Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 61
141 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sérstaklega á eldri hluta plantnanna. Eftir því sem þörungarnir sóttu í sig veðrið varð kransarfinn ræfilslegri, og í byrjun apríl voru blöðin hálfrot- in eða tætt og leggir á eldri hlutum víða nánast berir. Kransarfinn tók hins vegar við sér aftur með hækk- andi sól og var búinn að fá sinn fyrri lit og yfirbragð í byrjun júní. Alltaf var þétt kransarfaþekja í suðvesturhluta tjarnarinnar um- hverfis uppsprettuna, misstór eftir árstímum. Þörungamottan var um- fangsmikil í þessum hluta tjarnar- innar er leið á sumarið. Víða var þó þéttur gróður kransarfa merkjanleg- ur undir og inni í þörungabreið- unni. Í norðurvíkinni var kransarfi alltaf til staðar en ætíð innan um annan gróður og myndaði aldrei mjög þétta eða stöðuga þekju. Blómstrun kransarfans hófst um mánaðamótin apríl-maí og í byrjun júní var hún mikil þar sem hann óx þéttast. Allt sumarið var mikið blómaskrúð þar sem þekjan var um 75–100% og að hluta einnig 50–75% (11. mynd). Nokkuð al- menn blómstrun stóð fram í miðjan nóvember þótt blómum hefði þá fækkað verulega. Eftir það varð ekki vart blóma ef frá eru talin nokkur óútsprungin blóm um mánaðamótin nóvember-desember. Kransarfinn náði um 30 m upp eftir ósi lækjarsprænunnar frá Sundlaug og tæplega 2 km niður eftir afrennsli tjarnarinnar. Neðst á þeim kafla afrennslisins var hann í sérstaklega vöxtulegum torfum (12. mynd) en minni og stopulli ofar þar sem hann var í samkeppni við hjartanykru. Í mars 2009 voru neðri torfurnar litlar og ræfilslegar en stækkuðu og breiddust út a.m.k. alveg fram í nóvember. Ekki er vitað hvort kransarfinn var þarna í fram- för eða hvort um árstíðarbundnar sveiflur var að ræða. Þráðþörungar Fyrst varð vart við þörunga í ein- hverjum mæli í byrjun mars. Þeir voru slýkenndir og lausir í sér og víða allþéttir á botninum og neðri hluta plantnanna. Í fyrstu náðu þeir hvergi að mynda þétta þekju á yfir- borði en um miðjan apríl breyttist það, en þó aðeins þar sem krans- arfinn var fyrir því hann virtist að talsverðu leyti halda þörungamass- anum uppi. Um miðjan maí tóku mjög grófir þráðþörungar að verða ríkjandi við yfirborðið í suðvestur- hluta tjarnarinnar en í norðaustur- hluta hennar ekki að ráði fyrr en í ágúst og þar var þörungaþekjan auk þess ætíð gisnari. Voru þessir grófu þörungar grænir þar sem þeir voru ofan í vatninu en gulgrænir yfir vatnsborðinu (7. og 8. mynd). Var gulgræni liturinn einkennandi fyrir þörungamottuna á tjörninni allt sumarið. Í ágúst byrjaði þör- ungamottan víða að láta á sjá og var alveg horfin í byrjun október þótt við botninn sæjust leifar hennar sums staðar mun lengur. Hjartanykra Ekki varð vart við hjartanykru í tjörninni frá því um miðjan nóvem- ber fram í byrjun janúar. Eftir það sáust einstakar lágvaxnar plöntur á botninum á stöku stað. Fyrstu 10. mynd. Þekjur kransarfa í suðvesturhluta tjarnarinnar að vetrarlagi þegar annar gróður var ekki sjáanlegur. – Dense canopy of the Brazilian waterweed in winter when other vegetation was absent. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 16.01.2009. 11. mynd. Blómskrúðið var áberandi þar sem þekja kransarfa var þéttust. – The eye- catching flower field where the stands of Brazilian waterweed were densest. Ljósm./ Photo: Tryggvi Þórðarson, 30.06.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 141 12/6/10 7:22:34 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.