Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 32
Náttúrufræðingurinn 112 – Fjarlægð frá markaði. Markaður er skilgreindur sem staður þar sem margir búa eða þangað sem margir ferðamenn koma. Svæði sem eru mjög nálægt stórum markaði fá 10, t.d. Reykjanestá. Svæði sem eru langt frá stórum markaði fá 1, t.d. Hágöngur. – Ferðamynstur. Svæði sem margar ferðaleiðir liggja um og eru hluti af ferðamynstri fólks fá einkunnina 10, t.d. Álftavatn að Fjallabaki. Svæði á fáfarinni ferðaleið eða sem er enda- stöð fyrir flesta fær einkunnina 1, t.d. Kverkfjöll. Ferðahegðun. Svæði hafa mikið gildi fyrir ferðaþjónustu ef ferða- menn koma þangað oft eða dvelja lengi. Ekki er ástæða til að krefjast hvors tveggja, þ.e. að ferðamenn komi oft (t.d. vinsæl útivistarsvæði) og dvelji lengi (t.d. vinsælir ferða- mannastaðir), annað dugar til að svæði hafi mikið gildi og er því aðeins tekin einkunn þess viðfangs sem fær hærri einkunn. – Dvalarlengd. Metið er hversu lengi ferðamenn dvelja að meðaltali á svæðinu. Svæði þar sem flestir gista a.m.k. eina nótt fá 10 í einkunn, t.d. Þórsmörk. Svæði þar sem dvalið er skemur en ½ dag fá 1 í einkunn, t.d. Gullfoss. – Tíðni endurkomu. Þau svæði þar sem sömu ferðamennirnir koma oft eða láta í ljós mikinn áhuga á að koma aftur, fær 10 í einkunn, t.d. Hengill, en þar sem menn koma mjög sjaldan er gefin einkunnin 1 og má nefna Heklu sem dæmi. Framtíðarvirði. Svæði sem er mjög mikils virði til framtíðar eða sem mjög miklir möguleikar eru á að nýta frekar til ferðamennsku og útivistar fær 10 í einkunn, t.d. Torfajökull. Þeir staðir sem þykja síður áhugaverðir og þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að stunduð verði útivist eða gert út á ferðaþjónustu í nánustu framtíð fá einkunnina 1. Útreikningur á einkunn ferðasvæða Einkunn fyrir virði hvers ferðasvæðis er að lokum reiknuð sem vegið meðaltal einkunna viðfangaflokk- anna samkvæmt þeim vogtölum sem ákveðnar voru. Í 2. töflu er ferða- svæðunum raðað eftir virði og eru verðmætustu svæðin Jökulsárgljúfur, Hveravellir, Askja, Torfajökull, Land- mannalaugar, Sprengisandur, Gull- foss, Eldgjá og Mývatn. Lægstu einkunnina fá hins vegar Auðkúlu- heiði, Skarðsmýrarfjall, Eyvindar- staðaheiði og Skálafell. Mat á áhrifum virkjana á virði ferðamannastaða Þar sem faghópi 2 í 2. áfanga rammaáætlunar er ætlað að leggja mat á bæði verndun og nýtingu mögulegra virkjanasvæða gengur vinnuaðferð hópsins út á að meta fyrst núvirði ferðasvæða fyrir ferða- mennsku og útivist en meta síðan aftur þau ferðasvæði sem falla innan áhrifasvæðis virkjana og finna hvernig virðið myndi breytast ef til virkjunar kæmi (5. mynd). Framkvæmdasvæði virkjunar Framkvæmdasvæðið er skilgreint sem sjálft virkjunarsvæðið með tilheyrandi mannvirkjum, t.d. byggingum, lónum, stíflum, skurð- um, borpöllum og pípum, sem og svæði sem háspennulínur og vegir vegna framkvæmdanna liggja um. Sjónrænna áhrifa mannvirkjanna gætir gjarnan langar leiðir á hálend- inu, sér í lagi vegna raflínanna, og þar sem þarf að leggja raflínur langar leiðir til að tengjast núver- andi dreifikerfi raforku getur fram- kvæmdasvæðið orðið víðfeðmt og náð yfir mörg ferðasvæði (6. mynd). Þetta á t.d. við um jarðgufuvirkjanir í Kerlingarfjöllum og á Torfajökuls- svæðinu og vatnsaflsvirkjun í Gýgjar- fossi. Í þeim gögnum sem faghóp- urinn fékk voru raflínur teiknaðar stystu leið frá mögulegu stöðvarhúsi í næsta tengivirki. Mat faghópsins byggist einungis á þeim gögnum þótt vafalaust megi finna betri leiðir fyrir línurnar. Áhrifasvæði virkjunar Auk framkvæmdasvæðisins geta önnur svæði sem tengjast fram- kvæmdasvæðinu orðið fyrir áhrif- um virkjunar. Þetta á við þar sem beinna áhrifa virkjunar gætir, t.d. þar sem breytingar verða á rennsli fljóta. Áhrifin geta líka komið fram gegnum samgöngukerfi eða ferða- máta ferðamanna. Dæmi: Bláfells- virkjun á Kili, þar sem Hvítá yrði virkjuð með lóni í Hvítárvatni, hefur áhrif á alla þá sem fara um Kjalveg (þ.e. ferðasvæðin: Hagavatn, Hruna- mannaafrétt, Hveravelli, Kerlingar- fjöll) því að allir sem fara á þessi ferðasvæði verða að fara í gegnum framkvæmdasvæði virkjunarinnar. Bláfellsvirkjun hefur einnig áhrif á þá sem koma að Gullfossi (4. mynd) þar sem hún breytir rennsli í Hvítá. Áhrifasvæðið er því allur Kjölur frá Gullfossi norður á Auðkúluheiði. Áhrifasvæði virkjunar fyrir ferða- mennsku og útivist er því að jafn- aði mun umfangsmeira en fram- kvæmdasvæðið og getur náð yfir fleiri en eitt ferðasvæði. Það getur verið erfitt að afmarka áhrifasvæði og stundum gæti það verið allt landið. Dæmi um slíkt er hugsanleg Urriðafossvirkjun sem gæti haft áhrif á ferðamenn sem aka þjóðveg 1 framhjá virkjuninni. Hún gæti því haft áhrif á ímynd ferðamanna af ferðamannastaðnum Íslandi og á það sem laðar erlenda ferðamenn til landsins. Virkjunin hefði þar með áhrif á allt landið. 5. mynd. Ferlið við að meta áhrif virkjana á virði ferðasvæða. – The process of evaluat- ing the effect of power plants on the value of tourist destinations. 80 3-4#Loka_061210.indd 112 12/6/10 7:22:15 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.