Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 37
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags reist á óröskuðu svæði er betra að fá fleiri virkjanir á það svæði en að reisa næstu virkjun á öðru óröskuðu svæði. Hins vegar eykst virði órask- aðra svæða eftir því sem meira er virkjað á nálægum svæðum. Sem dæmi má nefna að ef búið væri að virkja á flestum mögulegum virkj- unarsvæðum í nágrenni höfuðborg- arinnar og einungis Brennisteinsfjöll væru eftir, myndi virði þeirra aukast til mikilla muna. Framkvæmdum fylgja vegir og þar með geta ný svæði opnast sem áður voru lokuð flestu ferðafólki. Þegar slíkt gerist og svæði sem hefur mikið aðdráttarafl opnast, má búast við að ferðamönnum fjölgi þar. Við það getur svæðið farið yfir þolmörk sín, þ.e. ferðamönnum fjölgað meira en umhverfið þolir og skerðist þá upplifun þeirra sem þangað sækja vegna mikils fjölda ferðamanna. Mikilvægt er fyrir ferðaþjónustuna og náttúruvernd að slíkt gerist ekki handahófskennt heldur sé hugað að afleiðingum framkvæmda áður en í þær er ráðist. Á undanförnum áratugum hefur aðgengi að hálend- inu aukist mjög með bættum sam- göngum. Nú má segja að hægt sé að komast hvert sem er á jeppum, bæði vetur og sumar, upp á jökla og jafn- vel nýrunnin hraun eins og vel hefur komið í ljós í sambandi við gosin í Eyjafjallajökli. Sú tíð er því liðin að rök fyrir virkjunum séu að þeim fylgi betri vegir og bætt aðgengi. Nú er víða orðið miklu mikilvægara að takmarka aðgengi farartækja fremur en að auka það og tryggja þar með að ekki verði skemmdir á landi vegna utanvegaaksturs og átroðn- ings og að ró og friði öræfanna sé ekki spillt um of með hávaða og öðru sem fylgir vélvæddri umferð. Oft heyrist að ferðamennska og virkjanir fari vel saman og er þá gjarnan bent á Bláa lónið og gesta- stofur sem komið hefur verið upp í virkjunum. Án efa finnst mörgum áhugavert að skoða jarðvarmavirkj- anir og fræðast um hvernig hægt er að nýta orku jarðar til upphitunar og framleiðslu á raforku. Slík afþreying hefur þó sín takmörk, m.a. vegna þess að ein virkjun er annarri lík og því vart þörf fyrir slíkar gestastofur í öllum virkjunum. Umgengni og all- ur frágangur kringum virkjanir hér á landi hefur oftast verið til mikillar fyrirmyndar og þessir staðir verið eigendum til sóma. Það breytir því ekki að þeir hafa ekki og munu lík- lega seint hafa jafnmikið aðdráttarafl og sérstök náttúra landsins. Summary The effect of proposed power plants on Icelandic nature tourism The Icelandic Government is currently carrying out a project called Master Plan for geothermal and hydropower develop- ment. All major potential hydropower and geothermal power plant projects in Iceland are being evaluated and ranked. The objective is to reduce unnecessary environmental, social and economic costs and improve the planning process by identifying weaknesses and deficien- cies at an early stage in the planning process. Four workgroups evaluate and rank the potential projects from various viewpoints, including one focusing on their effects on tourism and recreation. In this paper the methodology devel- oped by this group is presented as well as the results of the evaluation. The country was divided into 57 tourism regions and their value for tour- ism and recreation found by evaluating 43 attributes that are considered impor- tant for the value of tourism regions. The regions have very different proper- ties making it difficult to select attributes that are relevant in all regions. By using a large common set of attributes and evaluating them in all regions, but only taking into the total score in each region the score for the attributes that get the highest scores. In this way, the attributes important in each region are identified and compose the score for the present value of each tourism region. The im- pact region of each proposed power plant is then defined and the affected tourism regions evaluated again, now as if the power plant had already been built. The impact of a power plant is greater when a valuable region is af- fected than when a less valuable region is affected. Therefore the impact de- pends both on the value of a region and the effect on the region. To get a single score for the impact that takes into ac- count both these factors a so-called im- pact coefficient is defined. It is obtained by multiplying the present value of the tourism region with the impact the power plant has on the region. The im- pact coefficient for a particular power plant is then computed as the sum of the impact coefficients for all regions affect- ed by the plant. The impact coefficient is highest in valuable tourist areas where the impact is great, and the affected area covers many tourism regions. Finally, the potential power plants are ranked according to their effect on tourism and recreation. The results show that many of the proposed power plants are in areas that are highly im- portant for tourism and recreation such as Fjallabak, the region around Skaftá, and Markarfljót in the southern part of the Highlands, and Askja in the north- ern part of the Highlands. Þakkir Meðlimir faghóps 2 í rammaáætlun fá innilegar þakkir fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf. Auk þess fær Anna G. Sverrisdóttir formaður faghópsins sérstakar þakkir fyrir þolinmæðina sem hún sýndi við þróun aðferðafræð- innar. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, líffræðingur og formaður faghóps 1 um náttúru og menningarminjar, fær einnig bestu þakkir fyrir góð ráð og fyrir að kynna fyrir okkur og útskýra aðferðafræði faghóps 1. Heim ild ir Rammaáætlun, á.á. 2010. http//www.rammaaaetlun.is/ (skoðað 16.06.2010).1. Hagstofa Íslands, Hagtölur, iðnaður og orkumál. Raforkuframleiðsla á Íslandi, hlutur stóriðju 2008. http://hagstofa.is/ ?PageID=672&src=/ temp/Dialog/varval.asp?ma=IDN02103%26ti=St%F3ri%F0ja+og+almenn +notkun+raforku+1960%2D2008+%26path=../Database/idnadur/orku- mal/%26lang=3%26units=Gígavattstundir/hlutfall (skoðað 16.06.2010). Landsvirkjun 2010. Ársskýrsla 2009.2. Ferðamálastofa 2010. Ferðaþjónustan á Íslandi í tölum. 17 bls.3. Seðlabanki Íslands 2010. Hagtölur – Ferðalög milli landa. Tekjur og gjöld. 4. http://www.sedlabanki.is (skoðað 30.01.2010). Hagstofa Íslands 2008. Hagtíðindi – Ferðamál og samgöngur. Ferðaþjón-5. ustureikningar 2000–2006. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Samtök ferðaþjónustunnar 2009. Ferðaþjónusta Hagtölur. http://www.6. saf.is (skoðað 09.08.2009). Pickering, C. & Weaver, D.B. 2003. Nature-based tourism and sustainability: 7. 80 3-4#Loka_061210.indd 117 12/6/10 7:22:16 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.