Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 74

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 74
Náttúrufræðingurinn 154 mismun í umhverfisskilyrðum. Birkifræ spírar yfirleitt vel í opnu landi þar sem svarðlag er gisið en verr eða ekki þar sem gróðurþekja er þétt, þykk og órofin.11,12 Afkoma kímplantna er á hinn bóginn oft lítil í ógrónu landi, m.a. vegna mikillar frostlyftingar,11,12 vetrarþurrks, skaf- rennings og sandfoks.25,26 Hentugar aðstæður fyrir uppvöxt birkis eru einkum í hálfgrónu landi með opn- um í gróðursverði, þunnu mosalagi eða lífrænni skán11,12 og þar sem ein- hver víðir er til staðar.14 Líklegt er að útbreiðsla birkis í Gára endurspegli þau svæði þar sem þessar aðstæður voru ráðandi þegar sáð var í landið á árunum 1992–1994. Þéttleiki plantna var einmitt mestur á sniði 1 þar sem gróðurþekja var hvað opnust og þéttleiki víðis mestur (1.–2. tafla). Tekið skal fram að á því svæði var birki sáð tvisvar og væntanlega hef- ur það aukið á þéttleikann. Birkið í Gára var að jafnaði eins til fjögurra stofna og fremur beinvaxið. Það mun því líklega mynda allhávaxinn skóg er fram líða stundir en rann- sóknir á íslensku birki hafa sýnt að einstofna eða fástofna tré verða að jafnaði hávaxnari en þau sem margstofna eru.24 Birkið í Gára er enn lágvaxið, hæsta plantan var 160 cm en meðalhæð aðeins 45 cm (7. mynd). Reikna má með að flestar plöntur hafi vaxið upp sumarið eftir sáningu. Einhverjar hafa þó komið upp seinna því nokkur spírun getur orðið á öðru ári12 og jafnvel síðar, en vitað er að birkifræ getur lifað í meira en 4 ár í jarðvegi.27,28 Ef gert er ráð fyrir að birkið sé 12–14 ára fæst meðalvaxtarhraðinn 3,2–3,7 cm/ár, sem er aðeins fyrir neðan lægsta meðalvaxtarhraða birkis í Skandinavíu (4–11 cm/ár)29 og á Íslandi (4,8–7,3 cm/ár).30 Birkið í Gára er þó enn ungt en rannsóknir á meðalvaxtarhraða sem nefndar eru hér að framan eru byggðar á eldri og stærri plöntum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að greinilegt jákvætt samband er á milli stofnflatarmáls og aldurs birkis, a.m.k. meðan plönturnar eru ungar.3 Mikill breytileiki í stærð birkis í Gára þýðir þó ekki endilega að plöntur séu misgamlar því verulegur mun- ur getur verið á milli jafngamalla plantna. Það fer m.a. eftir því hve- nær fræ spírar12 en ekki síður eftir vaxtarskilyrðum nákvæmlega þar sem ungplantan vex.11,12 Birkið virðist ekki hafa veruleg skjóláhrif í Gára því gróðurþekja var svipuð bæði hlémegin og áveðurs við plönturnar. Fræmyndun Aðeins lítill hluti (6,0%) birkisins í Gára hafði myndað rekla haust- ið 2007 (5. mynd). Rannsóknir á íslensku birki hafa sýnt að fræmynd- un getur hafist upp úr 5 ára aldri. Blómstrandi plöntur eru fáar í fyrstu en þeim fjölgar eftir því sem þær verða eldri.3,11 Elstu birkiplönturnar á sniðunum í Gára hafa líklega verið 13–15 ára. Þó skal tekið fram að hugs- anlegt er að hæsta mælda plantan (160 cm), sem óx sunnarlega á sniði 3, hafi verið eldri og sjálfsáin. Hún skar sig talsvert úr öðrum plöntum því hún var um 40 cm hærri og með um helmingi fleiri rekla (≈100) en þær plöntur sem næst henni komu (7. mynd). Ef þetta er rétt er hlutfall fræberandi sáðplantna heldur lægra en mælingarnar sýna (5. mynd). Bent hefur verið á að sennilega sé það stærð plantna fremur en aldur sem ráði fræmyndun.31 Í Gára bar engin planta undir 60 cm þrosk- aða rekla en meðalhæð plantna með rekla var 107 cm. Meðalhæð mældra birkiplantna á svæðinu var aftur á móti aðeins 45 cm. Flestar plöntur höfðu því líklega ekki náð nægilegri stærð til fræmyndunar. Fræframleiðsla birkis í Gára mun sennilega taka kipp á næstu árum, þegar plönturnar stækka, og þar sem flest birkifræ dreifast stutt frá móðurplöntu mun fræregn aukast þar til muna.11 Áhrif víðis á vöxt birkis Rannsóknir á uppvexti og afkomu birkis á hálfgrónum mel í Vakalág um 6 km suðvestur af Gunnarsholti sýndu að hjá birkiplöntum á fyrsta og öðru ári var greinilegt jákvætt samband milli stærðar plantna og fjarlægðar frá víði.14 Birkiplöntur sem voru nær víði en 65 cm voru að meðaltali stærri en þær sem voru fjær. Var þetta skýrt með því að þær plöntur sem voru nálægt víði myndi tengsl við svepprót víðisins snemma á lífsferlinum14 og þau eru talin geta aukið vöxt birkisins.32 Í Gára óx yfirgnæfandi meirihluti birkiplantna nálægt víði (6. mynd). Niðurstöðurnar sýndu einnig að í 0 til 250 cm fjarlægð hækkaði birkið marktækt með aukinni fjarlægð frá víði, þótt sambandið væri frekar veikt (7. mynd). Þá kom einnig fram að allra næst víðinum (<25 cm) voru allar birkiplönturnar fremur lágvaxnar en mikill breytileiki var í hæð birkiplantna í 25–150 cm fjar- lægð frá næsta víði. Að plönturnar séu svo lágvaxnar allra næst víð- inum má líklega rekja til samkeppni við víðinn og þann gróður sem næst honum vex. Mikill stærðarmunur á plöntum í 25–150 cm fjarlægð er athyglisverður. Ef gert er ráð fyrir að ekki sé mikill munur á aldri bendir það til þess að vaxtarskilyrði séu misjöfn á þessu fjarlægðarbili. Í rannsókninni í Vakalág kom einmitt fram slíkt mynstur, bæði hjá eins árs og tveggja ára plöntum, því nálægt víði var bæði að finna „mjög litlar“ plöntur og „mjög stórar“.14 Hugsanlega á breytileiki í næringar- ástandi jarðvegs hér hlut að máli en líklegra er að ástæðuna megi rekja til svepprótar. Vel má vera að þær fræplöntur sem eru nálægt virkustu svepprótum víðisins nái að vaxa hraðar og komist frekar á legg en þær sem eru ekki í slíkri aðstöðu þótt allar séu þær tiltölulega nálægt víði. Þetta gæti einnig skýrt það að ekki var marktækur munur á hæð birkis nálægt víði (<250 cm) og fjarri víðiplöntum (>250 cm) (7. mynd). Rannsóknir við svipaðar aðstæð- ur annars staðar hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á vöxt og viðgang ungplantna af tengingu milli plantna um svokölluð svepprót- arnet (e. mycorrhizal networks)33,34 en þá tengjast plöntur sömu eða mis- munandi tegundar um net svepp- þráða. Á eldfjallinu Fuji í Japan kom 80 3-4#Loka_061210.indd 154 12/6/10 7:22:41 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.