Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 18
Náttúrufræðingurinn 98 því með skjótum og markvissum aðgerðum að vera hægt að útrýma þeim báðum með tiltölulega litlum tilkostnaði. Mjög æskilegt er að það verði gert tafarlaust. Framtíðarhorfur og viðbrögð Erfitt er að spá fyrir um tjón af völd- um ágengra eða mögulega ágengra tegunda hérlendis eða gera sér grein fyrir á hvaða stigi stofnvaxtar þær séu.(sjá 32) Þó má gera ráð fyrir að margar þeirra auki mjög útbreiðslu sína frá því sem nú er, a.m.k. ef ekki verður ráðist í aðgerðir til að hefta hana, sérstaklega ef veðurfar fer hér hlýnandi (15. mynd). Einhverjar framandi tegundir eru örugglega enn í tregðufasa,(sjá 32) þar sem til- tölulega stuttur tími er liðinn frá því þær náðu fótfestu og tregðufasinn er yfirleitt lengri á norðlægum en suðlægum slóðum.116 Nauðsynlegt er að koma á fót vöktunar- og við- bragðskerfi um framandi tegundir, með áherslu á þær tegundir sem talið er hugsanlegt að séu eða gætu orðið ágengar hér á landi. Þann- ig væri hægt að grípa til skjótra aðgerða sýni tegund tilburði til að verða ágeng. Spyrja má hvort meiri ógn geti stafað af einum hópi lífvera en öðrum. Ef litið er til nágrannalanda okkar og skoðuð hlutföll helstu lífveruhópa hjá framandi tegundum annars vegar og ágengum tegundum hins vegar sést athyglisverð almenn tilhneiging í þá átt að hærra hlutfall framandi hryggdýra verður ágengt en framandi plantna, þörunga og sveppa (3. mynd).36 Þótt þetta gæti verið raunverulegur munur verður þó að hafa hugfast að tregðufasinn getur verið mun lengri hjá plöntum en dýrum.116,117 Hugsanlega endur- speglar þessi hlutfallslegi munur því frekar lífsferla tegunda í viðkom- andi hópi en tilhneigingu þeirra til að verða ágengar. Þar að auki koma neikvæð áhrif á lífríki yfirleitt fyrr fram þegar hryggdýr, sérstaklega rándýr, eiga í hlut. Þannig virð- ast ágengar plöntur almennt hafa útrýmt færri tegundum en ágeng dýr, en aftur á móti er sennilega talsverð „útrýmingarskuld“ á bak við margar plöntur, þ.e. óorðinn útdauði tegunda vegna áhrifa frá plöntutegundum sem nú þegar eru ágengar.117 Eins og önnur lönd í heiminum stendur Ísland frammi fyrir því að nauðsynlegt geti orðið að fara í víðtækar aðgerðir gegn ágengum tegundum. Þegar ákveða skal við- brögð og forgangsraða mögulegum aðgerðum er gagnlegt að hafa í huga einkenni tegundarinnar sjálfrar og eiginleika svæðisins sem hún er að breiðast um. Skipta má slíkum einkennum í ytri og innri þætti: Ytri þættir. Hvers konar vistkerfi er að finna á því svæði sem ágenga tegundin er að breiðast um, m.t.t. a) líffræðilegrar fjölbreytni, b) teg- unda eða vistkerfa sem eru friðlýst, á náttúruminjaskrá eða válistum, eru sjaldgæf á svæðis-, lands- eða heimsmælikvarða eða ábyrgðarteg- undir, c) nytja, þ.e. hvort vistkerfið eða tegundir sem þar er að finna feli í sér tækifæri til tekjumyndunar eða yndisauka, t.d. vegna ferðaþjónustu, landbúnaðar, veiða eða útivistar, d) ásýndar lands og landslagsheildar, e) viðkvæmni jarðvegs og lífríkis fyrir breytingum. Svæðum sem hafa mikla líffræðilega fjölbreytni, eru búsvæði ábyrgðartegunda eða sjald- gæfra tegunda, fela í sér efnisleg eða andleg verðmæti, mynda sérstakt eða fagurt landslag eða landslags- heild og eru viðkvæm fyrir breyt- ingum, ætti að skipa framarlega í forgangsröð aðgerðaáætlunar. Innri þættir. Eðli þeirra mismun- andi ágengu tegunda sem fengist er við, þ.e. hvaða tegundum liggur mest á að eyða eða stjórna og hvar skal byrja? a) Hversu mikil og hvers konar áhrif hefur viðkomandi teg- und á umhverfi sitt, annars vegar m.t.t. þeirra ytri þátta sem nefndir eru hér að framan og hins vegar m.t.t. áhrifa á heilsufar manna? b) Þéttleiki og útbreiðsla tegundarinn- ar, þ.e. á hvaða skeiði stofnvaxtar er tegundin, hversu víða hefur hún dreift sér, er hægt að takmarka út- breiðslu hennar við ákveðin svæði, hversu líklegt er að tegundin dreifi sér frekar í framtíðinni og hversu líklegar til árangurs eru aðgerðir? Tegund sem hefur eða gæti haft talsverð neikvæð áhrif á umhverfi sitt eða heilsufar manna, og er enn fáliðuð eða með takmarkaða út- breiðslu, ætti að skipa framarlega í forgangsröð aðgerðaáætlunar. Mikilvægt er að allir ofangreindir þættir séu hafðir til hliðsjónar í umræðu um fýsileika, ávinning og möguleg vandkvæði aðgerða. Eftir sem áður eru fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ágengum tegundum ávallt ákjósanlegastar, bæði með til- liti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. Því liggur beinast við að koma í veg 14. mynd. Kanína. – European rabbit (Oryctolagus cuniculus). Ljósm./Photo: Nigel Blake. 80 3-4#Loka_061210.indd 98 12/6/10 7:22:10 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.