Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 28
Náttúrufræðingurinn 108 árfarvegi (t.d. mörk Kverkfjalla og Arnardals), ferðaleiðir eða vegi (t.d. Skálafell og Reykjanestá). Val á einkunnakvarða Við val á einkunnakvarða var eink- um tekið tillit til tveggja atriða. Kvarðinn varð að vera hæfilega grófur til að endurspegla nákvæmni matsins. Hann átti líka að vera ólínulegur þannig að atriði sem skipta miklu máli, þ.e. fá háar ein- kunnir, vegi hærra í meðaltölum en hin sem minna máli skipta og fá lágar einkunnir. Því var notaður einkunnaskalinn 0, 1, 3, 6, 10 þar sem 10 vísar til mestu verðmætanna. Þessi skali er í samræmi við vinnu faghóps 1 í 1. áfanga rammaáætl- unar.48,49 Val og vægi viðfanga og reikni- aðferð einkunnar Við val á eiginleikum, viðföngum, sem lýsa virði ferðasvæða voru fimm flokkar viðfanga notaðir: Upplifun, afþreyingarmöguleikar, inn- viðir, notkun og framtíðarvirði og fékk hver þeirra vogtölu (1. tafla). Alls voru notuð 43 viðföng (1. tafla). Viðföng voru valin með það að markmiði að þau greindu á milli svæða með því að draga fram þá þætti sem mestu máli skipta. Eins og fyrr var nefnt eru svæðin sem um ræðir mjög mismunandi hvað varðar eðliseiginleika og notkun og því var ekki hægt að velja viðföng sem eiga við á öllum svæðum. Það sem skiptir miklu máli á einni teg- und svæða er oft ekki fyrir hendi á annarri tegund svæða. Þetta á jafnt við um hughrif gesta og möguleika á afþreyingu. Nauðsynlegt var talið að nota sama matið og sama kvarð- ann á öllum svæðum þannig að hægt væri að meta vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á sama kvarða og raða þeim í eina röð. Því var valið að meta alls staðar sem flest þau viðföng sem koma til greina á báðum gerðum svæða. Af þessu leiðir að á hverju svæði voru metin viðföng sem eiga við á svæðinu og fengu háa einkunn og jafn- framt önnur viðföng sem ekki eiga við á því svæði og fengu lága einkunn. Sem dæmi má taka að á jarðhitasvæðum skipta viðföngin hverasvæði, jarðhiti, laugar og litir mestu máli fyrir virði svæðanna og fengu þau að jafnaði hæstu einkunnirnar. Þau reiknuðust því inn í einkunnina á þeim svæðum. Svæði þar sem fyrirhugað er að reisa vatnsaflsvirkjanir fengu hins vegar almennt hæst fyrir viðföngin vatn, ár, fossar, gil, gljúfur og gjár og komu þau þá inn í einkunnina, en sjaldnast hverasvæði, jarðhiti, laug- ar. Ef aðeins hæstu einkunnir eru teknar inn í lokaeinkunn dregst ekki niður virði jarðhitasvæðis þótt þar séu ekki fossar, né heldur virði vatnsaflsvirkjanasvæðis þótt þar 3. mynd. Skipting landsins í ferðasvæði með hliðsjón af virkjunarhugmyndum í 2. áfanga rammaáætlunar. – The division of the country into tourist destinations. Kort/Map: Guðmundur Ingvarsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 108 12/6/10 7:22:13 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.