Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 17
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og glæsilegur blómsveipur hennar tilkomumikill. Fjölgunargeta teg- undarinnar er gríðarleg, en að jafn- aði framleiðir hver planta um 20 þúsund fræ og fundist hafa plöntur sem framleiða meira en 100 þúsund fræ. Fræin geta auðveldlega borist á ný svæði, t.d. með garðaúrgangi og flutningi jarðvegs.103,105 Bjarnarkló dregur úr líffræðilegri fjölbreytni því mjög fáar plöntur geta vaxið í skugga hennar.106,107 Hún getur einnig haft alvarleg neikvæð áhrif á heilsu manna þar sem í plöntusaf- anum er að finna fjölda efna (t.d. af flokki furocoumarina) sem gera húðina ofurviðkvæma fyrir ljósi. Berist safinn á húð manna í sólar- ljósi geta á næstu dögum myndast alvarleg og oft sársaukafull „bruna- sár“ (roði og blöðrur), svokallað ljósertiexem.105,108,109 Víða erlendis hefur miklum fjárhæðum verið var- ið í aðgerðir gegn þessari tegund. Til að mynda er áætlað að kostnaður opinberra aðila í Þýskalandi vegna aðgerða gegn bjarnarkló meðfram vegum og í þjóðgörðum, sem og vegna slysa af völdum hennar, hafi til ársins 2003 numið 10 milljónum evra,110 sem er hærri fjárhæð en sú sem íslenska ríkið og sveitarfélög hafa sett í minkaveiðar frá upp- hafi. Að svo stöddu er það aðeins Stykkishólmsbær sem hafið hefur skipulegar aðgerðir gegn bjarnarkló í öllu sveitarfélaginu.73 Kanína (14. mynd) hefur orðið mjög ágeng í mörgum löndum og er m.a. á lista yfir 100 verstu ágengu tegundir heims.38,111 Af nágranna- löndum okkar er hún ágeng í Finn- landi, Noregi og Svíþjóð, auk þess sem hún er mögulega ágeng í Pól- landi.36 Hún getur valdið miklu tjóni á lífríki og í landbúnaði, bæði vegna beitaráhrifa, samkeppni, beinnar og óbeinnar jarðvegseyðingar og fjölg- unar í stofnum ágengra rándýra, t.d. katta, sem éta kanínur en hafa jafnframt neikvæð áhrif á aðrar teg- undir bráðar.112,113 Í mörgum lönd- um hefur verið reynt að útrýma eða stjórna stofnstærð kanína, t.d. með fyrirbyggjandi aðgerðum, veiðum, notkun eiturefna og veirusmits, en með misjöfnum árangri. Yfirleitt hafa veiðar og eitrun skilað betri árangri til langs tíma en notkun líffræðilegra varna, t.d. sjúkdóma, samkeppnistegunda eða rándýra.114 Á Íslandi lifa kanínur villtar eða hálfvilltar á a.m.k. 15 stöðum og í öllum landshlutum. Í einhverjum tilfellum hafa þær valdið tjóni og verið fjarlægðar,115 t.d. í Vestmanna- eyjum. Bæði bjarnarkló og kanína geta mögulega valdið stórfelldu tjóni á íslensku lífríki, fái þær að dreifa sér. Enn sem komið er hafa þær takmarkaða útbreiðslu og ætti 12. mynd. Framandi tegundir á Íslandi sem orðið hafa ágengar í nágrannalöndunum. Reynsla nágrannaþjóða getur gefið vísbendingar um það hvort tegund verður ágeng hér á landi. Þannig er unnt að meta hættu sem stafað getur af tegundinni á Íslandi út frá greiningu á hlutfalli þeirra landa þar sem tegundin hefur orðið ágeng af heildarfjölda NOBANIS-landa sem hún er framandi (sjá tölur fyrir ofan hverja súlu). Litirnir á súlunum sýna hvernig viðkomandi tegund er flokkuð á Íslandi. – Alien species in Iceland that have become inva- sive in neighbouring countries. The likelihood of a given species becoming invasive in Iceland can be evaluated by the proportion of neigh- bouring countries in which the species has become invasive (numbers above each pillar). The colours show how the species are currently categorized with regard to invasiveness in Iceland. Latin names of species can be found in tables 2–4 (NOBANIS, ágúst 2010). 13. mynd. Bjarnarkló í Stykkishólmi. – Giant hogweed (Heracleum mantegazzianum) at Stykkishólmur (W-Iceland). Ljósm./ Photo: Róbert A. Stefánsson 80 3-4#Loka_061210.indd 97 12/6/10 7:22:07 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.