Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 77

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 77
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Aðdragandi friðlýsingar Þegar Surtsey var friðlýst voru hér í gildi lög um náttúruvernd nr. 48, frá 7. apríl 1956, fyrstu heildarlög um náttúruvernd á Íslandi, og sam- kvæmt þeim starfaði Náttúruverndar- ráð. Eitt helsta hlutverk þess var að undirbúa og gera tillögur til mennta- málaráðuneytisins um friðlýsingar náttúrufyrirbæra á landinu. Skv. 10. grein þeirra laga skipaði mennta- málaráðherra Náttúruverndarráð til fjögurra ára í senn, sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn, og skyldi það skipað forstöðumönnum þriggja deilda Náttúrugripasafnsins (síðar Náttúrufræðistofnunar Íslands), ein- um manni með sérþekkingu á bún- aðarmálum skv. tilnefningu Bún- aðarfélags Íslands, einum manni sem Skógræktarfélag Íslands nefndi til, einum verkfræðingi samkvæmt tillögu Verkfræðingafélags Íslands og formanni sem skyldi vera emb- ættisgenginn lögfræðingur og skip- aður af menntamálamálaráðherra án tilnefningar. Það var á fundi í Náttúruverndar- ráði 20. maí 1964 sem fyrst var rætt þar um Surtsey, samkvæmt fund- argerðum ráðsins og minni höfundar þessa greinarkorns, sem átti sæti í ráðinu sem einn deildarstjóra áður- nefnds Náttúrugripasafns, en hinir tveir voru Finnur Guðmundsson og Sigurður Þórarinsson. Þá var vakið máls á því að eitthvað þyrfti að gera vegna slæmrar umgengni í Surtsey og var það Sigurður Þórarinsson sem það gerði, en hann var sá ráðs- manna sem oftast hafði komið til Friðlýsing Surtseyjar og aðdragandi hennar Eyþór Einarsson Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 77–80, 2009 Heimsminjanefnd UNESCO samþykkti á fundi sínum í Québec í Kanada þann 7. júlí 2008 að setja Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun lífríkis eyjarinnar. Í desember 2005 ákvað ríkisstjórn Íslands að tilnefna Surtsey á skrána og í ársbyrjun 2006 var tilnefningin send formlega til heimsminjanefndarinnar ásamt myndarlegri umsóknarskýrslu upp á 115 blaðsíður. Fyrir samþykktina hafði heimsminjanefndin leitað álits Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) á tilnefningunni og var það mat þeirra að einstakt alþjóðlegt mikilvægi Surtseyjar byggðist á vöktun landnáms plantna og dýra og framvindu lífríkis á eynni og í hafinu umhverfis hana; lögðu þau því til að Surtsey yrði færð á skrána á grundvelli þess og var það gert með þeim hætti. Samþykktin felur þannig í sér mikla viðurkenningu til íslenskra stjórnvalda vegna friðunar Surtseyjar árið 1965 og varðveislu nátt- úrulegs ástands hennar. Til fróðleiks verður þess vegna gerð hér svolítil grein fyrir friðlýsingunni, aðdraganda hennar og undirbúningi. 1. mynd. Melgresi (Leymus arenaria (L.) Hochst.) og fjöruarfi (Honkenya peploides (L.) Ehrh.) í sandorpnu hrauni í Surtsey með Vestmannaeyjar og land í baksýn. Ljósm.: Borgþór Magnússon, 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.