Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 6
Náttúrufræðingurinn 86 fuglategunda.20 Sennileg skýring á því hve hér eru fáar einlendar teg- undir er að þróunarfræðilega séð er lífsaga Íslands mjög stutt, þ.e. aðeins um 10 þúsund ár, en myndun nýrra tegunda getur tekið þúsundir eða milljónir ára,21 enda er almennt litið svo á að hátt hlutfall einlendra tegunda endurspegli langa einangr- un lífríkis.22 Rannsóknir á hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikju (Salvelinus alpinus) hér á landi gefa þó til kynna að hafin sé tegunda- myndun hjá þessum tegundum, sem m.a. er knúin áfram af afar breytilegum búsvæðum.12,13,23 Þrátt fyrir fáar tegundir er íslenskt lífríki því að mörgu leyti sérstakt og hafa ákveðnir stofnar og vistkerfi hátt verndargildi. Landnám mannsins á Íslandi fyrir rúmlega 11 öldum og afleiðingar af gjörðum hans hafa sett mikið mark á náttúru landsins. Frjókornagrein- ingar sýna að láglendi var að miklu leyti kjarri eða skógi vaxið við land- nám.24,25 Eyðing skóga, búfjárbeit og framræsla votlendis hefur haft áhrif á útbreiðslu margra lífvera en tún, valllendi og mólendi nútímans eru í raun manngerð vistkerfi.26 Áætlað hefur verið að 55–75% votlendis á láglendi Íslands hafi verið ræst fram27 og rúmlega helmingur gróð- urþekjunnar og 95% af birkiskógum hafi eyðst frá landnámi, aðallega vegna beinna og óbeinna áhrifa manna.18,28 Á válistum Náttúru- fræðistofnunar Íslands, þ.e. skrám yfir íslenskar lífverur sem eiga undir högg að sækja, eru í útrým- ingarhættu eða hefur verið útrýmt, má nú finna 32 tegundir varpfugla (42% af heildarfjölda tegunda)20, 45 tegundir háplantna (9% af heildar- fjölda tegunda, skv. endurskoðun 2008), 67 fléttutegundir (25% af metnum tegundum), 74 mosateg- undir (16% af heildarfjölda tegunda) og 42 tegundir botnþörunga (18% af heildarfjölda tegunda).29 Þá má geta þess að á Íslandi er að finna talsvert af arktískum tegundum sem líklega munu eiga erfitt uppdráttar í hlýnandi loftslagi. Á meginlöndum er viðbúið að margar tegundir sem 1. tafla. Heildarfjöldi tegunda í völdum lífveruhópum á landi og í sjó innan 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. – The number of species within selected groups of organisms found in and around Iceland.18 2. tafla. Ágengar eða mögulega ágengar framandi tegundir á Íslandi. – Invasive or potentially invasive alien species in Iceland (NOBANIS, sept. 2010) Framandi, ágengar tegundir – Alien invasive species Hæruburst (Campylopus introflexus) Spánarsnigill (Arion lusitanicus) Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) Húshumla (Bombus lucorum) Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) Minkur (Neovison vison) Búrasnigill (Physella acuta) Framandi, mögulega ágengar tegundir – Alien potentially invasive species Kílaveikibaktería (Aeromonas salmonicida) Hrókönd (Oxyura jamaicensis) Hafkyrja (Codium fragile ) Kanadagæs (Branta canadensis) Bjarnarkló (Heracleum mantegazzianum) Taumgæs (Anser indicus) Dúnmelur (Leymus mollis) Hnúðsvanur (Cygnus olor) Ígulrós (Rosa rugosa) Svartsvanur (Cygnus atratus) Sandfax (Bromus inermis) Brúnrotta (Rattus norvegicus) Stafafura (Pinus contorta) Svartrotta (Rattus rattus) Viðja (Salix myrsinifolia) Kanína (Oryctolagus cuniculus) Skelormur (Terebrasabella heterouncinata) Lífveruhópar – Groups of organisms Fjöldi tegunda– No. of species Spendýr á landi og í sjó – Terrestrial and aquatic mammals 26 Varpfuglar – Breeding birds 76 Fiskar í ferskvatni og í sjó – Freshwater and marine fish 340 Skordýr – Insects u.þ.b. 1.290 Áttfætlur (án mítla) – Arachnids (except mites) 96 Skeldýr – Shellfish u.þ.b. 500 Aðrir hryggleysingjar – Other invertebrates u.þ.b. 1.700 Háplöntur – Vascular plants 485 Mosar – Moss; bryophyte 606 Fléttur – Lichens 830 Þörungar – Algae 500 Sveppir – Fungi 1.880 80 3-4#Loka_061210.indd 86 12/6/10 7:21:55 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.