Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 19
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir að slíkar tegundir séu fluttar inn eða þeim dreift í náttúrunni. Þótt framandi tegundir geti borist hing- að með almennum vöruflutningum og ferðum manna eru helstu inn- flutningsleiðir í dag sennilega með kjölfestuvatni skipa og innflutningi plantna til ýmissa nota. Með nýrri reglugerð um kjölfestuvatn118 hefur vonandi verið dregið verulega úr hættu á innflutningi nýrra sjávarlíf- vera, en árangur af reglugerðinni er hins vegar háður auknu eftirliti og fræðslu. Innflutningur plantna eða plöntuhluta, einkum vegna ýmiss konar ræktunar, fer fram í allmikl- um mæli. Viðbúið er að með slíkum innflutningi komi ekki bara nýjar plöntur heldur berist einnig ýmsar aðrar lífverur með fyrir slysni.119 Landgræðsla og uppbygging skóga á Íslandi geta verið mjög mik- ilvæg verkefni, bæði til að koma í veg fyrir gróður- og jarðvegseyðingu og til að binda kolefni. Forsenda þess að nota framandi tegundir í þessum tilgangi ætti að vera að þær ógni ekki innlendum tegundum og stofnum. Notkun innlendra tegunda til land- græðslu og skógræktar er því ávallt öruggari kostur til lengri tíma litið og þegar náttúruverndarsjónarmið eru höfð að leiðarljósi.120,121 Einnig skal hafa í huga að beitarfriðun og endurheimt votlendis getur skilað góðum árangri til landbóta.122,123 Innflutningur og dreifing framandi tegunda ætti því einungis að fara fram að vel ígrunduðu máli og undangengnu ítarlegu áhættumati, sama hver tilgangurinn er með inn- flutningi þeirra.32 Lagaleg umgjörð varðandi ágengar tegundir er mun veikari hér á landi en í flestum öðr- um þróuðum ríkjum (sjá t.d. yfirlit á www.nobanis.org). Nú stendur hins vegar yfir endurskoðun á ýmsum lögum er snerta lífríki Íslands, m.a. náttúruverndarlögum, og viðbúið er að málefni framandi og ágengra tegunda verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Lokaorð Hér hefur verið stiklað á stóru um framandi og ágengar tegundir á Íslandi. Stuðst var við gagnagrunn NOBANIS-verkefnisins en þar um að ræða síbreytilegan gagnagrunn sem enn er í vinnslu og stöðugri mótun. Viðbúið er að tegundir fær- ist milli flokka eftir því sem hegðun þeirra í íslensku lífríki kemur betur í ljós, og jafnframt munu tegundir detta út úr gagnagrunninum ef þær deyja út í íslenskri náttúru. Einnig má leiða að því líkur að fjöldi fram- andi tegunda sé vanskráður, ann- ars vegar vegna þess að þær hafi verið hér svo lengi að við lítum á þær sem íslenskar og hins vegar að þær séu svo nýtilkomnar að þær hafi ekki enn ratað inn í grunn- inn. Nokkur dæmi um tegundir sem ekki eru í grunninum, en ættu væntanlega heima þar samkvæmt skilgreiningunni, eru: hagamús (Apodemus sylvaticus) og húsamús (Mus musculus),34 flundra (Platich- thys flesus), sandrækja (Crangon cran- gon),124 grjótkrabbi (einnig kallaður klettakrabbi) (Cancer irroratus)125,126 og glærmöttull (Ciona intestinalis)125 (og Jörundur Svavarsson, munnl. uppl., 24.11.2010), asparglytta (Phra- tora vitellinae)127 og ryðhumla (Bom- bus pascuorum),128 sagþang (Fucus serratus),129,130 baldursbrá (Matri- caria maritimum), njóli (Rumex longi- folius), húsapuntur (Elytrigia repens) og skriðsóley (Ranunculus repens) (Þóra Ellen Þórhallsdóttir, munnl. uppl., 24.11.2010). Þá geta kettir (Felis catus) haft veruleg neikvæð áhrif á náttúrulegt lífríki131 en þeir lifa hér villtir og hálfvilltir í einhverjum mæli (eigin athugun). Hér er ekki gerð tilraun til að leggja mat á það hvort framangreindar tegundir gætu orðið ágengar, en þess má geta að kettir og húsamýs eru á lista 100 verstu ágengu tegunda heims.38 Af fenginni reynslu annarra þjóða32 er ljóst að aukið eftirlit og aðhald er forsenda þess að takmarka megi sem mest tjón af völdum fram- andi tegunda, hvort sem það er líffræðilegt eða fjárhagslegt. Fram- tíðin leiðir í ljós hvort okkur tekst að stemma stigu við neikvæðum áhrif- um ágengra tegunda hér á landi, en með vitundarvakningu, fræðslu, öflugu regluverki og samstilltu átaki er mögulegt að ná góðum árangri til hagsbóta fyrir náttúru Íslands og komandi kynslóðir. 15. mynd. Stofnar margra framandi tegunda á Íslandi eiga að öllum líkindum eftir að vaxa talsvert, en fjallað var um stofnvaxtarferla ágengra tegunda í síðasta hefti Náttúru- fræðingsins.32 Hér má sjá hvar nokkrar tegundir gætu mögulega verið staddar í stofn- vaxtarferli sínu, en þekkingu þar á er verulega ábótavant hér á landi. – The distribution and population size of many alien species will probably expand in the future. Knowledge on the current range of many species in Iceland is very limited, but here is an approxima- tion on where a few species might be situated in their expansion process.(see also 32) Latin names of species can be found in table 2. 80 3-4#Loka_061210.indd 99 12/6/10 7:22:10 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.