Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 62
Náttúrufræðingurinn 142 Hitastig Meðalhitastig vatnsins á 12 mánaða athugunartímabilinu var hæst í norðurvíkinni en lægst í afrennslinu. Á öllum stöðunum var meðalhitastig hvers mánaðar lægst í desember og hæst í júlí (2. tafla). Í norðurvíkinni var meðalhita- stigið (klukkutímagildi, N = 8.760) á meira dýpinu (0,4 m) marktækt lægra en á minna dýpinu (0,2 m) (parað t-próf tveggja hópa, p < 0,001) en einungis munaði 0,36°C. Á 13. mynd er dreifing hitastigs- mælinga sýnd fyrir hvern mælistað. Í nyrðri víkinni var hitastigið jafnast og yfirleitt í hærri kantinum. Meiri dreifing var á hinum mælistöðunum og var hitastigið í suðvesturhluta tjarnarinnar að jafnaði hærra en í skurðinum en lægra en hitastigið í norðurvíkinni. Yfirleitt var frekar lítill munur á hitastigi á milli árstíða (14.–16. mynd). Sumarið skar sig þó greini- lega úr á öllum mælistöðunum með hærra hitastig. Í skurðinum var hitastig um haustið, veturinn og vorið nokkuð svipað en í suðvest- anverðri tjörninni var vatnið áber- andi kaldara að vetrarlagi. Mesti árs- tíðamunur á dreifingu hitastigsgilda var í skurðinum. Umræður Vegna jarðhitaáhrifanna eru aðstæð- ur í Opnunum einstæðar til rann- sókna á hitastigsháðum eiginleikum vatnalífvera, m.a. rannsókna sem annars yrðu aðeins gerðar á rann- sóknastofu. Þar er hægt að fylgjast með viðgangi kransarfa við mjög mismunandi hitafar. Þótt kalt vatn seytli inn í tjörnina í norðurvíkinni bentu mælingar á hitastigi á mismunandi dýpi ekki til að lagskipting myndaðist í efstu 0,4 metrunum. Er það líklega bæði vegna áhrifa vinds og hreyfingar sem uppspretturnar koma af stað í vatninu. Nálægðin við uppsprettur- nar og lítið yfirborð í víkinni skýrir einnig litla dreifingu hitastigsgild- anna yfir allt árið (13. mynd) og svip- aða dreifingu hitastigs eftir árstíðum það myndaði hún sums staðar stað- bundna, þétta, nokkuð stóra flekki en aldrei samfelldar breiður (7. mynd) nema í efri hluta afrennslis- ins og í Sundlaug. Hún blómstraði frá júnílokum og fram í lok ágúst. Síðustu leifar hjartanykru í yfirborði sáust í lok október. hjartanykruplönturnar náðu yfir- borðinu um miðjan apríl og í lok apríl mátti sjá um metralangar hjartanykruplöntur allvíða, sérstak- lega í hægum straumnum næst útrásinni. Fram í júní voru stakar plöntur vanalegar innan um annan gróður um nær alla tjörn. Eftir Norðurvíkin – The north cove Suðvesturhlutinn – The SW part of the pond 870 m neðan útfalls – The outlet 870 m downstream Mælingar á klst. fresti í 365 daga – Hourly measurements for 365 days (°C) Meðaltal – Average 23,6 18,3 14,8 Miðgildi – Median 23,9 18,9 14,7 Staðalfrávik – SD 2,1 3,8 4,0 Lágmark – Min. 8,4 2,8 0,0 Hámark – Max. 27,8 26,1 22,8 90percentile 25,8 22,7 20,2 10percentile 21,2 13,0 10,0 Dreifingarmörk mánaðarmeðaltala – Range of daily means (°C) Lágmark – Min 14,1 7,4 1,9 Hámark – Max. 26,4 24,0 22,0 Dreifingarmörk mánaðarmeðaltala – Range of monthly means (°C) Lágmark – Min. 22,3 14,2 11,5 Hámark – Max. 25,8 22,8 20,3 2. tafla. Hitastig í tjörninni í Opnum 22.9. 2008–21.9. 2009 á 0,2 m dýpi. – Temperature data for the Opnur pond from Sept. 22, 2008 to Sept. 21, 2009 at a depth of 0.2 m. 12. mynd. Kransarfatorfa í afrennslinu um 1,8 km neðan við tjörnina í Opnunum. Gul- brúni liturinn stafar af járnútfellingum vegna járnríks vatns frá framræsluskurðum. – A patch of Brazilian waterweed about 1.8 km downstream from the Opnur pond. The orangeish color is caused by iron depositing on the plants due to imput of iron-rich water from drainage ditches. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 22.09.2009. 80 3-4#Loka_061210.indd 142 12/6/10 7:22:34 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.