Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 78

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn 158 bréfi til nafna síns Þorsteinssonar um haustið, þegar gosið var farið að þjarma að mönnum. Þar segir hann m.a.: „Það er satt, þú lastar kvæði mitt um Eyjafjallaskallann … Því var verr að söngur hans varð seinna of alvarlegur en að því gat ég ekki þá gjört …“ Síðan bætir hann við og reynir að rétta sinn hlut: „Það er ekki ætíð æsthetisk [fagurfræðilega] ljótt, sem getur gjört skaða – sjór- inn hefur mörgum sálgað og er þó hátignarleg höfuðskepna, eins skruggur og eldingar sem skáld eru búin að ríða sig þreytt á …“.d Þetta minnir svolítið á atburðarásina nú í vetur þegar eldsumbrot hófust á Fimmvörðuhálsi og margir lofuðu þau sem hið mesta happ en sjá e.t.v. eftir þeim lofsyrðum nú. Náttúrufræðingar velta því auð- vitað fyrir sér hvort kvæðið bæti einhverju við það sem vitað er um gosið eftir öðrum heimildum. Reyndar virðist svo vera, því jarð- skjálftar þeir sem nefndir eru í upp- hafserindinu, og virðast hafa orðið um það leyti er gosið hófst, eru ekki nefndir í öðrum heimildum. Kvæðið um Eyjafjallajökul er ágætt sem slíkt, náttúrulýsingarnar falleg- ar og rismiklar og bragarhátturinn nýstárlegur á sinni tíð, enda er það samið til söngs við ákveðið lag. Það eru hin pólitísku viðhorf sem spilla því, samtímamönnum fannst það óviðeigandi og nútímamönn- um finnst það hálfhlægilegt. Hefði Bjarni látið sér nægja að lýsa gosinu og sleppt því að blanda Danakóngi og konungshollustu sinni í málið þá væri kvæðið sígilt í íslenskum bókmenntum. Árni Hjartarson Bjarni Thorarensen. Eina myndin sem til er af honum, máluð af Auguste Mayer málara Gaimard-leiðangursins sumarið 1836. Þá var Bjarni fimmtugur og aldarfjórðungur síðan hann orti kvæðið um Eyjafjallajökul. Landeyjum og víðar og gerði það að verkum að bændur urðu að yfirgefa jarðir sínar og flytja um stund- arsakir í aðrar sveitir með búsmala sinn og margir liðu skort. Ekki voru allir hrifnir af þessu kvæði. Magnús Stephensen, amtmaður og ritstjóri Klausturpóstsins, gerði gys að því í bréfum til kunningja sinna fljótlega eftir að það birtistc og Bjarni sjálfur varð að skrifa svolítið varnarskjal í c Bjarni Thorarensen. Ljóðmæli. Síðara bindi, Jón Helgason bjó til prentunar. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn 1935. Bls. 26. d Sama rit. Bls. 127. Eyjafjallajökull (Ort á fæðingardegi Friðriks konungs sjötta þann 28. janúar 1822) Tindafjöll skjálfa, en titrar jörð, tindrar um fagrahvels boga, snjósteinninn bráðnar, en björg klofna hörð, brýst þar fyrst mökkur um hárlausan svörð er lýstur upp gullrauðum loga. Hver þar svo brenni mjög, ef þú spyrð að: Eyjafjalla skallinn gamli er það. Spyrjir þú svo: því hann hljómi svo hart og hósti upp vikri og eldi, að mökkur sést eldlitur myrkrið um svart, svo miðnættið verður sem hádegið bjart og glóir í gulllögðum feldi. Gjörla ég þori að greina þér: að gleðilog og fagnaðarhróp er það. Veit hann að skjöldunginn Ísland á einn, allra sem reyndist því bestur, og sem til hjálpar því hvergi var seinn, en haginn því sá hann ei vera þann neinn, að vildi ei því væri hann sem mestur. Fæsta ég þurfa hér fræða mun: að Friðrik sjötti Danakonungur er það. Gamall því Eyjafjallaskallinn við ský skekur hinn snjóhvíta feldinn, og flytur svo lofdrápu fylki á ný, sem fornaldarskáldin, en hörpu hans í strengjunum stirnir á eldinn, en hljómurinn dynur, svo allir vér að Eyjafjalla heyrum skáldið er það. Allir vér biðjum með eldjökli því auðnu konungi til handa, sem norðurljós fegursta norðrinu í nái hans vegsemd ljóma yfir ský, og lengur en logafjöll standa; og fjallsins svo hrópandi fetum í spor: Friðrik sjötti lifi, konungur vor! 80 3-4#Loka_061210.indd 158 12/6/10 7:22:43 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.