Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags brotnaði upp og það endurtók sig nokkrum dögum síðar. Sá þunni ís sem þá myndaðist brotnaði einnig upp í næsta stormi. Þess má geta að árabilið 1988–1995 er kennt við jákvæðan fasa svokallaðrar Norður- Atlantshafssveiflu (NAO), en sam- fara honum er lægðagangur hér við land með meira móti og fjöldi vindasamra daga eftir því. Samanburður veðurfars ísleysisárin 2003 og 2006 við 1923 og 1929 Það má segja að veturinn 2005/06 hafi verið tvískiptur. Fram eftir hausti var veðráttan umhleypinga- söm og í kaldara lagi, en þegar kom fram í desember brá til betri tíðar. Kaflar með mildu lofti úr suðri komu hver á eftir öðrum það sem eftir lifði vetrar og varla er hægt að tala um að nokkru sinni hafi gert norðanátt að ráði. Eina hret vetrarins sem orð er á gerandi kom um miðjan febrúar, en að því loknu snerist vindur umsvifalaust aftur til sunnanáttar með vetrarhlýind- um. Febrúarmánuður reyndist vera sá hlýjasti á Þingvöllum í 40 ár. Haustið 2002 var óvenjulega hlýtt og desember það ár einn sá hlýjasti sem vitað er um á landinu frá upp- hafi mælinga.15 Eftir áramótin hélst þíða áfram meira og minna fram yfir miðjan janúar, en þá gerði kuldakast í nokkra daga. Ekki lagði vatnið í kjölfar þess, því væntanlega var vatnsbolurinn ekki nægjanlega kald- ur fyrir ísmyndun um leið og vind lægði. Síðan hlánaði á nýjan leik og febrúar og mars voru með allra hlýjasta móti. Frá upphafi mælinga á Þingvöllum (1934) hefur aldrei verið jafnhlýtt að samanlögðu frá nóvember til mars.7 Yfirleitt er sam- anlagður meðalhiti þessara mánaða undir frostmarki, en fyrir kemur að hann er örlítið yfir frostmarki að jafnaði einu sinni á áratug. Veturinn 2002/03 var meðalhitinn hins vegar 1,9°C og vart nokkrar forsendur fyrir því að vatnið legði í slíkri tíð. Haustið 1922 voru mildar suðlæg- ar áttir ríkjandi og veðráttan í nóv- ember og desember í mildara lagi á landinu.15 Eftir áramót brá til kaldari veðráttu, þá var vindasamt og vest- lægar áttir með éljaveðri ríkjandi. Í slíku veðurlagi er öldugangur og ókyrrð á Þingvallavatni. Í lok janúar kólnaði suðvestanlands með stilltu veðri og skilyrði voru hagfelld fyrir ísmyndun. Líkast til hefur þessi tími verið of skammur því strax í febrúar varð vindasamt á ný og frekar mild veðrátta fram á vor. Mars 1923 þótti þannig óvenjuhlýr á landinu.15 Í Reykjavík er hann sá fimmti eða sjötti hlýjasti frá upphafi samfelldra hitamælinga, sem ná aftur til 1866. Veturinn 1928/29 var í svipuðum flokki, hiti yfir meðallagi um haust- ið og í janúar, febrúar og mars var einmunatíð og lengst af vetrarhlý- indi.15 Samanburður í Stykkishólmi sýnir glöggt að veturnir 1928/29 og 2002/2003 eru mjög sambærilegir; meðalhiti allra mánaðanna frá nóv- ember til mars var yfir frostmarki og er það óvenjulegt. Í yfir 150 ára sögu hitamælinga í Stykkishólmi hefur það aðeins gerst þrisvar, veturinn 1941/42 auk vetranna sem áður er getið. Varmatap vatnsins á haustin Að sumrinu veldur inngeislun sólar því að Þingvallavatn hlýnar. Geisl- ar sólar eru sterkastir á sýnilega sviðinu en vatnsflöturinn speglar eða endurkastar til baka verulegum 6. mynd. Endurkast (A) sólarljóss frá vatnsfleti er lítið þegar sól er hátt á lofti, en það eykst til muna með lækkandi sólarhæð. Þegar sólarhæð er minni en 10° endurkastast bróðurpartur, eða meira en 90%, þess litla sólarljóss sem lendir á Þingvallavatni. – Depend- ence of water-surface albedo on the altitude of the Sun. Teikn./ Drawing: Þórunn Jónsdóttir (eftir/based on Budyko8). 7. mynd. Yfirborð Þingvallavatns líkt og annarra stöðuvatna hlýnar af tveimur ólíkum þáttum geislunar. Annars vegar gerist það fyrir áhrif sólarljóss (Qs) og hins vegar geislar andrúmsloft og einkum þó ský frá sér (Qh) innrauðum bylgjum. Sá þáttur hefur verulega þýð- ingu fyrir allan geislunarbúskap. Þingvallavatn sendir frá sér geisla á innrauða sviðinu jafnt daga sem nætur (I) og er það háð yfirborðs- hita hverju sinni. – Energy balance of Llake Þingvallavatn. Teikn./ Drawing: Þórunn Jónsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.