Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 72
Náttúrufræðingurinn 72 hluta sólgeislunarinnar. Endurkast- ið er mjög háð sólarhæðinni, eins og sést á 6. mynd. Því lægri sem sól er á lofti þeim mun meira verður endurkastið eða speglunin og þar með minni sólarorka sem nýtist til upphitunar vatnsins. Sólarhæðin er mest um 49° á hádegi um sumarsólstöður. Endur- kastið er þá aðeins lítilsháttar miðað við hvað það verður við mun lægri sólarhæð. Af þessu má ráða að hamli ekki skýjafar mögulegu björtu sólskini snemmsumars hitna yfirborðslögin fljótt og hitaskiptalag myndast í yfirborði vatnsins. En vatnið, rétt eins og annað yfirborð jarðar, nýtur einnig innrauðs ljóss sem skýin og andrúmsloftið geisla frá sér. Sú geislun vegur að mestu upp, en þó ekki alveg, þá ósýnilegu innrauðu geisla sem vatnið sendir stöðugt frá sér, jafnt daga sem nætur. Þegar dregur ákveðið úr inngeislun sólar síðla sumars eða snemma hausts leiðir útgeislunin að endingu til þess að vatnið tekur að kólna (7. mynd). Geislunarjafnvægið R má setja upp á eftirfarandi hátt: R = Qs (1-A) + Qh - I Qs – Inngeislun sólar A – Endurkastsstuðull (Albedo), sem er á bilinu 0 til 1. Qh – Geislun frá lofthjúpi og skýjum I – Útgeislun jarðar á innrauða sviðinu, einnig nefnt jarðljós. R – Samsvarar þeim varma sem nýtist til upphitunar vatnsins eða þeim varma sem tapast við kólnun þess. Varmi frá Þingvallavatni glatast ekki eingöngu við útgeislun. Tvö önnur ferli valda því að vatnið kóln- ar. Beint hitatap á sér stað alla daga þegar skynvarmi (H) tapast út í um- hverfið. Skynvarminn er ekki alltaf auðskilinn, en hann er til dæmis sá hiti sem leggur frá grónu Þingvalla- hrauninu á sólríkum sumardegi og finnst greinilega sé t.d. hönd lögð létt á mosaþembu. Hitt hitaferlið á sér stað þegar vatn gufar upp úr vatnsborðinu. Uppgufun krefst varma, sem tekinn er úr umhverfinu og leiðir með beinum hætti til kóln- unar á vatninu. Gufunarvarminn (L), eins og hann er kallaður, getur orðið umtalsverður við ákveðin veð- urskilyrði sem gerð verður betri grein fyrir síðar. Varmajöfnuðurinn samsvarar geislunarjöfnuðinum R sem þá má skrifa: R = H + L + F0 = Qs (1-A) + Qh – I H – Skynvarmi L – Gufunarvarmi F0 – Varmaleiðni um yfirborð Hér er horft framhjá öðrum lið- um sem í sumum stöðuvötnum geta skipt máli, svo sem varma- leiðni um vatnsbotn, en sá þáttur getur verið afgerandi í grunnum vötnum og þar sem botnset er verulegt, t.d. í Mývatni.9 Einnig má nefna að varmainnstreymi af völd- um jarðhita skiptir máli fyrir mörg stöðuvötn hérlendis. Þá er litið framhjá núningsvarma við hreyf- ingu vatnssameindanna. Þingvalla- vatn er stöðuvatn en engu að síður eru þónokkrir straumar í vatninu, eins og fyrr er greint frá. Þeir eru þó litlir í samanburði við þá hreyfingu sem kemst á yfirborðslög vatns- ins þegar vindur blæs og kröpp alda myndast. Í þeim tilvikum má ætla að núningsvarminn skipti einhverju máli. Flesta daga tapar Þingvallavatn skynvarma. Fyrir kemur, einkum síðla hausts og að vorlagi þegar hlýir vindar blása við vatnsborðið, að vatnið þiggur varma við beina snertingu við hlýjan vindinn. Skyn- varmi frá lofti til vatns er þrátt fyrir allt lítill. Á köldum og vindasömum haustdögum verður varmatap Þing- vallavatns aftur á móti æði mikið þegar varmaleiðni út í andrúms- loftið er veruleg, bæði með flæði skynvarma og gufunarvarma eins og sýnt er á 8. mynd. Þegar kemur fram á haustið kólnar Þingvallavatn jafnt og þétt. Margt kemur þar til. Þáttur sólgeisl- unar í upphitun vatnsins stöðvast að mestu þegar líður á september, þó svo að sólar njóti stundum í ríkum mæli að haustlagi. Þegar sól stendur lágt speglast mestöll geislun í burtu eins og áður er getið. Hauststormar koma af stað kröftugri blöndun nið- ur á mikið dýpi og á endanum allt til botns. En enginn þáttur er samt jafn- afgerandi og þegar kaldir og þurrir norðanvindar blása um vatnið. Þá tapast gríðarmikill hiti úr vatninu út í umhverfið í formi skynvarma og ekki síður gufunarvarma. Þeim mun meira verður hitatapið sem loftið er kaldara og veðurhæð meiri. Frostkalt loftið ofan af Bláskógaheiði og af slóðum Skjaldbreiðar endur- nýjast stöðugt þegar vindur blæs að ráði. Hitamunur lofts og vatns getur hæglega orðið tíu stig. 8. mynd. Þegar kaldur og fremur þurr vindur blæs yfir vatnið tapast varmi, Fo. Hitinn berst í loftið með flæði skynvarma (H) og gufunarvarma (L). Gufunarvarminn er allajafna meiri og samsvarar uppgufun úr vatninu. Hér er horft framhjá þáttum geislunar. – Dry and cold northerly winds cool the lake through latent and sensible heat losses. Teikn./Drawing: Þórunn Jónsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.