Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 45
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vitnisburður um strauma frá Íslandi út á djúpsævi sunnan landsins. Annars vegar er um að ræða stórt svæði undan miðju Suðurlandi, sem mælt var árin 2000 og 2001. Það nær um 160 km til suðurs frá land- grunnsbrún. Hitt svæðið er vestur undir Reykjaneshrygg og nær frá landgrunnsbrún í Skerjadjúpi og eina 40 km til suðurs. Það var mælt á árunum 2000–2010. Bæði þessi svæði bera ríkuleg merki um öfluga strauma á botni, svo öfluga að þeir hafa rofið djúpa farvegi í botninn. Lítum fyrst á minna kortið. Á kortinu af svæðinu sunnan Skerjadjúps má sjá nokkra megin- drætti í landslagi hafsbotnsins (1. mynd). Vinstra megin a kortinu sjást undirhlíðar Reykjaneshryggjar- ins. Á botni undan hlíðunum eru óreglulega lagaðar mishæðir, sem að öllum líkindum eru gosstöðvar. Nyrst sést svo landgrunnið með skarpa landgrunnsbrún. Í hlíðum landgrunnsins eru margir grunnir farvegir, sem myndast hafa við strauma niður hlíðarnar. Að megin- hluta hafa þeir myndast við grugg- strauma en skriðuhreyfingar geta hafa átt hér hlut að máli. Mest áber- andi einkenni á kortinu eru þó tveir djúpir farvegir skornir í botninn frá NNA til SSV. Í þessa farvegi hafa aug- ljóslega safnast straumar úr mörg- um giljum í landgrunnshlíðinni á 1. mynd. Dýptarkort af svæðinu sunnan Skerjadjúps. Farvegir hlykkjast frá landgrunnshlíðinni til suðvesturs út á meira sjávardýpi (liðlega 1.200 m). Nánari umfjöllun í meginmáli. – Map of the area where the Iceland shelf meets the Reykjanes Ridge, showing channels below the shelf edge. These coalesce to form 2–3 major channels in deeper water. The channels are considered to have been formed by turbidity currents from the Iceland shelf. Skerjadjúp 10 km 80 3-4#Loka_061210.indd 125 12/6/10 7:22:21 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.