Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 76

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 76
Náttúrufræðingurinn 76 Framtíðarveðurfar og íslausir vetur á Þingvallavatni Verði spár um hlýnun loftslags um 0,15 til 0,2°C á áratug hér á landi til næstu aldamóta, eins og getið er um í skýrslu vísindanefndar um lofts- lagsbreytingar,14 má ætla að íslaus- um árum Þingvallavatns fjölgi. Mest munar um breytingar hitafars seint að haustinu og snemma vetrar, þ.e. hvort vatnið niður á mesta dýpi nái að kólna nægjanlega í skammdeg- inu á meðan áhrif sólar á upphitun yfirborðslaganna eru hverfandi. Í niðurstöðum loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna (IPCC) er bent á að meiri hlýnun að vetrarlagi en að sumri til sé einkennandi fyrir norð- lægar slóðir, m.a. vegna minni hafíss og snjóhulu á landi.14 Ekki er algilt að hækkandi meðalhiti á landinu verði endilega til þess að draga úr líkum á ísmyndun á Þingvallavatni né heldur að sá tími styttist sem vatnið er lagt hverju sinni. Veðurfar í Þingvallasveit og ofantil í Grafn- ingi er frábrugðið veðri víðast um suðvestanvert landið. Froststillur eru algengar að vetrinum, jafnvel þó að milt sé við sjávarsíðuna. Segja má að tíðni norðanáttar og háþrýst- ings yfir landinu í kjölfarið sé ekki síðri orsakaþáttur fyrir ísalögn en sjálfur meðalhitinn. Hafa ber þó í huga að a.m.k. hluti skýringarinnar á hærri meðalhita gæti mögulega verið minnkandi tíðni norðanáttar og færri dagar með háþrýstingi hér við land að vetrinum. Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að brautir lægða geti færst norður á bóginn á 21. öldinni.14 Gangur lægða nærri Íslandi verður fyrir vikið tíðari og þess vegna vinda- samara hér – sem aftur hamlar því að Þingvallavatn leggi um miðjan veturinn. Rannsóknum ber þó ekki saman um það hvort lægðir verði tíðari hér við land samfara hlýn- andi loftslagi eða ekki. Summary Winter ice on lake Þingvallavatn – favorable climate indicator Lake Þingvallavatn forms an ice cover later in the season than most other lakes in Iceland, usually not until mid-winter (January or February). In early winter the lake cools slowly, due to its large volume (2,873 km3) and the influx of warm (3.5°C) spring water at a rate of 91 Þakkir Samantekt um ísafar og varmahag Þingvallavatns var styrkt af Orkurann- sóknasjóði Landsvirkjunar. Hörður Guðmannsson frá Skálabrekku hefur af mikilli eljusemi fylgst með ísnum á vatninu og skráð dagsetningar á ísakom- um og ísabrotum. Þá lögðu Árni B. Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir sumarhúsaeigendur við Þingvallavatn til gagnlegar upplýsingar um ísinn úr gesta- og dagbókum sínum. Heim ild ir Hermann Sveinbjörnsson 1989. Vadd’ út í. Sigurjón Rist vatnamælinga-1. maður: æviminningar. Reykjavík, Skjaldborg. 247 bls. Sigurjón Rist & Guðmann Ólafsson 1986. Ísar Þingvallavatns. Náttúru-2. fræðingurinn 56 (4). Bls. 239–258. Hákon Aðalsteinsson, Pétur M. Jónasson & Sigurjón Rist 1992. Physical 3. characteristics of Thingvallavatn, Iceland. Oikos 64. 121–135. Árni Snorrason 2002. Vatnafar á vatnsviði Þingvallavatns. Þingvallavatn, 4. undraheimur í mótun. Mál og menning. Bls. 110–119. Bjarki Þór Kjartansson 2002. Lagnaðarís á íslenskum vötnum. Könnun á 5. möguleikum ísspárlíkans. BS-ritgerð, Háskóli Íslands, raunvísindadeild, jarð- og landfræðiskor. 43 bls. Snorri Páll Kjaran & Sigurður Lárus Hólm 2000. Þingvallavatn, 6. rennslislíkan unnið fyrir Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Verkfræðistofan Vatnaskil 2000. Veðráttan, mánaðaryfirlit gefið út á Veðurstofu Íslands.7. Budyko, M.I. 1974. Climate and Life. International Geophysics Series 18. 8. Academic Press. Jón Ólafsson 1991. Undirstöður lífríkis í Mývatni. Náttúra Mývatns, 9. rit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Bls. 141–165. Arya, S.P. 2001. Introduction to Micrometeorology. International Geo-10. physics Series, Vol. 79. Academic Press. Hsu, S.A. 1998. A Relationship between Bowen Ratio and Sea-Air 11. Temperature Difference under Unstable Conditions at Sea. Journal of Physical Oceanography 28. 2222–2226. Wacker, U. 2005. A case study on a polar cold air outbreak over Fram 12. Strait using a mesoscale weather prediction model. Boundary-Layer Meteorology 117. 301–336. Smith, S.D. 1980. Wind stress and heat flux over the ocean in gale force 13. winds. Journal of Physical Oceanography 10. 709–726. Halldór Björnsson, Árný E. Sveinbjörnsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir, 14. Árni Snorrason, Bjarni D. Sigurðsson, Einar Sveinbjörnsson, Gísli Viggósson, Jóhann Sigurjónsson, Snorri Baldursson, Sólveig Þorvalds- dóttir & Trausti Jónsson 2008. Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Umhverfisráðuneytið. 122 bls. Trausti Jónsson 1993. Veður á Íslandi í 100 ár. Ísafold. 237 bls.15. Um höfundinn Einar Sveinbjörnsson (f. 1965) lauk cand.scient.-prófi í veðurfræði og skyldum greinum frá Oslóarháskóla 1991. Hann starfaði við veðurþjónustu Veðurstofu Íslands til ársins 1999, var aðstoðarmaður ráðherra í umhverfis- ráðuneytinu 1999–2003 og aftur 2006–2007 en vann á sérþjónustudeild Veðurstofunnar þar á milli. Frá árinu 2007 hefur Einar rekið þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækið Veðurvaktin ehf. á sviði veðurspáa, greininga og rann- sókna. Póst- og netfang höfundar/Author’s address Einar Sveinbjörnsson Eikarási 8 IS-210 Garðabæ vedurvaktin@vedurvaktin.is m3/s through crevasses and wells. One of the effects of climate warming in Iceland over the last 10–15 years is re- duced levels of ice cover. In the winters of 2002/3 and 2005/6, no ice cover formed due to the warm climate; this had not happened since the 1920’s. Information on the dates of ice forma- tion and break-up is updated from the previous version of Sigurjón Rist and Guðmann Ólafsson from 1986. In this article the energy balance of Lake Þingvallavatn and the weather variables that affect the cooling of the lake during autumn and winter are ex- amined. Dry and cold northerly winds blowing over the surface cool the lake through latent and sensible heat losses. Using available data on wind speed and temperature, from a measurement sta- tion just north of the lake, calculation of heat fluxes has been made, showing that they can exceed 600 W/m2 in northerly winds during autumn. If predictions about global warming, indicating a 0.15–0.20°C warming per decade, are correct, we can expect many years without ice forming on the lake. The late autumn/early winter tempera- tures have the greatest influence, deter- mining whether the deep waters cool enough during the darkest part of the year.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.