Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 34
Náttúrufræðingurinn 114 fjarlægð frá markaði og breytist sú einkunn því ekki við virkjun. Fram- kvæmdir myndu víða hafa áhrif á ferðamynstur gesta og sums staðar ná áhrifin til margra og mismunandi ferðaleiða. Markarfljót B er dæmi um slíkt. Fjallabaksvegur syðri, F210, færi undir lón á Launfitarsandi og erfitt eða ómöguleg yrði að finna þar nýtt vegstæði. Fjölfarnasta gönguleið landsins, Laugavegurinn, lægi á bakka lónsins svo hana þyrfti væntanlega að færa og líklegt er að vinsældir hennar mundu minnka mikið. Fáfarnar gönguleiðir eins og t.d. frá Álftavatni að Einhyrn- ingi væru úr sögunni. Sama má segja um vinsælar hestaleiðir milli landshluta sem liggja þarna um. Svæðið er jafnframt mjög mikilvægt fyrir vetrarferðamennsku, er mik- ið sótt af vélsleðafólki og þangað selja ferðaskrifstofur ævintýraferðir fyrir erlenda ferðamenn. Virkjunin myndi því hafa áhrif á og rýra mikið upplifun ferðamanna á mjög stóru svæði að Fjallabaki og leiða til þess að ferðaleiðir margs konar ferða- mennsku væru ýmist úr sögunni, mikið breyttar eða upplifun af þeim allt önnur en áður. Síðustu viðföngin sem eru metin lúta að því hvort framkvæmdin hefur áhrif á hversu lengi fólk dvelur á svæðinu eða hvort það kemur aftur og aftur á svæðið. Að lokum eru framtíðarmöguleikar svæðisins metnir og er þar horft til þess hvort virkjun muni spilla möguleikum ferðamennsku á svæðinu. Ferðaþjón- usta er tiltölulega ung og vanþróuð atvinnugrein hér á landi og erfitt að meta raunverulegt virði hennar til framtíðar. Ótal tækifæri eru enn ónýtt og sífellt bætast fjölmargar nýj- ungar við, bæði vegna tækninýjunga og samfélagsbreytinga. Farin var sú leið að meta það svæðinu til tekna. Afleiðingastuðull Áhrif virkjunar eru bæði talin vera háð núvirði þeirra ferðasvæða sem virkjunin hefur áhrif á og áhrifum hennar á þau ferðasvæði. Til að fá eina einkunn fyrir áhrif virkjun- arinnar sem tekur tillit til beggja þessara þátta er skilgreindur svo- nefndur afleiðingastuðull. Hann fæst með því að margfalda saman á hverju ferðasvæði núvirði viðkom- andi ferðasvæðis og áhrifin sem virkjunin hefur á það ferðasvæði. Afleiðingastuðull fyrir viðkomandi virkjunarhugmynd er síðan talinn vera summan af þessum margfeld- um á öllum ferðasvæðunum sem virkjunin hefur áhrif á (7. mynd). Afleiðingastuðullinn tekur gildi frá 0 upp í nokkur hundruð. Hann er hæstur (211) þar sem afleiðingar eru miklar á hátt metnum ferða- svæðum og þar sem áhrifasvæði virkjunar nær jafnframt yfir mörg ferðasvæði. Röðun virkjunarhugmynda Af þeim 88 virkjunarhugmyndum sem lagðar voru fyrir faghóp 2 í 2. áfanga rammaáætlunar eru 74 virkjunarhugmyndir metnar. Fag- hópurinn sleppti að meta: Glámu- virkjun, Skúfnavatnavirkjun, Hvítá í Borgarfirði, Hestvatnsvirkjun, Haukholtsvirkjun, Selfossvirkjun og Eyjadalsárvirkjun þar sem hann áleit gögnin sem voru lögð fram og átti að grundvalla matið á ófullnægj- andi eða gömul og úrelt. Þær sex hugmyndir sem til umfjöllunar eru á Torfajökulssvæðinu eru metnar eins, þar sem faghópurinn áleit áhrif þeirra vera hin sömu. Eins er farið með fjórar jarðvarmavirkjanir í Kerl- ingarfjöllum og virkjunarhugmynd- irnar Krafla I og II. Bláfellsvirkjun og Gýgjarfossvirkjun eru metnar saman þar sem þær verða einungis byggðar báðar saman. Samkvæmt mati faghóps 2 eru mestu áhrifin talin stafa af jarðvarmavirkjunum á Torfajökuls- svæðinu og í Öskju, Skaftárvirkj- un, Hólmsárvirkjun með miðlun í Hólmsárlóni og Markarfljótsvirkj- unum B og A. Minnstu áhrifin eru hins vegar talin stafa af virkjunum á svæðum þar sem þegar hefur verið virkjað, þ.e. jarðvarmavirkjun á Hellisheiði, Búðarhálsvirkjun og Blönduveitu (3. tafla). Auk þess að meta virkjunarhug- myndir með tilliti til ferðamennsku og útivistar var faghópi 2 falið að meta áhrif þeirra á hlunnindi og beit og skila einum lista þar sem miðað er við afleiðingar fyrir alla þrjá þættina samtals. Þetta reyndist erfitt þar sem aðeins sumar virkjunar- hugmyndanna hafa áhrif á beit og hlunnindi og aðrar höfðu mismikil áhrif á þessa þætti. Þetta var þó gert,54 en um það er ekki fjallað hér. Faghópi 2 var jafnframt uppálagt að Áhrifasvæði Hagavatnsvirkjunar nær yfir ferðasvæðin Hagavatn, Hveravelli, Hrunamannaafrétt og Gullfoss. Röðun virkjunar- hugmyndarinnar byggist á eftirfarandi: – Hagavatn: virði 7,38, virði eftir virkjun 3,28. Afleiðingar eru því 4,10. Margfeldi þessa er: 7,38*4,10 = 30,26 Virkjunin hefur líka áhrif á ferðasvæðin: – Hveravelli: virði 9,58, virði eftir virkjun 8,60. Afleiðingar eru 0,98. Margfeldi þessa er: 9,58*0,98 = 9,39 – Hrunamannaafrétt: virði 5,85, virði eftir virkjun 5,61. Afleiðingar eru 0,24. Margfeldi þessa er: 5,85*0,24 = 1,40 – Gullfoss: virði 9,18, virði eftir virkjun 8,33. Afleiðingar eru 0,85. Margfeldi þessa er: 9,18*0,85 = 7,80 Afleiðingastuðullinn (heildarafleiðingarnar) er því: 30,26+9,39+1,40+7,80 = 48,85 og er hann notaður til að raða virkjunarhugmyndinni í mikilvægisröð fyrir ferðamennsku og útivist, þar sem hæsta talan endurspeglar mesta skaðann. 7. mynd. Dæmi um útreikning á afleiðingastuðli. – An example of how the impact coefficent is computed. 80 3-4#Loka_061210.indd 114 12/6/10 7:22:15 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.