Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 14
Náttúrufræðingurinn 94 Spánarsnigill Spánarsnigill (8. mynd) er kuð- ungslaus, brún- eða rauðleitur, 7–15 cm langur landsnigill af ættinni Arionidae. Hann er upprunninn í sunnanverðri Evrópu, aðallega á Pýreneaskaga og í suðurhluta Frakk- lands. Hann fannst fyrst á Íslandi í ágúst 2003 og hefur sennilega borist hingað með innflutningi plantna eða jarðvegs.82 Eins og minkurinn er hann á lista DAISIE yfir 100 verstu ágengu tegundir Evrópu37 enda hefur hann valdið miklum usla í nágrannalöndum okkar.83 Spánarsnigill er tvíkynja, getur frjóvgað sjálfan sig og lifir yfirleitt í eitt ár. Á einu sumri getur hver einstaklingur verpt um 400 eggjum, yfirleitt í klösum með 20–30 eggjum, sem komið er fyrir í jarðvegi eða lífrænum leifum. Eggin klekjast á 3,5–5 vikum. Hann þolir illa þurrk en þrífst aftur á móti mjög vel í raka og finnst því aðallega á svæðum með miklum gróðri, t.d. í skógum, görðum og túnum.82,83 Helsta dreif- ingarleið hans er með mönnum, þar eð hann ferðast ekki langar vegalengdir af sjálfsdáðum. Spán- arsnigillinn á fáa náttúrulega óvini, en erlendis eru það helst greifingjar, villisvín og broddgeltir sem væru líklegir til að leggja sér hann til munns.84 Slíkar tegundir er ekki að finna hér á landi. Spánarsnigill er mikið átvagl og étur nánast allt lífrænt. Hann sækir þó sérstaklega í jurtafæðu og getur valdið miklu tjóni í skrautgörðum og grænmetisrækt. Þannig hafa t.d. jarðarberjaræktendur í Noregi misst meira en helming uppskerunnar vegna beitar spánarsnigils og dæmi eru um að neikvæð áhrif hans á garða hafi lækkað fasteignaverð á svæðum þar sem hann er algengur.83 Við hagstæð skilyrði getur hann náð mjög miklum þéttleika. Til að mynda vita menn dæmi þess að danskur garðeigandi hafi safnað 10 þús- und sniglum úr garði sínum á einu sumri og ekki er óalgengt að fólk tíni 100 snigla á nóttu.82 Vísbending- ar eru um að stofnar upprunalegra snigla eins og svartsnigils (Arion ater) minnki á svæðum þar sem spánarsnigillinn er í miklum þétt- leika, sennilega vegna samkeppni um fæðu en einnig mögulega vegna þess að spánarsnigillinn getur étið aðra snigla.83 Enn sem komið er virðist spán- arsnigillinn hafa litla útbreiðslu hér á landi en hann hefur þó fundist í öllum landshornum.82,85 Mikilvægt er að almenningur hafi þessa teg- und í huga og komi dýrum sem vart verður við til Náttúrufræðistofn- unar Íslands eða næstu náttúrustofu, bæði til að hindra fjölgun hans hér á landi og til að hægt sé að staðfesta greiningu og fylgjast með útbreiðslu hans. Hæruburst Hæruburst (9. mynd) er fjölær mosi sem gjarnan myndar stórar, mjög þéttar, 2–10 cm þykkar breiður, en hver planta er yfirleitt á bilinu 0,5–5 cm að hæð.86 Hún er upprunnin á suðurhveli jarðar, nánar tiltekið í S-Afríku, S-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Hún finnst nú mjög víða í Evrópu en sennilega barst hún fyrst til Bretlands um 1940 og dreifð- ist svo þaðan.87 Tegundarinnar varð fyrst vart á Íslandi árið 1983 en hún hefur breiðst hratt út og finnst núna bæði á Norður- og Suðurlandi.86,88 Eins og minkur og spánarsnigill telst hún til 100 verstu ágengu teg- unda í Evrópu.37 Hæruburst fjölgar sér bæði með myndun lítilla (10–14 µm)86 gróa, sem hún framleiðir í stórum stíl, og með dreifingu blaðbrota,88 en sennilegast er að hún hafi borist til Norðurlanda sem gró. Bæði gró og plöntubútar dreifast auðveldlega með mönnum og öðrum dýrum.86 Hæruburst getur lagt undir sig fjölbreytt vistkerfi í Evrópu en þau eiga það flest sameiginlegt að þar er tiltölulega lágvaxinn gróður og næringarsnauður jarðvegur.86 Hún getur orðið yfirgnæfandi í plöntu- samfélögum sem áður voru rík að fléttum og mosum en slík vistkerfi hafa oft hátt verndargildi.89 Þá getur hún í einhverjum tilfellum hindrað fræspírun háplantna90 og valdið breytingum á smádýralífi en hvort um sig getur haft áhrif á fugla- og spendýrategundir með því að rýra fæðuframboð og skjól.86,89 Á Ís- landi virðist hún enn sem komið er aðallega hafa haft áhrif á aðrar mosategundir, sérstaklega á há- hitasvæðum, sem sumar hverjar eru mjög sjaldgæfar.88,89 8. mynd. Spánarsnigill í Garðabæ. – Spanish slug (Arion lusitanicus) in Garðabær, SW-Iceland. Ljósm./Photo: Erling Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 94 12/6/10 7:22:05 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.