Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 23
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 103–118, 2010 Áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist Anna Dóra Sæþórsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson Nú er unnið að því að forgangsraða virkjunarmöguleikum landsins í verkefni sem kallast Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Í því verkefni var hópi sérfræðinga meðal annars falið að meta áhrif virkjunarmöguleika á ferðamennsku og útivist. Erlendis hafa ýmsar leiðir verið farnar við að meta virði ferðamannastaða og hvernig það virði breytist. Enginn þeirra leiða reyndist henta vel til þessa verks og var því farin sú leið að búa til aðferð sem felst í kerfisgreiningu þar sem grunnþættir þeirra svæða sem fjallað er um eru skilgreindir. Sérfræðingahópurinn lagði síðan á hlutlægan hátt kerfisbundið mat á virði þeirra fyrir ferðamennsku og útivist. Aðferðin felst í að skipta landinu upp í 57 ferðasvæði og finna virði hvers svæðis með því að meta 43 eiginleika, viðföng, sem talin eru skipta máli fyrir virði ferðamannastaða. Eðliseiginleikar og notkun svæðanna eru mjög mis- munandi og því var notað stórt safn sameiginlegra viðfanga sem hverju um sig var gefin einkunn. Þeir eiginleikar sem skipta mestu máli á hverju svæði eru dregnir fram með því taka aðeins hæstu einkunnirnar úr hverjum flokki viðfanga inn í heildareinkunn svæðisins. Með þessu móti draga viðföng sem ekki eiga við tiltekið svæði einkunn þess ekki niður, eins og þau mundu gera ef notað væri meðaltal allra viðfanga. Á þennan hátt fæst raunhæf einkunn fyrir núvirði ferðasvæðanna. Því næst er áhrifasvæði virkjunarinnar skilgreint og þau ferðasvæði sem lenda innan þess metin á ný á sama hátt, en þá verður að miða við að virkjun hafi verið reist. Áhrif virkjunarinnar eru bæði háð núvirði þeirra ferðasvæða sem virkjunin hefur áhrif á og þeirri skerðingu sem yrði á virði svæðanna við virkjun. Til að fá út eina einkunn fyrir áhrif virkjunarinnar þar sem litið er til beggja þessara þátta er skilgreindur svonefndur afleiðingastuðull. Hann fæst með því að margfalda saman á hverju ferðasvæði núvirði viðkomandi ferðasvæðis og áhrifin sem virkjunin hafi á það ferðasvæði. Afleiðingastuðull fyrir viðkomandi virkjunarhugmynd er síðan talinn vera summan af þessum margfeldum á öllum ferðasvæðunum sem virkjunin hefði áhrif á. Afleiðingastuðullinn verður hæstur á verðmætum ferðasvæðum, þar sem afleiðingar verða miklar og þar sem áhrif virkjunar næðu jafnframt yfir mörg ferðasvæði. Virkjunarhugmyndunum er að lokum raðað með tilliti til áhrifa þeirra á ferðamennsku og útivist. Niðurstaða vinnunnar er að margar hugmyndanna snerta svæði sem eru mjög mikilvæg fyrir ferðamennsku og útivist og virkjanir hefðu þar afar mikil neikvæð áhrif. Má þar nefna Fjallabak, Öskju, Skaftársvæðið og Markarfljót. Inngangur Náttúruauðlindir eru mikilvægar í íslensku efnahagslífi, meðal annars fiskistofnar, orkulindir, jarðvegur og beitiland. Á síðustu áratugum hefur sérstæð náttúra landsins einnig orðið dýrmæt auðlind fyrir ferðaþjónustuna. Nú stefnir því í aukna ásókn bæði orkugeirans og ferðaþjónustu í náttúruauðlindir landsins og má búast við verulegum hagsmunaárekstrum á ákveðnum svæðum þegar þessir aðilar þurfa að skipta á milli sín takmarkaðri auðlind. Árið 1999 stofnaði iðnaðar- og umhverfisráðuneytið til verk- efnisins „Maður – nýting – náttúra; Rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma“1 (hér eftir kölluð rammaáætlun) þar sem meta skyldi og forgangsraða virkjunarkostum vatnsafls og jarðvarma. Fyrsta áfanga rammaáætlunar lauk árið 2003. Á árunum 2004–2010 var síðan unnið að öðrum áfanga hennar. Þá hafði nafni áætlunarinnar verið breytt í „Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatns- afls- og jarðhitasvæði“. Nafnbreyt- ingin sýnir að áherslur breyttust milli 1. og 2. áfanga. Í 2. áfanga er rætt um bæði vernd og nýtingu en ekki einungis nýtingu. Sömuleiðis er talað um náttúrusvæði en ekki einungis virkjunarkosti. Markmið 80 3-4#Loka_061210.indd 103 12/6/10 7:22:11 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.