Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 30
Náttúrufræðingurinn 110 séu ekki hverir og laugar. Á þennan hátt voru dregnir fram þeir eigin- leikar sem skipta máli á hverju svæði, en þau atriði sem ekki eiga þar við drógu einkunn svæðis ekki niður. Upplifun ferðamanna og útivistar- fólks er talin mikilvægasti flokk- ur viðfanga og vegur helming einkunnar virðismatsins. Byggist sú ákvörðun á því að þessi viðföng eru talin langveigamest þegar ferða- menn velja sér áfangastað.40 Upp- lifun er greind í tvennt, annars vegar í eðlisræna eiginleika (vogtala 0,3) og hins vegar hughrif sem þeir valda (vogtala 0,2). Eðlisrænir eiginleikar skiptast síðan aftur í tvennt, eðlisræna eiginleika A (vogtala 0,2) þar sem metin er upplifun ferðamanna af almennum eiginleikum náttúrunnar og eðlisræna eiginleika B (vogtala 0,1) þar sem metin er upplifun sem einstök náttúrufyrirbæri valda. Eðlisrænir eiginleikar A. Í þeim undirflokki er lagt mat á eftirtalin fjögur viðföng, sem eru öll metin jafnt og tekið meðaltal af einkunn- um þeirra allra: – Víðerni – náttúrulegt – manngert. Hæsta einkunn er gefin fyrir víð- erni og svæði sem flokkast sem „ósnortin víðerni“, þ.e. 10 í einkunn fá svæði þar sem engin mannvirki eru sjáanleg önnur en fjallvegir og skálar, t.d. Askja og Markarfljót. – Stærð, heild. Stór og samfelld eins- leit svæði skapa viss hughrif. Þetta á t.d. við um hraunbreiður og svarta sanda sem eru einkennandi fyrir Ísland en sjaldgæf annars staðar. Svæði sem mynda stórar samfelldar heildir fá 10, t.d. Ódáðahraun. Lítil ferðasvæði eins og t.d. Reykjanestá fá einkunnina 1. – Landslag. Almennt er áhugaverð- ara fyrir ferðamenn að ferðast um landsvæði þar sem landslag er fjöl- breytilegt og stórbrotið. Við mat faghópsins á þessu viðfangi var lagt mat á landslag sem sést af ferða- svæðinu sem á í hlut. Tilkomumikið landslag fær einkunnina 10, t.d. Torfajökull. – Einstætt – fágætt – algengt á lands- vísu. Fágæt svæði eru almennt áhugaverðari en þau sem eru algeng og hafa þar með meira aðdráttarafl. Einkunnina 10 fær t.d. Geysir. Eðlisrænir eiginleikar B. Hér er lagt mat á einstök náttúrufyrirbæri á borð við fossa, hveri, fjöll og gróðurfar. Ef inni á svæðinu er svæði sem er á náttúruminjaskrá fær ferðasvæðið einkunnina 10 ef um þjóðgarða er að ræða, en 6 þar sem eru fólkvangar eða önnur friðlýst svæði. Þetta er gert vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að vernduð svæði hafa ákveðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og þjóðgarðar vega þar þyngst.52,53 Hughrif. Í þeim undirflokki er lagt mat á óhlutbundin verðmæti sem felast í hughrifum og eru viðföngin fjögur (1. tafla). Þau eru metin á venjulegan hátt nema eitt, þ.e. lotning, helgidómur, ímynd. Þar er farin er sú leið að gefa aðeins þeim stöðum einkunn sem vekja ótvírætt þessa tilfinningu og aðeins eru gefnar einkunnirnar 6 og 10. Dæmi: Hekla fær einkunnina 10 fyrir að vekja lotningu og vera mikilvægt tákn í ímynd Íslands. Sem lokaeinkunn fyrir flokkinn hughrif er valið að taka meðaltal þriggja hæstu einkunna af þeim fjórum sem gefnar eru. Afþreyingarmöguleikar eru marg- víslegir og mjög háðir staðháttum. Lagt er mat á helstu tegundir af- þreyingar sem hægt er að stunda á landinu, alls 13 viðföng (1. tafla). Þar sem óeðlilegt er að þær séu allar fyrir hendi á hverju svæði, eru aðeins þær sex sem hlutu hæsta einkunn á hverju svæði teknar með í meðaltalið. Þar sem ferðaþjónusta er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi eru mörg tækifæri enn ónýtt og því er lagt mat á möguleika en ekki núverandi stöðu. Innviðum er skipt í tvennt, annars vegar aðgengi og hins vegar gistingu og vega báðir þættir jafnt (vogtala 0,05). Í flokknum aðgengi eru þrjú viðföng og er hæsta einkunnin not- uð í útreikningi matsins. Er það m.a. vegna þess að annaðhvort fólksbíla- vegur eða jeppaleið er mikilvæg for- senda til að gera svæði aðgengileg ferðafólki, en ekki hvort tveggja í senn. Eftir á að hyggja hefði verið betra að taka alltaf inn í útreikning- inn á aðgengi viðfangið innviðir fyrir ferðamenn og hærri einkunnina af annarri hvorri gerð veganna. – Fólksbílavegur. Lagt er mat á hversu auðvelt er nú að komast á og fara um svæðið á fólksbíl. Í Mývatnssveit og við Gullfoss og Geysi eru mjög góðir vegir og fá þau svæði 10. Um Sprengisand er hins 4. mynd. Tvær af virkjunarhugmyndunum myndu breyta rennsli í Gullfossi. – Two of the proposed hydro power plants would affect the water flow in Gullfoss. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 110 12/6/10 7:22:14 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.