Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 54
Náttúrufræðingurinn 134 Penicillus penis og Penicillius vag- iniferous. Ormur í sjó, akarnormur, kallast Priapulus, sem þýðir víst „smáreður“. Hér má nefna bjöllur sem gefa frá sér eitur er forðum var talið auka kyngetu karla. Fyrir vikið fékk ættkvíslin heitið Hornia, eftir enska orðinu „horny“, graður. Eftirhreytur Poeskop er næturgagn á hollensku (bókstafleg merking orðsins er „hlandkoppur“). Hvernig sem á því stendur tengdu Hollendingar (trúlega hvalfangarar) þetta ílát við hnúfubak, og í gömlum ritum má stundum sjá ættkvísl hans nefnda Poeskopia. (Annars er skepnan venju- lega kölluð Megaptera novaeangliae.) Frægur skemmtibransamaður, Hugh Hefner, ritstjóri tímaritsins Playboy, gerði út dömur í kanínu- búningum, Bunnies, og þótti því við hæfi að tengja nafn hans við fágæta deilitegund af amerískri skógarkanínu, Sylvilagus palustris hefneri. Grannvaxin risaeðla sem lifði í Ástralíu kallast Atlascopcosaurus, kennd við fyrirtæki sem framleiðir loftpressur, Atlas Copco. Yfirleitt er fíngerðari tólum en loftborum beitt við að losa steingervinga úr berglög- um, svo trúleg skýring á nafninu er að loftpressusmiðjan hafi fjár- magnað leitina að dýrinu. Benda má á að þekkt skyndibitakeðja styrkti könnunarferð náttúrufræðinga til Madagaskar og síðan heitir pálmi á eynni McDonaldia. Í Dashanpu í Sichuanhéraði í Kína komu leifar áður óþekktrar risaeðlu upp við borun eftir jarðgasi, og skepnan var nefnd Gasosaurus til heiðurs gasfyrirtækinu. Heim ild ir Skurrile Wissenschaftliche Namen aus Biolo-1. gie und Medizin. http://de.wikipedia.org/ wiki/Skurrile_wissenschaftliche_Namen (skoðað 01.11.2010). Curiosities of Biological Nomenclature: Ety-2. mologies. http://www.curioustaxonomy.net/ index.html (skoðað 01.11.2010). Póst- og netfang höfundar Örnólfur Thorlacius Hringbraut 50 107 Reykjavík oth@internet.is Um höfundinn Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskóla- num í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1960–1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967–1980 og rektor þess skóla 1980–1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. 80 3-4#Loka_061210.indd 134 12/6/10 7:22:26 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.