er sýnum komið fyrir í fljótandi
köfnunarefni. Eins og gefur að skilja
er slík sýnataka erfið viðfangs úti
í náttúrunni og gafst því einstakt
tækifæri á Skaga. Sýni sem tekin eru
með þessum hætti geta gefið mjög
mikilvægar upplýsingar um ástand
dýrsins og ýmsa umhverfisþætti
í náttúrlegum heimkynnum þess.
Sýnin frá dýrinu við Hraun verða
rannsökuð við Árósaháskóla undir
umsjón Christian Sonne, en hann
og samstarfsmenn hans hafa unnið
mikið að rannsóknum á hvítabjörn-
um við austurströnd Grænlands.
Voru þeir 2, 3, 4 eða jafnvel 5?
Í kjölfar þessara atburða komu
nokkrar tilkynningar um að sést
hefðu spor eftir hvítabirni og jafnvel
að fólk hefði séð til hvítabjarna, með-
al annars frá Hveravöllum, Langa-
vatni, Langadal, Bjarnarvötnum á
Skaga og Hornströndum. Mikil leit
var gerð í nokkrum tilfellum en hún
bar ekki árangur og meint spor sem
fundust voru ekki talin hafa verið
eftir hvítabirni, en þau eru nokkuð
auðgreinanleg (7. mynd). Útilokað
er að fullyrða hvort um bjarndýr
hafi verið að ræða í sumum tilfell-
anna enda var ekki hægt að segja til
um hvort dýrin hefðu farið í sjóinn
aftur, þótt ólíklegt geti það talist.
Ástand hvítabjarnanna
Fjölmörg sýni voru tekin úr báðum
hvítabjörnunum, þó svo að sýna-
taka úr þeim seinni hafi verið mun
umfangsmeiri. Margir dýralæknar
komu að þessari sýnatöku á mis-
munandi stigum málsins, en Karl
Skírnisson líffræðingur á Tilrauna-
stöð Háskóla Íslands í meinafræði
að Keldum hefur séð um meginhluta
rannsókna sem unnar hafa verið hér
á landi og hefur hann birt hluta nið-
urstaðna sinna í fréttatilkynningum
og einnig í grein í þessu hefti.4 Hluti
sýnanna var sendur til Danmerkur
til frekari greininga, eins og áður
hefur komið fram.
Við rannsóknir á hvítabjörnunum
kom það helst á óvart hversu slæmt
ástand þeirra var. Bæði dýrin voru
greinilega undir meðalþyngd en
birnan þó öllu verr á sig komin en
björninn. Hvítabjörninn sem var
felldur við Þverárfjallsveg vó um
220 kg, sem er töluvert undir með-
alþunga karldýra úr Austur-Græn-
landsstofninum en þeir geta náð
350–450 kg þyngd. Í ljós kom að
dýrið var sýkt af þráðormi, svoköll-
uðum tríkínum (Trichinella nativa).
Talið er að björninn hafi verið allt
að 22 ára gamall og því með elstu
dýrum sem aldursgreind hafa verið
úr Austur-Grænlandsstofnunum.4
Birnan sem felld var á Hrauni var
mun verr á sig komin. Hún vó
tæp 150 kg, sem er langt undir
meðalþyngd. Hún var greinilega
aðframkomin af næringarskorti og
vöðvarýr. Aldur hennar er talinn
hafa verið 12–13 ár.4 Birnan var hins
vegar ekki sýkt af þráðormi en sýni
sem tekin voru úr henni rétt eftir að
hún var felld voru einnig send til
rannsókna í Danmörku.
7. mynd. Spor eftir hvítabirni við Hraun II á Skaga. Hvert spor er um 25–30 cm langt. Ljósm.: Helgi Páll Jónsson 2008.