Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 73
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Umræður Birkið í Gára, útbreiðsla og uppruni Athugun á útbreiðslu birkis í Gára snemmsumars 2008 sýnir að birki finnst ekki eingöngu þar sem því var sáð heldur einnig í nokkrum mæli utan sáningarsvæðis, einkum vestsuðvestur af því (2. mynd). Hér getur verið um að ræða dreifingu fræs frá fjarlægum fræuppsprett- um, af fræi sem myndast hefur á sjálfsánum plöntum í Gára eða af fræi sem þar var sáð en hefur síðan flust til eftir sáningu (síðdreifing – e. secondary dispersal). Plönturnar sem fundust við sáningu 1992 og 1994 í Gára sýna að fræ berst í einhverjum mæli þangað um langan veg. Sum- arið 1994 voru þær stærstu orðnar um 30 cm á hæð og gætu því hafa farið að bera fræ um tveimur árum síðar, þegar þær höfðu náð um 60 cm hæð (sbr. 5. mynd). Miðað við að plönturnar voru allar sunnarlega í Gára og að fræ dreifist aðallega undan norðaustan- og austanáttum á þessum slóðum20 má reikna með að birkið syðst í Gára og vestsuð- vestur af sáningarsvæðinu megi að einhverju leyti rekja til fræs sem myndast hefur á svæðinu. Ekki er heldur hægt að útiloka síðdreifingu fræs með vindi og vatni eða frekari dreifingu fræs inn á svæðið um lang- an veg. Sniðin þrjú sem mæld voru í úttektinni eru öll á austurhluta sáningarsvæðisins og því áveðurs við þær sjálfsánu plöntur sem fund- ust í Gára 1992 og 1994. Því má reikna með að langmest af því birki sem fannst á sniðunum í Gára hafi komið upp af því fræi sem þar var sáð (3. mynd). Árangur sáninga, hæð og vaxtarlag Niðurstöður þessarar úttektar sýna að sáning birkis í Gára hefur borið allgóðan árangur. Þéttleiki plantna yfir 10 cm á hæð á sniðunum er þó frekar lítill, eða frá 37 upp í 510 pl/ ha. Þéttleiki ungs sjálfsáins birkis í nágrenni eldri birkiskóga, þar sem fræregn er verulegt, getur verið mjög mikill. Mælingar í Gunnlaugs- skógi sem gerðar voru árið 1989 sýndu t.d. að þéttleiki nálægt birki- lundum var sums staðar yfir 200.000 plöntur á hektara.11 Lengra frá nátt- úrlegum fræuppsprettum er þétt- leiki sjálfsáins birkis miklu minni. Þéttleiki birkis á Skeiðarársandi var frá 50 upp í 1100 plöntur á hekt- ara árið 2004, þegar um 20 ár voru liðin frá því að birki hóf að nema þar land,3 sem er mjög svipað og í Gára. Samanborið við lágvaxna kjarrskóga er þéttleikinn í Gára lítill. Þéttleiki í eldri birkiskógum á Vesturlandi með 2,3–2,4 m ríkjandi hæð hefur t.d. mælst 4730–7330 pl/ha.21 Hins vegar er þéttleiki oft minni í hávaxnari birkiskógum. Í Vatnshornsskógi í Skorradal er ríkjandi hæð t.d. um 4,6 m og þéttleiki þar er um 2870 pl/ha.21 Í gamla Hallormsstaðarskógi er yfirhæð um 7,8 m og þéttleiki um 2750 pl/ha.22 Í gömlum birkiskógi í Viðey í Þjórsá, þar sem þéttleiki birkis hefur verið mældur á þrem- ur stöðum, var yfirhæð 2,5–4,5 m og þéttleiki 800–3800 pl/ha.23 Mið- að við landsúttekt sem gerð var á íslenskum birkiskógum á árunum 1987–1991 telst þéttleiki ≤ 1000 tré/ ha mjög lítill.24 Af þessu er ljóst að þéttleiki birkis á sniðunum í Gára er talsvert undir því sem víða finnst í birkiskógum hér á landi. Útbreiðsla birkis í Gára er blett- ótt og vaxa plönturnar víðast hvar nokkrar saman í þyrpingum (4. mynd). Hugsanlegt er að þetta stafi af ójafnri dreifingu fræs við sáningu. Líklegra er þó að þetta endurspegli Snið 1 – Transect 1 N = 96 Snið 2 – Transect 2 N = 13 Snið 3 – Transect 3 N = 93 Þéttleiki víðis Plöntur/ha – Plants/ha 2.240±135 a 1.460±351 b 1.820±130 ab 2. tafla. Meðalþéttleiki víðis (plöntur á ha ± staðalskekkja) við birki á þremur sniðum í Gára. Mismunandi bókstafir tákna marktækan mun (p<0,05) á milli meðaltala, sam- kvæmt Tukey-prófi. – Mean density (plants per ha ± se) of willow plants in the vicinity of birch plants at the three study transects in Gári. Different letters represent significant differences (p<0,05) according to Tukey test. 7. mynd. Samband fjarlægðar frá næsta víði og hæðar birkiplantna í Gára. Rauð lína sýnir línulegt aðhvarf hæðar birkis við fjarlægð frá víði. Grænar línur tákna meðalhæð birkis. – The relationship between distance from the nearest willow and height of birch. Linear regression line is shown in red, means are denoted with green lines. Fjarlægð frá næsta víði, cm – Distance from nearest willow H æ ð bi rk is, cm – H eig ht of b irc h 80 3-4#Loka_061210.indd 153 12/6/10 7:22:41 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.