Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 75
155 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags t.d. fram að ungplöntur af Betula ermanii og Larix kaempferi nutu góðs af nærveru við Salix reinii, sem er frumherji á vikursvæðum í hlíðum fjallsins. Plöntur sem gróðursettar voru nálægt víðinum mynduðu t.d. auðveldlega svepprót og uxu mun betur en þær sem gróðursettar voru í land án víðis. Sams konar áhrif komu einnig fram hjá ungplöntum S. reinii sem gróðursettar voru við eldri víðiplöntur.33 Rannsóknir hafa þó sýnt að áhrif tengingar um svepprótarnet fyrir vöxt ungplantna eru ekki á einn veg því þau geta einnig verið hlutlaus eða neikvæð.35 Bent hefur verið á að fræplöntur sem tengjast útrænni svepprót hagnist yfirleitt á tengingu við svepprótarnet meðan áhrifin af að tengjast neti innrænnar svepprót- ar séu breytilegri.35 Í því sambandi er rétt að benda á að birki getur myndað svepprót með fjölmörgum tegundum af útrænni svepprót36 og sama er að segja um víðitegundir, sem sumar eru með fyrstu landnem- um á nýju landi.37,38,39 Í ljósi þess að áhrifa sveppróta gætir einna mest á næringarsnauð- um svæðum má búast við að víðir geti haft jákvæða þýðingu fyrir landnám birkis og frumframvindu, ekki aðeins á örfoka landi eins og í Vakalág og Gára heldur einnig á sandsvæðum, jökulaurum, vikrum og hraunum. Talið er að svepprætur stuðli ekki aðeins að upptöku nær- ingarefna og hjálpi til við uppvöxt ungplantna heldur hafi einnig önn- ur jákvæð áhrif á vistkerfi, t.d. með því að draga úr útskolun og bæta hringrás næringarefna.35 Birkisáningar við endurheimt Hekluskóga Líkt og hjá öðrum plöntum er landnám birkis oftast takmarkað af tveimur þáttum, skorti á fræi og hentugum blettum fyrir spírun og uppvöxt kímplantna.40 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að með því að auka fræframboð með bein- um sáningum í land megi stuðla að endurheimt birkiskóga við Heklu og á öðrum skóglausum svæðum þar sem spírunar- og uppvaxtarskil- yrði eru hagstæð. Kostur sáningar fram yfir útplöntun er að aðferðin er auðveld í framkvæmd og hentar einnig vel á svæðum þar sem erfitt getur verið að komast að til útplönt- unar. Aðferðin líkir eftir náttúrlegri sjálfsáningu birkisins og komist er hjá ræktun birkis í gróðrarstöðvum og útplöntun, sem er bæði kostn- aðarsamari og tímafrekari. Sáningar eru þó ekki gallalausar því spírunargeta fræs getur verið misjöfn, fræ geta borist burt af því svæði sem sáð er í eða verið étin af fuglum eða skordýrum, auk þess sem sáning krefst góðrar þekkingar á hvar best er að sá svo viðunandi árangur náist. Þá má reikna með að við beinar sáningar líði lengri tími þar til plönturnar ná að þroska fræ og sá sér út en ef plantað er í landið. Áætla má út frá rannsókn okkar í Gára að það taki um 15 ár frá sán- ingu þar til fræregn frá birkinu verði verulegt, en við útplöntun má gera ráð fyrir allgóðu fræregni aðeins 10 árum eftir útplöntun hjá grósku- miklum plöntum.15 Við endurheimt birkiskóga ætti hins vegar að líta til áratuga og alda og skiptir þá þessi munur á aðferðum litlu. Á svæðum þar sem aðstæður eru óhentugar til uppvaxtar kímplantna nægir ekki að auka fræregn. Til þess að koma upp birki við slíkar aðstæður verður annaðhvort að planta eða skapa aðstæður fyrir landnám með því að opna svörð eða græða upp örfoka land. Lokaorð Sáning birkis er ódýr og einföld aðferð við endurheimt birkiskóga sem hiklaust ætti að nota á svæðum þar sem skilyrði til spírunar og upp- vaxtar kímplantna eru góð. Áhugavert verður í framtíðinni að fylgjast með framvindu birkisins í Gára, sérstaklega að sjá hve langan tíma það tekur skóg að vaxa upp frá sáningu og hvaða áhrif staðbundið fræregn hefur á framvinduna. At- hyglisvert verður að fylgjast með því hvort landnám birkis á svæðinu stöðvist með aukinni gróðurþekju. Einnig er áhugavert að skoða hversu langt út frá upphaflega sáning- arsvæðinu áhrifa af auknu fræregni muni gæta. Summary Seeding of birch for woodland restoration Since the settlement of Iceland in the 9th century the cover of mountain birch (Betula pubescens Ehrh.) woodlands has declined drastically. Efforts to restore some of the lost woodlands have start- ed. To test the possibility of restoring birch woodland in a simple way at a low cost, birch seed was sown in 1992 and 1994 into a reclaimed erosion area, Gári, near Gunnarsholt in southern Iceland. The main aim of this study, car- ried out in 2007, was to investigate the outcome of these direct seedings. Transects were laid out in the seeding area and birch density and height deter- mined as well as the density of willow plants and vegetation cover. The results showed that the seeding in Gári was successful. Birch density was between 37 and 510 plants per hec- tare. The distribution of the birch was patchy, probably due to differences in vegetation cover and surface and soil properties. The birch had reached an average height of 45 cm. Most of the plants were polycormic with 2–4 stems. A small proportion of the plants (6%) had reached maturity and were produc- ing seeds. All of them were ≥ 60 cm in height. Most of the young birch plants grew close to willows. The highest birch plants were found 25–150 cm from the willow plants. However, variation in their size was very high which may be related to differences in mycorrhizal infection. The results of the study show that by increasing the seed input by direct seed- ing, birch woodland can be restored in deforested areas where site conditions are favorable for birch germination and establishment. 80 3-4#Loka_061210.indd 155 12/6/10 7:22:42 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.