Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 58
Náttúrufræðingurinn 138 sem halda þeim um 3 cm upp úr vatninu.11 Krónublöðin geta verið á bilinu um 5–12 mm löng.9,37 Þegar nægilegt ljósmagn og næringarefni eru til staðar og hitatigið 15–25°C blómstrar kransarfinn látlaust.36 Tegundina er að finna í lygnum ám, skurðum, votlendi, tjörnum og stöðuvötnum.18 Venjulega vex hún á 1–2 m dýpi.9,11 Hún myndar engin sérstök vaxtarform til að lifa af veturinn10 og heldur því við réttar aðstæður áfram að vaxa allan ársins hring (sígræn).36 Utan upp- runasvæðisins fjölgar plöntunum eingöngu með stöngulbútum sem brotna af og dreifa sér og geta skotið rótum10 út frá stöngulmótum (e. double notes). Kransarfi þrífst við fjölbreytt um- hverfisskilyrði38 og er ekki kröfu- harður.35 Hann getur vaxið við léleg birtuskilyrði39 og aðlagað ljóstillífun sína að mismunandi hitastigi.29 Hann er sagður þola birtuskort og kulda á svipaðan hátt og vatna- mari (Myriophyllum spicatum)40 en vatnamara er að finna á nokkrum stöðum á Íslandi þótt hann sé ekki algengur.41 Mikið er t.d. af honum í Ytriflóa í Mývatni3,5 þar sem hann myndar geysimiklar breiður ásamt hjartanykru.3 Tölur yfir neðri mörk heppileg- asta hitastigs fyrir kransarfa eru nokkuð á reiki. Sennilega er vöxtur hans nokkuð jafn á bilinu frá 16°C til 25°C 9 eða 28°C 39, en minnkar utan þessa bils. Nettóljóstillífun hefur þó mælst bæði við 5°C og 40°C.29 Þegar vetur gengur í garð tek- ur kransarfinn í auknum mæli að mynda sterkju í vefjum sínum, aðal- lega sprotunum.42 Talið er að sterkj- an sé næringarforði sem hjálpar tegundinni að lifa veturinn af og hefja vöxt að vori.11,29 Vitað er að kransarfi lifir af í vatni sem leggur tímabundið,9,29 allt upp í nokkrar vikur.43 Ekki er þó vitað nákvæm- lega hvert sé lágmarkshitastig fyrir kransarfa eða hve lengi hann getur haldið út við það hitastig.9 Kransarfi á auðveldara með að nota koltvíoxíð (CO2) sem kolefnis- gjafa í ljóstillífun en getur einnig notað bíkarbónatjón (HCO3-) 21 sem auðveldar honum að ljóstillífa við hátt pH. Í mikilli birtu og lágum styrk kolsýru getur hann auk þess lækkað pH næst neðra borði blað- anna en við það eykst styrkur koltvíoxíðs.44,45 Kransarfi hefur vissa lífefnafræðilega eiginleika svokallaðra C4-plantna11,29,44,46 en þær eiga betra með að ljóstillífa við lágan kolsýrustyrk, hátt hita- stig og mikla birtu.47,48 Kransarfi getur ljóstillífað á pH-bilinu 5,5 til 9,8 (háð alkalísku),21 en mest er ljóstillífunin við pH um 5,7–6,6 og minnkar við hækkandi pH.21 Aðferðir Sumarið og haustið 2009 var gengið meðfram afrennslisskurði Opnanna og leitað að stöðum með kransarfa allt til ósa Ölfusár. Ekki var botninn þó skrapaður heldur aðeins skimað eftir plöntunum. Tvisvar í mánuði var þekja kransarfa í Opnutjörninni áætluð sjónrænt, um hver mánaðamót og um miðbik mánaða. Á sama hátt 5. mynd. Samkeppni um birtuna í Opnutjörninni. Þéttur vöxtur kransarfa gat verið undir eða inni í nær samfelldri breiðu þráðþörunga. – Competing for the light in Opnur pond. Dense stands of the Brazilian waterweed were sometimes found under or inside the massive coverage of filamentous algae. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 30.06.2009. 6. mynd. Mælistaðurinn í norðurvík tjarnarinnar. Flotholtið fyrir hitanemann sést lengst til vinstri á myndinni (rautt). Aðeins fjær sömu megin markar fyrir uppstreymi. Gróðurinn sem sést er kransarfi. – The data logging station in the north cove of the Opnur pond. The float for the temperature data logger can be seen to the left (red). A bit farther away, on the same side of the cove, a hint of an upwelling can be seen. The vegetation seen is Brazilian waterweed. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 30.01.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 138 12/6/10 7:22:29 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.