Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 61
141 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sérstaklega á eldri hluta plantnanna. Eftir því sem þörungarnir sóttu í sig veðrið varð kransarfinn ræfilslegri, og í byrjun apríl voru blöðin hálfrot- in eða tætt og leggir á eldri hlutum víða nánast berir. Kransarfinn tók hins vegar við sér aftur með hækk- andi sól og var búinn að fá sinn fyrri lit og yfirbragð í byrjun júní. Alltaf var þétt kransarfaþekja í suðvesturhluta tjarnarinnar um- hverfis uppsprettuna, misstór eftir árstímum. Þörungamottan var um- fangsmikil í þessum hluta tjarnar- innar er leið á sumarið. Víða var þó þéttur gróður kransarfa merkjanleg- ur undir og inni í þörungabreið- unni. Í norðurvíkinni var kransarfi alltaf til staðar en ætíð innan um annan gróður og myndaði aldrei mjög þétta eða stöðuga þekju. Blómstrun kransarfans hófst um mánaðamótin apríl-maí og í byrjun júní var hún mikil þar sem hann óx þéttast. Allt sumarið var mikið blómaskrúð þar sem þekjan var um 75–100% og að hluta einnig 50–75% (11. mynd). Nokkuð al- menn blómstrun stóð fram í miðjan nóvember þótt blómum hefði þá fækkað verulega. Eftir það varð ekki vart blóma ef frá eru talin nokkur óútsprungin blóm um mánaðamótin nóvember-desember. Kransarfinn náði um 30 m upp eftir ósi lækjarsprænunnar frá Sundlaug og tæplega 2 km niður eftir afrennsli tjarnarinnar. Neðst á þeim kafla afrennslisins var hann í sérstaklega vöxtulegum torfum (12. mynd) en minni og stopulli ofar þar sem hann var í samkeppni við hjartanykru. Í mars 2009 voru neðri torfurnar litlar og ræfilslegar en stækkuðu og breiddust út a.m.k. alveg fram í nóvember. Ekki er vitað hvort kransarfinn var þarna í fram- för eða hvort um árstíðarbundnar sveiflur var að ræða. Þráðþörungar Fyrst varð vart við þörunga í ein- hverjum mæli í byrjun mars. Þeir voru slýkenndir og lausir í sér og víða allþéttir á botninum og neðri hluta plantnanna. Í fyrstu náðu þeir hvergi að mynda þétta þekju á yfir- borði en um miðjan apríl breyttist það, en þó aðeins þar sem krans- arfinn var fyrir því hann virtist að talsverðu leyti halda þörungamass- anum uppi. Um miðjan maí tóku mjög grófir þráðþörungar að verða ríkjandi við yfirborðið í suðvestur- hluta tjarnarinnar en í norðaustur- hluta hennar ekki að ráði fyrr en í ágúst og þar var þörungaþekjan auk þess ætíð gisnari. Voru þessir grófu þörungar grænir þar sem þeir voru ofan í vatninu en gulgrænir yfir vatnsborðinu (7. og 8. mynd). Var gulgræni liturinn einkennandi fyrir þörungamottuna á tjörninni allt sumarið. Í ágúst byrjaði þör- ungamottan víða að láta á sjá og var alveg horfin í byrjun október þótt við botninn sæjust leifar hennar sums staðar mun lengur. Hjartanykra Ekki varð vart við hjartanykru í tjörninni frá því um miðjan nóvem- ber fram í byrjun janúar. Eftir það sáust einstakar lágvaxnar plöntur á botninum á stöku stað. Fyrstu 10. mynd. Þekjur kransarfa í suðvesturhluta tjarnarinnar að vetrarlagi þegar annar gróður var ekki sjáanlegur. – Dense canopy of the Brazilian waterweed in winter when other vegetation was absent. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 16.01.2009. 11. mynd. Blómskrúðið var áberandi þar sem þekja kransarfa var þéttust. – The eye- catching flower field where the stands of Brazilian waterweed were densest. Ljósm./ Photo: Tryggvi Þórðarson, 30.06.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 141 12/6/10 7:22:34 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.