Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 68
Náttúrufræðingurinn 148 2. mynd. Yfirlit yfir sáningarsvæðið í Gára á Rangárvöllum. Birkifræi var sáð í landið í júní 1992 (gult) og í október 1994 (gulbrúnt). Vestur- og austurmörk eru ekki nákvæm. Útbreiðsla birkis í Gára í júní 2008 er afmörkuð með ljósri línu. Myndkort: Loftmyndir ehf. – Overview of the study area in Gári South Iceland. The area was seeded with birch in June 1992 (yellow) and October 1994 (orange). The distribution of birch in June 2008 is shown by a white line. með beinum fræsáningum auk- ist að nýju. Um 1975 gerði Ágúst Árnason árangursríka tilraun með dreifingu áburðar ásamt grasfræi og birkifræi í hálfgróinn mel í Hvammi í Skorradal.13 Árið 1987 hófust á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) tilraunir með sáningu birkis í margs konar land. Niðurstöður þeirra tilrauna sýndu að einna best- ur árangur náðist þar sem land var hálfgróið eða með mjög þunnu gróðurlagi (<1 cm). Hins vegar var lítill árangur af sáningu í algróið land og land með óstöðugu yfir- borði.12 Svipaðar niðurstöður feng- ust í tilraun Ásu L. Aradóttur við Gunnlaugsskóg á Rangárvöllum.11 Niðurstöður tilrauna RALA bentu einnig til þess að nálægð við víði hefði mjög jákvæð áhrif á lífslíkur og vöxt ungra birkiplantna og var það talið stafa af því að nálægt víðinum smituðust fræplöntur birkisins fljótt af svepprót.14 Í kjölfar þessara tilrauna var á árunum 1992 og 1994 sáð birki á nokkrum stöðum í uppgrætt og beitarfriðað land á Rangárvöllum. Megintilgangur sáningar var að nýta niðurstöður tilraunanna til að koma birki í land með tiltölulega ódýrum hætti og stuðla þannig að endurheimt birkiskóga. Gári, sem er ofan Gunnarsholts á Rangárvöllum, var eitt þessara svæða (2. mynd). Þar blés land upp í lok 19. aldar en var grætt upp með dreifingu tilbúins áburðar og sáningu grasfræs á ár- unum 1962–1975 (Sveinn Runólfs- son, munnl. uppl.). Í nágrenni Heklu er nú unnið að endurheimt kjarrlendis og birki- skóga undir merkjum Hekluskóga (hekluskogar.is). Í því verkefni er lögð áhersla á að nýta sjálfsáningu birkis. Fræmyndun verður aukin með því að planta birki í lundi og land gert móttækilegra fyrir landnám birkis með uppgræðslu.15 Það er því mjög áhugavert að meta hverju um 15 ára gamlar birkisáningar í Gára hafa skilað en úttekt á þeim hefur ekki verið gerð fyrr. Í samvinnu 80 3-4#Loka_061210.indd 148 12/6/10 7:22:38 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.