Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 136 villtri náttúru til þessa (N63°58,68‘, V21°10,70‘). Upprunaleg heimkynni kransarfa eru í Minas Gerais og Espirito Santo héruðunum í Suðaustur-Brasilíu og suður um strandsvæði Uruguay að Buenos Aires og nágrenni, auk m.a. Cordoba-héraðsins í Argent- ínu9 og hugsanlega yfir í Paraguay10 en á þessum slóðum er loftslagið heittemprað (e. subtropical).11 Kransarfinn hefur verið mikið notaður í vatnsbúr og garðtjarnir12,13 og talið er líklegt að þannig hafi hann dreifst víða um heim.10,13,14,15,16 Í Norður-Ameríku er kransarfa að finna í öllum suðurríkjum Bandaríkj- anna, við austurströndina norður til Vermont og New Hampshire en við vesturströndina allt til British Columbia í Kanada.17 Plöntunnar hefur orðið vart í mörgum lönd- um Evrópu,18 m.a. Belgíu, Frakk- landi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Rússlandi, Sviss og Bretlandi.19 Nyrsti fundarstaður tegundarinnar utan Íslands er sennilega í Svíþjóð (N63°18,51‘, A14°41,64‘).20 Kransarfi er talinn mjög ágeng- ur í sumum vötnum tempraðra loftslagssvæða, t.d. í Evrópu19,21,22 en útbreiðsla villts kransarfa er þó að mestu bundin við heittempruð svæði.9,10 Í Bandaríkjunum hefur kransarfi aðeins myndað ágeng samfélög á milli 33. og 35. breiddar- gráðu.9 Árið 1984 var hann ekki talinn geta náð varanlegri fótfestu í náttúrunni í Mið- og Norður-Evrópu9, en hlýnun loftslags undanfarna ára- tugi kann þó að hafa breytt því eitthvað því hún stækkar útbreiðslu- svæði ýmissa plöntutegunda.23 Fundarstaðir plöntunnar eru stundum vötn undir hitaáhrifum frá jarðhita eða öðrum útrásum heits vatns.9,23,24,25,26 Þannig skapast hagstæð skilyrði utan hefðbund- inna búsvæða sem við áframhald- andi loftslagshlýnun auka dreifing- armöguleika hennar. Mikill vaxtarhraði auðveldar kransarfa að mynda þéttar breiður sem útrýma öðrum plöntum með skuggamyndun18 og verður hann sums staðar ráðandi á fáum árum.9 Jafnframt getur hann hindrað eðli- legt vatnsrennsli í ám og skurðum og blettir og breiður hans safnað í sig framburðarefnum.27 Breiður plöntunnar hindra oft bátaumferð, veiðar og aðra útivist á vötnum og hafa jafnvel truflað rekstur vatns- orkuvera (Brasilía).28 Haramoto og Ikusima29 hafa ályktað að árangur kransarfa sem ágengrar plöntu og hæfni hans til að leggja undir sig ný svæði í tempraða hluta Japans skýrist af getu hans til að lifa veturna af, kuldaþoli hans og sérstaklega því að hann getur vaxið hratt snemma á vorin áður en annar gróður hefur tekið við sér. Vísbendingar eru um að sígrænar vatnaplöntur hafi talsvert forskot á aðrar plöntur ef þær ná að vaxa áður en hefðbundinn vaxtartími hefst.30 Á stöðum þar sem krans- arfinn þrífst vel er hann í breiðum á botni vatna á veturna og fram á vor og hindrar þannig spírun og frumvöxt annarra vatnaplantna sem legið hafa í vetrardvala.25 Áhugi vísindamanna hefur aðal- lega beinst að aðstæðum þar sem kransarfinn er til vandræða, en síður að jaðaraðstæðum þar sem tvísýnt er um viðgang hans. Óvíst er því hvort núverandi þekking dugar fyllilega til að varpa ljósi á vöxt hans og tilvistarmöguleika við lágt hitastig eins og víðast er á Íslandi. Rannsóknin sem hér er kynnt beindist að því að safna grunn- upplýsingum um lífsferil, vaxt- arhætti og dreifingu kransarfa í Opnutjörninni og afrennsli hennar við mismunandi hitastig, leita að hugsanlegum vísbendingum um samkeppni hans við hjartanykru og varpa nokkru ljósi á möguleika tegundarinnar til frekari dreifingar hér á landi. Rannsóknasvæði Opnur í Ölfusi eru heitar, næringar- ríkar uppsprettur í mýrlendi um 2 km suðsuðaustan við Hveragerði, norðan Ölfusfora (3. mynd). Til þeirra heyrir 471 m2 laug sem kall- ast Sundlaug31 en hluti hennar mun hafa verið stunginn út í upphafi síð- ustu aldar og stíflaður til að kenna börnum sund (Ögmundur Jónsson, Vorsabæ, 1979. Munnl. uppl.). Vatn- ið frá Sundlaug rennur í 9.800 m2 óreglulega lagaða tjörn aðeins sunn- ar. Ekki er vitað til að sú tjörn hafi sérstakt heiti og er hún hér kölluð Opnutjörnin eða tjörnin í Opnum (4. mynd). Hún er að mestu 0,5–1,0 m djúp og á botni hennar eru heitar uppsprettur, aðallega í norðaust- urhelmingnum. Auk þess streymir og seytlar kalt vatn í hana eftir skurðum og með mörgum smáum mýrarsprænum. Heit jörð og nokkr- ar litlar, heldur kaldari uppsprettur eru í mýrinni norðvestan við miðbik tjarnarinnar. Afrennsli hennar er í suðvesturendanum og rennur í suð- austur eftir miklu skurðakerfi. Vatn- ið endar í safnskurði sem liggur í beinni línu suðvestur um forirnar og út í ósa Ölfusár, alls um 6,2 km leið. Á tveimur stöðum rennur vatn frá Varmá inn í safnskurðinn um gamlan farveg og þverskurð. Í Opnum eru nú þrjár tegundir vatnasnigla, tjarnabobbi, Radix per- egra, tjarnasnúður, Gyrlaulus laevis og búrasnigill, Physella acuta. Síðast- nefnda tegundin er nýr landnemi í Opnunum en á sama hátt og krans- arfi er hún algeng vatnsbúrateg- und.32 Búrasnigill er flokkaður sem ágeng tegund á Íslandi.33 Vistfræði tjarnabobba og tjarna- snúðs í Opnum var könnuð á árun- um 1978–1979.31 Þéttleiki sniglanna 2. mynd. Blóm kransarfa í Opnum í Ölfusi. Aðeins karlplöntur eru til staðar. – The flowers of the Brazilian waterweed. Only male plants are present. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 01.09.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 136 12/6/10 7:22:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.