Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 26
Náttúrufræðingurinn 106 ráðandi fyrir samkeppnishæfni ferðamannastaða: Afþreying, inn- viðir (t.d. gistiaðstaða, matur, þjón- usta og samgöngukerfi), menning og saga, staða á markaði, viðburðir og eðlisrænir þættir (t.d. náttúra, landslag og fegurð). Þeir telja eðlis- rænu þættina langveigamesta þegar ferðamenn velja sér áfangastað. Deng, King og Bauer42 bjuggu til aðferð til að meta virði náttúruskoð- unarstaða. Þeir greindu viðfangs- efnið í fimm meginflokka: innviði, aðgengi, samfélag, aðstöðu, auð- lindir og annað aðdráttarafl. Á svip- aðan hátt flokkuðu Garrod og Fyall43 virði staða sem byggjast á menn- ingararfleifð í átta meginviðföng: varðveislu, aðgengi, menntunargildi, þýðingu, afþreyingu, hagrænt gildi, samfélag og gæði. Greining Wu, Li og Deng44 á mati náttúrusvæða byggist á sambærilegri nálgun og flokkar meginviðföng í fjöll, vatn, skóg, dýralíf, plöntur, menningar- arfleifð og landslag. Priskin45 greindi auðlindir náttúruferðamennsku í fjóra flokka: aðdráttarafl, aðgengi, innviði og ástand umhverfis. Af þessu má sjá að meginþættirnir í þeim kerfum sem hafa verið þróuð eru aðdráttarafl staðarins, afþreying og innviðir. Í fyrrnefndum rann- sóknum var ýmiss konar aðferðum jafnframt beitt til að leggja mat á gildi þessara þátta, t.d. mati sérfræð- inga, viðtölum við hagsmunaaðila, loftmyndum og AHP-þrepagrein- ingu (e. analytic hierarchy process) en hún tilheyrir flokki aðferða úr aðgerðarannsóknum (e. multicriteria decision analysis, MDA). Í Noregi hefur verið búin til aðferð til að meta áhrif vatnsafls- virkjana á útivist vegna vinnu við „Samlet plan for vassdrag“, sem er norsk fyrirmynd að hinni íslensku rammaáætlun. Þar er lagt mat á hversu vel svæðið hentar til hinna ýmsu útivistarmöguleika, þær til- finningar sem kvikna hjá þeim sem ferðast um svæðið, stærð svæðisins, hversu mikið náttúrunni hefur ver- ið breytt, þýðingu svæðisins fyrir sitt nánasta umhverfi og hversu mikið svæðið er notað, þ.e. hversu margir ferðamenn koma þangað og hversu miklum tíma þeir verja þar. Auk þess er litið til þess hversu mikið megi búast við að svæðið verði notað af ferðamönnum í framtíðinni.46,47,48 Loks má nefna aðferðina sem Þóra Ellen Þórhallsdóttir þróaði og beitti í 1. áfanga rammaáætlunar 1 með faghópi 1 um náttúru og menn- ingarminjar, hún er byggð á kerfis- greiningu.49,50 Aðferðafræðin Almennt um matið Við þróun aðferðafræði til að meta virði ferðamannastaða og áhrif virkjana á það virði fyrir 2. áfanga rammaáætlunar var horft til allra fyrrnefndra rannsókna, þótt enga þeirra væri hægt að nota óbreytta. Í ljósi þröngs tímaramma verkefnis- ins var ekki unnt að gera viðhorfs- kannanir meðal ferðamanna og ferða- þjónustunnar. Þess í stað var beitt kerfisgreiningu við að draga fram grunnþætti þeirra svæða sem fjallað er um í 2. áfanga rammaáætlunar og sérfræðingarnir í faghópnum fengnir til að leggja á hlutlægan hátt kerfisbundið mat á virði svæðanna fyrir ferðamennsku og útivist og áhrif virkjana á þau. Við þá vinnu var þó við ýmis vanda- mál að glíma. Fyrst ber að nefna að rannsóknir á ferðamennsku og útivist eru mjög takmarkaðar hér á landi og nánast engar sem snúa beint að viðfangsefninu, þ.e. áhrif- um virkjana á ferðamennsku. Þó má nefna rannsókn Önnu Dóru Sæþórs- dóttur51 á áhrifum virkjana norðan Vatnajökuls, en þar voru könnuð viðhorf ferðamanna til virkjana áður en ráðist var í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Ekki er til nein rannsókn þar sem könnuð er ferða- mennska fyrir virkjun og síðan aftur eftir að virkjunin hefur verið reist. Annað vandamál sem faghópur- inn stóð frammi fyrir var að engin stefna, hvorki opinber né atvinnu- greinarinnar, er til um hvers konar ferðamennsku eigi að stunda á mis- munandi svæðum landsins og til hvaða markhópa eigi að höfða. Í vinnu faghóps 2 var því ákveðið að líta svo á að þeir markhópar og sú tegund ferðaþjónustu sem nú er stunduð á hverju svæði henti því svæði best. Virkjunarhugmyndirnar eru komnar misjafnlega langt á veg. Sumar hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum en aðrar eru enn á hugmyndastigi og gögnin sem hópurinn fékk voru því mjög mis- jöfn að gæðum. Um sumar voru til mjög góð gögn og að auki kynntu 1. mynd. Hellisheiðarvirkjun. – Hellisheiði geothermal power plant. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 106 12/6/10 7:22:12 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.