Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 74
Náttúrufræðingurinn
74
svo rækilega. Í þriðja lagi verður að
horfa framhjá hinu mikla mislægi
sem er í berglagastafla Austurlands
og því upphleðsluhléi sem það ber
vitni um. Í fjórða lagi er öll jarðsaga
og myndun Vesturlands og Vest-
fjarða skilin eftir í uppnámi ef gert
er ráð fyrir að gliðnunin hafi alfarið
átt sér stað á Norðurlandsbeltinu.
Ósamhverf gliðnun með miklu
reki til austurs (og litlu reki til
vesturs) gæti verið lausn á þessum
vandamálum. Það myndi hins vegar
þýða að á Vestfjörðum ættu að koma
fram ummerki um lítið vesturrek.
Hrafnseyrareldstöðin
Lítum nú til Vestfjarða og skoðum
forna megineldstöð þar til saman-
burðar. Bergmyndanir vestra eru
að hluta til jafnaldra myndunum
Austfjarða og annaðhvort orðnar til
í sama rekbelti og þær eða í öðru
rekbelti sem var virkt á sama tíma á
Norðurlandi. Elstu myndanirnar er
að finna á annesjum sitthvorumegin
við Ísafjarðardjúp. Þar er ekki vitað
um neina megineldstöð en nokkrar
slíkar eru grafnar í jarðlagastaflann
skammt inn til landsins. Hrafnseyrar-
eldstöðin (Tjaldaneseldstöðin) við
Arnarfjörð er líklega þeirra elst. Þetta
hefur verið mikil eldstöð með öskju.
Margar aldursgreiningar eru til af
bergi í nánd við hana, bæði K/Ar-
og Ar/Ar-greiningar, jafnt gamlar
sem nýjar,4,15 og auk þess hefur
verið gerð umfangsmikil staflakort-
lagning og bergsegulsviðsathugun á
þessum slóðum ásamt aldursgrein-
ingum á tugum sýna.19 Samkvæmt
þeim er aldur eldstöðvarinnar um
14 milljón ár.
Í hvaða gosbelti skyldi hún vera
upprunnin? Á því hafa jarðvís-
indamenn haft ákveðnari skoð-
anir en hvað varðar Gerpi. Flestir
sem um málið hafa fjallað telja
að jarðlagastafli Vestfjarða, og þar
með Hrafnseyrareldstöðin, sé upp-
runninn í Húnaflóabeltinu.4,19,20,21,22
Stefna reksins er til vestnorðvesturs,
eldstöðin hefur því orðið til þar
sem Vatnsnes er nú. Sem fyrr er
sagt kulnaði rekbeltið út fyrir um
6 milljón árum. Eldstöðina rak því
frá ásnum í 8 milljón ár. Reiknum
nú hvað hún ætti að komast langt á
þessum tíma:
9 km/m.ár x 8 m.ár = 72 km
Hér gerist það sama og í dæm-
unum um Gerpi, vegalengdin er
of stutt. Eldstöðin ætti einungis
að hafa komist 72 km en í raun er
hún 135 km vestan við rekásinn.
Það vantar mikið upp á að rek-
ið komi jarðmynduninni tilskilda
vegalengd, eða hvorki meira né
minna en rúma 60 km.
Til að dæmið gangi upp þarf
gliðnunin í Húnaflóabeltinu að vera
verulega ósamhverf og rekið nánast
allt til vesturs. Þetta verður að teljast
afar mótsagnakennt, einkum í ljósi
þess að í dæmunum um Gerpi þyrfti
nánast allt rekið að eiga sér stað
í Norðurlandsgosbeltinu og vera
ósamhverft til austurs.
Dæmið um Hrafnseyrareldstöð-
ina virðist m.ö.o. ekki ganga upp.
Samkvæmt því getur hún ekki hafa
myndast í Húnaflóabeltinu og þaðan
af síður í Norðurlandsgosbeltinu. Ef
aldur og rekhraði bergs austanlands
og vestan er rétt metinn hlýtur
jarðlagastaflinn eystra og vestra að
hafa myndast í sitthvoru rekbeltinu
og þar á milli ættu að vera stórir
flekar eða fleygar af eldra bergi.
Fornir flekar
Gillian R. Foulger og samstarfsfólk
hennar hafa raunar varpað fram
þeirri kenningu að í jarðlagastafla
Íslands leynist fleki eða flísar af
eldra bergi, eldfornri meginlands-
skurn eða gamalli úthafsskorpu.23,24
Það gæti skýrt umframbreidd lands-
ins og mikla en falska gliðnun, sýnd-
argliðnun. Í ritgerðum mínum frá
2003 og 2009 eru vangaveltur um
hvort skýra megi ósamræmið í aldri
og rekhraða með þessum hætti.7,25
Þar er hugmyndinni hafnað af ýms-
um ástæðum. Þessir flekar þyrftu
að vera yfir 200 km breiðir og um
50.000 km2 að flatarmáli samtals.
Það er erfitt að sjá hvernig víðáttu-
mikil landsvæði á borð við þetta geti
kaffærst í aðrunnum hraunum og
sokkið djúpt í skorpuna. Ef fornir og
yfirflotnir skorpuflekar væru undir
stórum svæðum landsins ætti þess
að verða vart með ýmsum hætti. Yfir
þeim ættu t.d. ekki að finnast megin-
eldstöðvar, berggangar og aðrar
staðbundnar gosmyndanir. Þessar
vísbendingar hafa ekki fundist.
Nú má velta því fyrir sér hvort
nýjar hugmyndir Ármanns Höskulds-
sonar o.fl.8 og Hauks Jóhannessonar,9
um fleiri og tíðari rekbeltaflutninga
en áður var talið, geti leyst þau
5. mynd. Steingerður trjástofn í súrri gjósku (lahar) hjá Mónesi innan Barðsneseldstöðvar.
– Fossile wooden trunks in an acid lahar layer at Mónes Peninsula near Gerpir.
80 1-2#loka.indd 74 7/19/10 9:53:21 AM