Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 67
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sigurður H. Magnússon og Bryndís Marteinsdóttir Árangur birkisáninga á uppgræddu landi í Gára Birki (Betula pubescens Ehrh.) er eina innlenda trjátegundin sem myndar skóglendi á Íslandi. Nú á tímum þekur birki um 1% landsins en talið er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi um fjórðungur þess verið klæddur birkiskógi. Á síðustu áratugum hefur áhugi manna aukist á að endurheimta eitthvað af hinum fornu skógum. Til að kanna hvort koma mætti upp birkiskógi með auðveldum hætti var fræi sáð í uppgrætt land í Gára ofan Gunnarsholts á Rangárvöllum árin 1992 og 1994. Meginmarkmið verkefnisins sem hér er kynnt var að kanna árangur þessara sáninga og meta hversu vænleg sáning er við endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Í september 2007 var Gári heimsóttur að nýju og birkiplöntur mældar. Niðurstöðurnar sýna að sáning birkis í Gára hefur borið allgóðan árangur. Þéttleiki þess var á bilinu 37 til 510 plöntur á hektara. Dreifing birkisins var hins vegar mjög blettótt, líklega vegna mismunandi umhverfisskilyrða fyrir landnám birkisins. Birkiplöntur voru yfirleitt eins til fjögurra stofna. Meðal- hæð var 45 cm en hæstu tré voru 120–160 cm. Aðeins um 6% birkiplantnanna báru rekla og voru þær allar 60 cm eða meira á hæð. Mikill meirihluti birkis- ins óx nálægt víði. Allra næst víðinum (<25 cm) voru birkiplöntur fremur lágvaxnar en mikill breytileiki var á hæð plantna í 25–150 cm fjarlægð; þar voru lágvaxnar plöntur en einnig þær sem hæstar voru. Ástæða þessa mikla munar er ekki ljós en hann gæti stafað af mismunandi svepprótarsmitun. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þar sem spírunar- og upp- vaxtarskilyrði eru hentug má með sáningu birkis stuðla að endurheimt birkiskóga á tiltölulega einfaldan og ódýran hátt. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 147–156, 2010 Inngangur Birki (Betula pubescens Ehrh.) er eina innlenda trjátegundin sem myndar skóg hérlendis og er því lykiltegund í íslenskum skógum.1 Birkið getur komið snemma inn í framvindu2,3 og var t.d. ein af fyrstu háplöntunum sem námu land á nýjum jökulaurum við Skaftafellsjökul um 1960.2 Áætlað hefur verið að við upphaf landnáms Íslands hafi birkiskógar og kjarr klætt á milli 28.000 km2 og 40.000 km2 landsins.4,5 Birkiskógarnir eyddust hins vegar hratt á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og nú er birki aðeins að finna á um 1.200 km2 lands.4,6 Á síðustu áratugum hafa margir sýnt því áhuga að auka veg birkiskóganna og endurheimta ein- hvern hluta þeirra.7,8 Gróðursetning ungplantna er sú aðferð sem mest hefur verið notuð, en fræsáningu hefur einnig verið beitt í minna mæli.8 Á fyrri hluta 20. aldar voru gerðar nokkrar tilraunir til að endurheimta birkiskóga með sáningum. Dæmi um árangursríkar sáningar frá þessum tíma má sjá á Haukagili í Vatnsdal,9 í Haukadal í Biskupstungum10 og í Gunnlaugsskógi við Gunnarsholt á Rangárvöllum.11 Á Haukagili var sáð í grýtt mólendi en fyrir sáningu hafði verið skorið niður úr sverði.9 Í Haukadal var birki sáð í plægt og herfað mólendi,10 en í Gunnlaugs- skógi var sáð í hálfgróið uppgrætt land, bæði í óhreyfðan svörð og þar sem rist hafði verið ofan af grónum blettum.12 Á síðustu 20–30 árum hefur áhugi á endurheimt birkiskóga 1. mynd. Horft eftir gamla rofjaðrinum syðst í Gára. Hekla í baksýn. – Gári South Iceland. Hekla volcano in the background. Ljósm./Photo: Sveinn Runólfsson, 20.08.2008. 80 3-4#Loka_061210.indd 147 12/6/10 7:22:37 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.