Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn
124
annars vegar og muninum á eðlis-
þyngd straumvatnsins og umlykj-
andi vatns hins vegar. Gruggstraum-
ar niður landgrunnshlíð og út á
djúpsævi eru taldir geta náð 90 km
hraða á klukkustund. Þeir væru
því áhrifamiklir á að líta: hundraða
metra hár flóðveggur á fleygiferð
undan halla.
Í upphafi er hraði „skrokks“ grugg-
straums oft meiri en hraði höfuðs-
ins. Þetta þýðir að vökvi (og set) í
skrokknum þrýstist inn í höfuðið og
lendir þar í hringrás, eins og getið
er um hér að framan. Ólíkt hraða
höfuðsins er hraði skrokksins m.a.
háður halla undirlagsins. Hallinn er
þó lítið takmarkandi.
Kunnasta dæmi um gruggstraum
er víða tilgreint í kennslubókum
og er frá Grand Banks við Ný-
fundnaland.1 Þar varð jarðskjálfti
í landgrunnshlíðinni í nóvember
1929. Í kjölfar skjálftans slitnuðu 12
sæsímastrengir á a.m.k. 23 stöðum
á hálfum sólarhring. Í fyrstu var
þetta rakið beint til skjálftans en
það var ekki fyrr en 1952 að tjónið
var sett í samband við gruggstraum.
Rannsóknir bentu til að hluti sjálfrar
landgrunnshlíðarinnar hefði skriðið
af stað við jarðskjálftann. Sæstrengir,
næstir upptökum skjálftans, hefðu
þannig slitnað af völdum skrið-
unnar. Gruggstraumar myndaðir úr
skriðunni hefðu síðan runnið lengra
út á djúpsævi og slitið strengi þar.
Reikna mátti út hraða straumsins,
því vitað var hvenær tilteknir streng-
ir hefðu slitnað. Þessi straumur náði
mest 40–55 km hraða á klukkustund
og áhrifa hans gætti 800 km frá upp-
tökum sínum. Athyglisvert er að
halli hafsbotnsins, sem straumurinn
rann eftir, var mjög lítill eða fimmti
hluti úr gráðu (0,2°) við upptökin
og enn minni er fjær dró.
Á undanförnum áratugum hafa
rannsóknir leitt í ljós að grugg-
straumar eru ein mikilvægasta leið
setflutnings frá meginlöndunum
út á djúpsævi. Set úr gruggstraum-
um er býsna auðþekkjanlegt í bor-
kjörnum og eins má rekja það með
endurvarpsmælingum um víðáttu-
mikil svæði. Í Norður-Atlantshafi
hefur gruggstraumaset fundist í
miklum mæli á djúpsævi beggja
vegna Mið-Atlantshafshryggjarins.
Eftir því sem mælingar og rann-
sóknir hafa aukið við þekkingu á
lögun hafsbotnsins hefur mátt rekja
flutningsleiðir þessa sets. Davies og
Laughton3 lýstu t.d. megindráttum
í setmyndun í Norður-Atlantshafi
og byggðu niðurstöður sínar á eldri
rannsóknum og eigin athugunum
með endurvarpsmælingum og bor-
kjörnum úr djúpsjávarseti. Verk-
efni þeirra tengdist hinu alþjóðlega
borunarverkefni, Deep Sea Drilling
Project, sem var í fullum gangi á
þessum tíma. Þeir skiptu setmynd-
unarferlum á djúpsævi í þrennt,
þ.e. setmyndun af völdum djúp-
strauma, setmyndun af völdum
yfirborðsstrauma, þ.m.t. efni flutt
af vindi eða ís, og loks setmyndun
af völdum gruggstrauma. Þeir lýstu
m.a. 228 m djúpri borholu um 500
km suður af Íslandi (nr. 115). Í henni
skiptust á lög af hörðum sandsteini
úr gosefnum og fínkornaðri lög.
Sandsteinslögin túlkuðu þeir sem
gruggstraumaset frá Íslandi sem
ætti uppruna sinn að rekja til jökul-
hlaupa. Þeir röktu síðan líklegar
leiðir gruggstrauma frá Íslandi og
sýndu á korti tvo farvegi til suðurs
frá miðju Suðurlandi.
Ýmsir aðrir höfundar hafa fjallað
um gruggstraumaset frá Íslandi og
þá sérstaklega tengt Suðurlandi.
Lonsdale og Hollister4 fjölluðu um
farvegina sunnan Íslands og ýmis
einkenni þeirra. G.L. Johnson og
Guðmundur Pálmason5 lýstu megin-
farvegunum tveimur og hvernig
þeir sameinast Maury-farveginum
(Maury Channel), sem liggur frá
Færeyjum til suðvesturs. Þannig
mynda farvegirnir frá Íslandi hluta
af kerfi sem skilar af sér grugg-
straumaseti allt suður á Íberíuslétt-
una við Spán. Christian Lacasse,
Steven Carey og Haraldur Sigurðs-
son6 rannsökuðu gosefnaset í 29
kjörnum af djúpsævi sunnan Íslands.
Þeir telja m.a. að þrenns konar ferli
hafi verið ráðandi við setmyndunina:
öskufall, gruggstraumar og setflutn-
ingur með djúpstraumum.
Um nafngiftir
Fljótlega eftir að vísindamönnum
varð ljóst að miklir farvegir liggja
til suðurs frá Íslandi fóru þeir að
gefa farvegunum og hryggjunum
milli þeirra nöfn. Ekki bar öllum
saman um hvað börnin skyldu heita.
Svend-Aage Malmberg7 lagði til að
notuð yrðu heitin Kötluhryggir (e.
Katla Ridges) og Kötludjúp (e. Katla
Deep) um þessar myndanir. Heitið
Kötluhryggir hefur síðan verið tals-
vert notað hérlendis og er sömu-
leiðis notað í erlendum ritum. Þó
hafa heyrst raddir um að enska
orðið ridge geti verið villandi enda
sé það notað um eldvirka úthafs-
hryggi. Á Kötluhryggi megi hins
vegar líta sem flóðbakka (e. levées)
farveganna og því séu þeir af allt
öðrum toga. Heitið Kötluhryggir
lifir samt góðu lífi. Öðru máli gegnir
um Kötludjúp. Egloff og Johnson8
vildu kenna vestari farveginn við
Reynisdjúp og nefndu Reynisdjúp
Canyon. Eystri farveginn nefndu
þeir Mýrdalsjökull Canyon. Þessi
heiti hafa fest í sessi. En hvaða
heiti eiga að gilda um farvegina
á íslensku? Enska orðið canyon er
notað um farvegi á botni úthafanna,
og felst í orðinu tenging við þann
skilning á uppruna þeirra að þeir
séu farvegir gruggstrauma frá meg-
inlöndunum eða úthafshryggjum.
Enska heitið submarine canyon hefur
verið notað um gil í landgrunnshlíð-
um meginlandanna sem mynduð
eru við gruggstraumavirkni. Þetta
heiti hefur löngum verið þýtt með
íslenska orðinu „neðansjávargljúfur“.
Þó að orðið gljúfur sé e.t.v. ekki
fyllilega lýsandi dettur okkur ekkert
heppilegra í hug. Því notum við
hér heitin Reynisdjúpsgljúfur og
Mýrdalsjökulsgljúfur fyrir farvegina
suður frá Íslandi.
Kort Hafrannsókna-
stofnunarinnar
Þótt töluvert hafi verið vitað um
gruggstrauma frá Suðurlandi verða
tvö kort, sem byggð eru á fjölgeisla-
mælingum Hafrannsóknastofnunar-
innar, að teljast mjög áhrifamikill
80 3-4#Loka_061210.indd 124 12/6/10 7:22:20 AM