Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn
144
Þótt það hafi ekki verið rannsak-
að sérstaklega er það mat höfundar
að hjartanykran hafi aðeins lítillega
látið undan síga enn sem komið
er. Tegundin virðist allvel aðlöguð
að aðstæðunum í Opnum og vel
er hugsanlegt að hún þrífist betur
en kransarfinn á stöðum þar sem
hitinn í tjörninni er mestur. Hjarta-
nykra fjölgar sér aðallega með jarð-
stönglum en ber einnig fræ.49 Hún er
þekjumyndandi eins og kransarfinn
og getur frumframleiðsla hennar
orðið mikil við réttar aðstæður.31,50
Vísbendingar eru um að hún geti
aðlagast 40°C heitu vatni51 og að
brúttóljóstillífun gangi best við um
37–38°C en að það dragi þó úr nettó-
ljóstillífun við hitastig yfir 33°C.52
Á árunum 1978–1980 var hitastigið
í helstu uppsprettunum í Opnunum
um 30°C 31 en var í kringum 28°C
þegar rannsóknin var gerð. Um 2°C
lækkun virðist hafa orðið á hitastig-
inu í uppsprettunum í Opnunum
á undanförnum 30 árum eða svo.
Lækki hitastigið um örfáar gráður
til viðbótar er ekki ósennilegt að
möguleikar hjartanykrunnar muni
versna talsvert. Ástæður hitastigs-
lækkunarinnar eru ekki þekktar en
nýting jarðhita á nálægum svæðum
er ekki útilokuð.
Í Opnunum stendur hjartanykran
auk þess verr að vígi en kransarfinn
að því leyti að á veturna er hún í
dvala og aðeins ræturnar lifa en þá
er kransarfinn í fullum vexti og fær
því gott forskot.
Það er væntanlega aðallega hiti
vatnsins sem gerir kransarfanum
kleift að ná svo góðri fótfestu í tjörn-
inni. Óljóst er hins vegar hvort hann
getur þrifist í vötnum á Íslandi án
jarðhitaáhrifa. Fyrstu vísbendingar
um hvort svo sé eru hversu langt
niður eftir afrennslinu frá tjörninni
í Opnum hann getur vaxið. Þarna
er væntanlega að finna hitastigul frá
því sem hentar kransarfanum mjög
vel og allt niður í það sem hann
getur varla þrifist við.
Ekki er útilokað að kransarfi í
afrennslinu hafi dreift sér neðar en
kom í ljós í rannsókninni, þar sem
vatnið í skurðinum dýpkar eftir því
sem nær dregur ósnum og plöntur
sem vaxa á botninum myndu leggj-
ast undan straumi og því ekki ná
vatnsborðinu. Plöntuhlutar krans-
arfa eru stöðugt að berast niður eftir
frárennslinu svo enginn hörgull er á
dreifingu hans frá Opnunum í Ölfus-
forirnar og ósa Ölfusár og Varmár.
Plöntuhlutarnir geta síður dreifst
á móti straumi svo líkurnar eru
litlar á að kransarfinn dreifist að ráði
upp eftir Varmá eða hliðarskurð-
um með rennsli. Kransarfi gæti þó
e.t.v. borist með fuglum13 og jafnvel
styttri vegalengdir með flóðum eða
vindreki og svo auðvitað mönnum.
Það er síðan háð lífsskilyrðum á nýj-
um áfangastað hvort hann getur náð
sér þar á strik. Ætla má að hitastig
í efstu lögum yfirborðsvatns á Ís-
landi nái víða 10–15°C á sumrin.
Eins og fram kom hefur nettóljós-
tillífun kransarfa mælst jákvæð við
5°C en aðeins þegar birtustig var
meira en 10 klx (kílólúx).29 Vöxtur
kransarfans í tjörninni í Opnum
á miðjum vetri sýnir að þá getur
sólarljós til ljóstillífunar verið nægj-
anlegt á þessari breiddargráðu. Sú
spurning hlýtur því að vakna hvort
samanlögð ljóstillífun og næring-
arforði gæti nægt til að halda lífi
í kransarfaplöntum yfir veturinn
í einhverjum venjulegum íslensk-
um vötnum, þ.e. vötnum þar sem
jarðhitaáhrifa gætir ekki. Sé svo
aukast líkurnar á að hérlendis geti
hann þrifist víðar en í Opnunum,
þótt alls ekki sé víst að hann muni
eiga þar auðvelt uppdráttar. Ekki
sýnist líklegt að hann verði ágengur
við venjulegt hitafar í íslenskum
vötnum. Sú ályktum byggist aðal-
lega á þeim upplýsingum heimilda
sem vitnað var til að framan um kjör-
og vaxtarhitastig kransarfa, en auk
þess styður mynstur fundarstaða,
þekjuhlutfalls og hitafars í þessari
rannsókn þær upplýsingar í grófum
dráttum. Í vötnum með venjulegt
hitafar væri hann líklega nálægt
neðri hitastigsmörkum fyrir vöxt og
viðgang tegundarinnar. Staðir hér-
lendis þar sem jarðhita gætir í yfir-
borðsvatni gætu hins vegar hentað
kransarfa mun betur. Víða eru volgir
smálækir frá laugum og hverum en
óvíst hvort þar er nægur stöðugleiki
í hitastigi nálægt kjörhitastigi hans.
Varmár eru fáar en ekki er hægt að
útiloka að kransarfi gæti þrifist í
lygnum köflum þeirra berist hann
þangað. Volgar uppsprettur í vötnum
eru einnig hugsanlegir vaxtarstaðir
kransarfa, t.d. í Ytriflóa í Mývatni.
Þeir staðir sem helst kæmu til greina
eru þó fáir og líkurnar á að hann
berist þangað af sjálfsdáðum í flest-
um tilvikum alls ekki miklar.
Lofslagshlýnun hefur þegar
hafist yfir Íslandi.53 Þar sem hiti
vatna ræðst að talsverðu leyti af loft-
hita54,55,56 mun áframhaldandi hlýn-
un loftslags á Íslandi hafa þau áhrif
á vistkerfi vatna að hitastig þeirra
hækkar. Ef fer sem horfir breytast
því vistkerfi íslenskra vatna í þá
átt að varmakærar plöntur eins og
kransarfi verða samkeppnishæfari.
Eins og áður sagði eru þegar komnar
fram vísbendingar um að fylgni sé á
milli loftslagshlýnunar og fjölgunar
staða þar sem kransarfi hefur orðið
ríkjandi í ám.25 Ef ekki munar miklu
að kransarfi geti almennt þrifist við
núverandi aðstæður á Íslandi getur
áframhaldandi hlýnun því aukið
möguleika hans að því leyti. Verði
hann áfram til staðar í Opnum gæti
hann hugsanlega dreifst þaðan, en
líklegra er þó að hann muni ber-
ast út í náttúruna frá vatnsbúrum
og garðtjörnum. Í þessu sambandi
ber að hafa í huga að tegund sem
er ágeng á einu landsvæði er það
ekki endilega á öðru þótt hún hafi
náð þar fótfestu. Hún kann þess í
stað allt eins að auka líffræðilega
fjölbreytni og styrkja vistkerfi við-
komandi svæðis.
Við fyrstu sýn kann það að virðast
langsótt að vatnsbúrsplanta sem á
uppruna sinn í heittempruðu lofts-
lagsbelti skuli ná að festa rætur í
íslenskum vötnum. Tilvist krans-
arfans á Íslandi er þó staðreynd og
ekki er hægt að útiloka að hann gæti
dreifst víðar þótt hann gæti eins tal-
ist í útrýmingarhættu á meðan hann
vex ekki á fleiri stöðum en nú.
Ýmsar aðrar vatnaplöntur sem
eru notaðar í vatnsbúrum hafa
sums staðar orð á sér fyrir að vera
ágengar.14,16,35,57–64 Má þar t.d. nefna
kniplingajurt (Lagarosiphon major),
80 3-4#Loka_061210.indd 144 12/6/10 7:22:35 AM