Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 52
Náttúrufræðingurinn 52 Veðurfar, hafís og fæðu- framboð: hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga verða hvað mest nyrst og syðst á hnettinum og tegundir þar eru því í mestri hættu.6 Ýmsir fuglastofn- ar hafa þegar sýnt viðbrögð við hlýnun, einkum með breyttum far- tíma og varptíma.68 Áhrif veðurfars á æðarfugl hafa verið rannsökuð undanfarin ár.6,26,69,70 Tengsl eru milli ísalaga að vetri eða vori og vetrarhörku annars vegar og stofn- stærðar hins vegar, bæði í Norður- Ameríku og Finnlandi.6,71 Hlýnun jarðar hefur valdið því að vetrarís fer minnkandi á Eystrasalti og að hann hörfar fyrr á vorin nú en áður fyrr, og er talið að það muni auka varpárangur æðarfugla.6 Slík ísalög eru ekki algeng hérlendis þó svo að dæmi séu vissulega um að þau skaði æðarvörp á Norðurlandi. Mildari vetur verða líkast til jákvæðir fyrir orkubúskap kollna, en harðir vetur geta valdið því að kollur þurfi að brenna næringarforða sem annars nýtist við varp eftir mildari vetur. Hlýnun jarðar gæti hins vegar einnig aukið tíðni ofsaveðra á norð- lægum slóðum5 sem líkast til mun hafa áhrif á æðarendur. Æðarkollur sjá einar um áleguna, þær éta mjög lítið á meðan en treysta á næringarforða.72,73 Veturinn er lykiltímabil í forðasöfnun kollna, allt frá því að pörun hefst í september– október fram að álegu.74 Paraðar kollur verja stærri hluta tíma síns í fæðuöflun en óparaðar kollur. Par- aðar kollur eru verndaðar af maka sínum fyrir ágangi óparaðra steggja og geta þess vegna safnað forða hraðar en óparaðar kollur.74,75,76 Vetrarharka er mælikvarði á vetrarveður og er gjarnan mæld með Norður-Atlantshafssveiflunni (North Atlantic Oscillation Index (NAO)) fyrir tímabilið desember– mars.26,77 NAO er mælikvarði á mismun loftþrýstings að vetrinum á Íslandi og í Portúgal. Vetrarharka getur haft áhrif á fæðuframboð fugla, einkum þegar vötn, ár, tjarnir og mýrar frjósa eða lagnaðarís myndast inni á fjörðum.7,78,79 Oft vorar seint eftir harðan vetur, en síðbúið vor seinkar komutíma á varpstöðvar, paramyndun og upphafi varps og tengist minni varpþéttleika og varp- árangri.6,80,81 Vetrar- og vorveður hefur verið tengt fjölda verpandi æðarkollna í sumum vörpum, komutíma þeirra í vörp og fjölda eggja í hreiðri.26 Mild- ir vetur eru gjarnan hagstæðir en mikill lægðagangur að vetri óhag- stæður. Þeir einstaklingar sem verpa fyrstir eru oftast í bestu líkamlegu ástandi og þeir ná oftast betri varp- árangri82,83 en kollur sem eru í lélegu ástandi eftir óhagstæðan vetur eiga minni orkuforða aflögu til að verpa.6 Einstaklingar sem parast seint verpa tiltölulega seint það sumar og upp- skera þá frekar lakari varpárang- ur.76,81,82 Þegar seint vorar sverfur hungrið að og algengt er að hreiður séu yfirgefin, almennt líkamlegt ástand er oft bágborið og varp hefst seint.83,84 Fuglar á norðurslóð þurfa að ljúka varpi á skömmum tíma vegna þess hve sumarið er stutt.85 Því er talið að möguleikar á því að verpa aftur (þ.e. varp endurtekið ef fyrra varp misferst) séu takmarkaðri fyrir norrænar tegundir en hinar suðlægari.17,82 Lífslíkur unga eru gjarnan í neikvæðu sambandi við klakdag, þ.e. því seinna sem ung- arnir klekjast því minni eru lífslíkur þeirra.43 Ísalög hafa einkum áhrif þar sem vörp dreifast á margar, tiltölulega skjóllitlar eyjar. Eyjarnar eru við- kvæmar fyrir raski af völdum ísjaka, sem jafnframt hindra að fuglarnir geti hafið varp á eyjunum.69,70 Fjöldi vetrardaga með miklum hafís og fjöldi vetrardaga með miklum vindi útskýrðu mest af breytileikanum í stofnstærð gleraugnaæðar í Berings- hafi; það sýnir hvernig óhagstæðir vetur hafa áhrif á stofnstærð og varp komandi sumars.71 Æðarfugli fjölg- aði í Suðvestur-Finnlandi frá 1975 til 1994 en fækkaði eftir það, einkum í kjölfar harðra vetra.69 Ísþekja að vori var neikvætt tengd fjölda hreiðra í Labrador.86 Æðarfuglar í Eystrasalti komu fyrr að vori þau ár þegar ísa leysti fyrr, en jafnframt var urpt stærri og fleygir ungar fleiri þegar ísa leysti snemma.6 Landfræðileg rannsókn í norður Kanada sýndi að ísalög hafa áhrif á þéttleika varp- fugla: Í ísmiklum árum þjöppuðust kollurnar saman í þéttari vörp á færri stöðum, en í íslitlum árum dreifðist varpið á fleiri staði.70 Æðarendur verða sennilega fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, eink- um breyttri dreifingu og styrkleika ofsaveðra.6,87 Á norðlægum slóðum getur veðurfar stuðlað að afföll- um, hvort sem er aftakaveður eða kuldi.37 Fæðuframboð að vetrinum er einkum háð ísalögum og þeim áhrifum sem þau hafa á fæðu- skilyrði.3,6,28,71 Á Íslandi fækkaði fullorðnum varpfuglum verulega frostaveturinn mikla árið 1918.88 Áhrif vetrarkulda eða frosta á æðar- endur og forðasöfnun þeirra að vetrarlagi ættu að vera á undanhaldi samkvæmt spám um hlýnun jarðar. Hins vegar gæti aukinn lægðagang- ur að vetri truflað forðasöfnun á vissum svæðum.26 Varp og áhrif afræningja Æðarendur verpa oftast 4–5 eggj- um í stað 9–10 hjá flestum öðrum tegundum anda.89 Ólíkt flestum andategundum (þar sem kollan situr á án þess að verma eggin þar til öllum eggjum hefur verið orpið) þá byrja æðarkollur að liggja á frá öðru til þriðja eggi. Talið er að þetta veiti vörn gegn vargfuglum enda er afrán eggja oft minnst hjá þeim kollum sem liggja sem fast- ast á eggjunum eða leggjast á þau áður en fullorpið er.90 Æðarkollur verpa oft á berangri, þótt vissulega verpi þær einnig þar sem er gróð- ursælt.52,70,86,91 Þéttleiki hreiðra er ekki endilega í jákvæðu sambandi við fæðuframboð í nágrenninu.70 Stafar það m.a. af því að kollur geta farið með ungana 1–20 km frá varpstað eftir klak.92,93,94 Æðarkollur liggja sem fastast á eggjum sínum, lifa á næring- arforða á álegutímanum og fara sjaldan af hreiðrinu til að nærast. Þessi samfellda álega og fjöldi og tímasetning áleguhléa (þegar fuglinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.