Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn
104
2. áfanga rammaáætlunar var „að
skapa forsendur fyrir sátt um vernd
og nýtingu náttúrusvæða“. Í áætlun-
inni skal „leggja mat á og flokka
virkjunarkosti, jafnt vatnsafls og
háhita og áhrif þeirra á náttúrufar
og menningarminjar, meðal annars
með tilliti til orkugetu, hagkvæmni
og annars þjóðhagslegs gildis, sam-
hliða því að skilgreina og meta áhrif
á hagsmuni allra þeirra sem nýtt
geta þessi sömu gæði“.
Í 2. áfanga rammaáætlunar eru
skoðaðar 84 virkjunarhugmyndir,
44 jarðvarmavirkjanir, þar af 20 á
hálendinu, og 40 vatnsaflsvirkjanir,
þar af 24 á hálendinu. Þessar virkjanir
gætu framleitt 47.500 gígavattstundir
á ári eða tæplega þrefalda þá raforku
sem nú er framleidd í landinu. Árið
2008 notaði stóriðja 77% af þeirri raf-
orku sem framleidd var hér á landi2
og ljóst er að nýjar virkjanir munu
fyrst og fremst framleiða orku til
ýmiss konar stóriðju, þótt nýlega hafi
umræða um sölu á rafmagni um sæ-
streng til Evrópu verið endurvakin.3
Undanfarna áratugi hefur ferða-
mennska aukist stórlega hér á landi
og hvers kyns útivist er snar þáttur
í daglegu lífi fjölda fólks. Ferðalög
Íslendinga um eigið land hafa stór-
aukist, en níu af hverjum tíu lands-
mönnum ferðuðust innanlands á
árinu 2009.4 Erlendum gestum sem
heimsækja Ísland hefur fjölgað ört
og voru tæplega 500 þúsund árið
2009. Um 70% þeirra segjast koma
til þess að njóta náttúru landsins.
Árið 2008 voru útflutningstekjur
ferðaþjónustunnar rúmlega 73
milljarðar, eða um 16,9% gjaldeyris-
tekna þjóðarinnar.5 Störf í greininni
voru 8.400 árið 2007. Samkvæmt
ferðaþjónustureikningum Hagstofu
Íslands6 var hlutur ferðaþjónustu í
landsframleiðslu að meðaltali 4,6%
árin 2000–2006 og námu heildar-
kaup á ferðaþjónustu innanlands
tæplega 135 milljörðum króna, eða
sem svarar til 11,5% af landsfram-
leiðslu árið 2006. Með hliðsjón af
þessum útreikningum Hagstofunnar
leiða Samtök ferðaþjónustunnar
líkur að því að heildarneysla vegna
ferðaþjónustu fyrir árið 2008 hafi
verið 175–185 milljarðar króna.7
Í rammaáætlun eru virkjunarhug-
myndirnar metnar með hliðsjón af
orkugetu, hagkvæmni og áhrifum
þeirra á náttúrufar, minjar og aðrar
atvinnugreinar sem geta nýtt sömu
auðlindir með öðrum hætti. Að
þessu unnu fjórir faghópar sem
fjölluðu um eftirtalin svið: 1. Náttúru
og menningarminjar. 2. Ferðaþjón-
ustu, útivist, landbúnað og hlunn-
indi. 3. Þjóðhagsmál, atvinnulíf og
byggðaþróun og 4. Orkulindir.
Í þessari grein er fjallað um þann
hluta af vinnu faghóps 2 sem varðar
mat á áhrifum virkjunarhugmynd-
anna á ferðamennsku og útivist.
Greint er frá þeim forsendum sem
unnið var eftir, aðferðafræðinni sem
búin var til og niðurstöðum matsins.
Náttúruferðamennska
Náttúruferðamennska (e. nature
tourism eða nature-based tourism) er
yfirgripsmikið hugtak og nær yfir
margar gerðir ferðamennsku, svo
sem visthæfa ferðamennsku (e. eco-
tourism), víðernisferðamennsku (e.
wilderness tourism), jarðminjaferða-
mennsku (e. geotourism) og ævintýra-
ferðamennsku (e. adventure tourism).
Náttúruferðamennska byggist á fjöl-
breytilegri upplifun og er almennt
meira háð gæðum umhverfisins en
aðrar tegundir ferðamennsku.8,9,10
Þótt sumum ferðamönnum finnist
breytingar á náttúruskoðunarstöð-
um ekki tiltökumál, hvort sem um
er að ræða nýjar byggingar, vegi
eða upplýsingaskilti, getur slíkt
hins vegar spillt upplifun annarra
af staðnum, jafnvel það mikið að
þeir hætti að koma þangað. Vegna
þessa er ekki sjálfgert að það auki
aðdráttarafl svæðis að bæta aðgengi
og byggja upp innviði. Því hefur í
þjóðgörðum og víðernum Norður-
Ameríku og Skandinavíu gjarnan
verið stuðst við svokallaðan við-
horfskvarða (e. the purist scale) í
skipulagi og stefnumótun.11–15 Við-
horfskvarðinn skipar ferðamönnum
í fjóra hópa: mikla náttúrusinna (e.
strong purists), náttúrusinna (e. mod-
erate purists), almenna ferðamenn (e.
neutralists) og þjónustusinna (e. non-
purists) með hliðsjón af því hversu
viðkvæmir þeir eru fyrir umhverfis-
röskun og hvaða óskir þeir hafa um
uppbyggingu og þjónustu. Öll nátt-
úruferðamennska krefst einhverra
innviða, mismikilla og misjafnra að
gæðum eftir því hvort markhóp-
urinn er náttúrusinnar eða þjónustu-
sinnar. Þjónustusinnar vilja gjarnan
þægindi, t.d. hótel og veitingastaði,
en náttúrusinnar vilja helst frum-
stæð skilyrði eins og að tjalda á víð-
ernum. Þar sem ætlunin er að nýta
náttúrusvæði fyrir ferðamennsku
þarf venjulega að byggja upp mis-
mikla aðstöðu þannig að hægt sé að
höfða til mismunandi hópa ferða-
manna.16 Í rannsókn Önnu Dóru
Sæþórsdóttur,17,18 sem var gerð á
nokkrum náttúruskoðunarstöðum
hér á landi kom í ljós að náttúru-
sinnar eru stærsti markhópurinn á
óaðgengilegri stöðum hálendisins,
almennir ferðamenn á aðgengilegri
hálendissvæðum og þjónustusinnar
á láglendinu. Jafnframt er ánægja
ferðamanna mest á hálendinu þar
sem uppbygging og þjónusta er
minnst og þeir eru almennt þeim
mun ánægðari sem svæðinu hefur
verið minna raskað.17 Virði órask-
aðra svæða er því mikið.
Víðerni (e. wilderness) njóta sívax-
andi vinsælda í ýmiss konar nátt-
úruferðamennsku, en það er einkum
fjarvera hins manngerða og fámenn-
ið sem gerir ferðalög um víðerni
áhugaverð.19,20,21 Hálendi Íslands
er kjörinn vettvangur slíkrar ferða-
mennsku, því þar eru mannvirki fá
og lítil ummerki um mannvist. Slíkt
er fágætt í heimalöndum flestra
ferðamanna sem sækja hálendið
heim. Rannsóknir á aðdráttarafli
hálendis Íslands hafa sýnt að sér-
stætt landslag og náttúra, svo sem
jöklar, fjöll, hverir, fossar og ýmsir
eiginleikar ósnortinna víðerna, eins
og t.d. auðnir, kyrrð, einangrun
og fámenni, er það sem heillar
flesta ferðamenn.18 Aðdráttarafl
hálendisins má best sjá af því að
um 40% þeirra erlendu ferðamanna
sem koma til landsins á sumrin
heimsækja Landmannalaugar, sem
eru fjölsóttasti staður hálendisins.
Hálendið hefur sérstaklega mikið
aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem
80 3-4#Loka_061210.indd 104 12/6/10 7:22:11 AM