Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 59
139 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags var þekja hjartanykru og þörunga ákveðin. Var þekjunni í hvert sinn skipt í fimm flokka eftir þéttleika (sjá 1. töflu) og teiknuð inn á kort af tjörninni. Til þekjunnar var talinn gróður sem lá í yfirborðinu. Þegar þörungar lágu yfir plöntunum var þekja plantnanna áætluð út frá rásum og eyðum sem fuglar höfðu myndað í þörungaþekjuna, auk þess sem mið var tekið af blómum og sprotum kransarfa (5. mynd) þar sem þeir náðu upp í gegn um þör- ungaflókann. Sjónræn ákvörðun þekju er ætíð háð talsverðri óvissu. Hún kann t.d. að hafa verið vanáætluð þá daga sem yfirborð hafði hækkað vegna mikilla rigninga eða þegar hvassviðri og öldur lömdu plönt- urnar niður. Opnur eru á berangri og vindur átti það iðulega til að tæta gróður á hlutum tjarnarinnar. Venjulega fylltist þó fljótt aftur í slík- ar eyður. Til að draga úr vægi slíkra truflandi áhrifa og líklegs misræmis í mati frá einu skipti til annars eru niðurstöðurnar fyrir hvern mánuð settar fram með því að sameina þrjú kort aðliggjandi í tíma (fyrri mán- aðamót, miðbik mánaðar og seinni mánaðamót) (undantekning: 2 kort í júlí og ágúst). Framsett kort hverra samliggjandi mánaða deila þannig með sér kortum frá mánaðamót- unum. Til að kanna hitastigið þar sem kransarfi óx voru settir út síritandi hitastigsnemar (Hobo U22 Water Temp Pro v2). Frá og með 22. sept- ember 2008 til og með 21. september 2009 skráðu nemarnir hitastigið á klukkustundar fresti á tveimur stöð- um í tjörninni og einum í afrennslinu (3. og 4. mynd), alls 8.760 mælingar á hverjum stað. Nemarnir í tjörn- inni voru hafðir um 1,5–2,0 m frá bakkanum á um 0,2 m dýpi. Öðrum nemanum þar var komið fyrir í lítilli og nokkuð skjólsælli vík í norður- enda tjarnarinnar (6. og 7. mynd). Í víkina seytlaði eða seig að jafnaði lítilsháttar kalt vatn. Heit uppspretta var um 4 m frá staðnum og önnur enn fjær. Á þessum mælistað var hafður aukanemi í um 0,4 m dýpi til að kanna hugsanlega lagskiptingu í efri vatnslögunum. Hinum nem- anum í tjörninni var valinn staður í suðvesturhluta hennar þar sem hún er breiðust, í um 10–15 m fjar- lægð frá heitri uppsprettu (8. mynd). Flokkur – Class Þekja í yfirborði – Coverage at the surface 0 0% 1 1–25% 2 26–50% 3 51–75% 4 76–100% 1. tafla. Flokkar notaðir til ákvörðunar á þekju kransarfa, hjartanykru og þörunga í yfirborði tjarnarinnar í Opnum í Ölfusi. – Classes used for the determination of coverage of Brazilian waterweed, perfoliate pondweed and algae in the water surface of the Opnur pond. 7. mynd. Gróðurinn í norðurvíkinni í júlí. Mosagrænu flekkirnir fjærst og til hægri eru hjartanykra en neðst á myndinni er blómstrandi, dimmgrænn kransarfi. – The vegetation in the north cove in July. The olive green patches farthest away and to the right are perfoliate pondweed but at the bottom of the picture Brazilian waterweed is seen in bloom. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 15.07.2009. 8. mynd. Suðvesturhluti Opnu tjarnarinnar. Á miðju sumri setti þörungaþekjan svip á tjörnina, sérstaklega þennan hluta hennar. Þráðþörungarnir náðu þó aldrei inn á svæðið næst uppsprettunni. – The South West basin of the Opnur pond. In the middle of summer the filamentous algae mat was characteristic for the Opnur pond. The algae never formed a mat closest to the spring upwelling. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 30.06.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 139 12/6/10 7:22:30 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.