Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 79
159
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
George C. Williams
áhrifamikill þróunarfræðingur
Minningarorð
George C. Williams, einn helsti þróunarfræðingur 20.
aldar, lést miðvikudaginn 8. september síðastliðinn,
84 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Doris
Williams, fjögur uppkomin börn og fjölda barna-
barna. Eftir George liggur fjöldi bóka um þróun-
arfræði, þar á meðal tímamótaverk hans frá árinu
1966, Adaptation and Natural Selection, sem hafði mikil
áhrif í þróunarfræði og atferlisvistfræði.
George Williams var prófessor við vist- og þróun-
arfræðideild New York-háskóla í Stony Brook, sem
árum saman var talin ein sú fremsta á sínu sviði.
Hann var líka einn svokallaðra Íslandsvina, en
hann eyddi tveimur rannsóknarleyfum á Hafrann-
sóknastofnuninni í kjölfar kynna við Jón Jónsson
fiskifræðing sem þar starfaði, fyrst árið 1966 og svo
aftur nokkrum árum síðar.
George bjóst við að hér væru vistkerfi einföld,
með fáum en vel þekktum tegundum, og því væri
auðvelt að ráða í samspil þeirra. Hann komst að
því að þetta var fullmikil bjartsýni; lífríki í sjó við
Ísland er fjölbreytt og langt frá því að vera einfalt. Á
Hafrannsóknastofnuninni starfaði George einkum
við úrvinnslu gagna sem Hermann Einarsson hafði
safnað á árunum 1948–1957 um seiðamagn í Faxaflóa,
og þá sérstaklega m.t.t. þorska og ýmissa flatfiska.
Um þessa vinnu skrifaði George grein sem birtist í
Riti fiskideildar árið 1968. Síðar átti George eftir að
leiðbeina Vilhjálmi Þorsteinssyni, nú fiskifræðingi á
Hafrannsóknastofnuninni, í meistaranámi, og skrif-
uðu þeir ásamt öðrum tvær greinar um þróunarlega
stöðu ála á Íslandi.
Áður en ég hélt til framhaldsnáms í Bandaríkj-
unum árið 1990 fékk ég bréf frá George á íslensku
þar sem hann bauðst til að hýsa mig, konuna mína
og tvo litla syni meðan við fyndum okkur húsnæði.
Þegar ég hitti hann fyrst hélt ég reyndar að ég hafði
farið húsavillt, því í mínum augum var hann líkari
norskum bónda en þeim heimsfræga fræðimanni og
heimsborgara sem hann var. Hjónin George og Doris
reyndust okkur mjög vel en við vorum ekki fyrsta
fólkið sem þau aðstoðuðu við að koma sér fyrir á
Long Island. Líklega máttum við þakka góðvildina
áhuga þeirra á Íslandi, en dvöl þeirra á landinu var
þeim minnisstæð; hér höfðu þau átt góða tíma og í
raun vildu þau helst að Ísland héldi áfram að vera
eins og það var á sjöunda áratugnum. Hingað komu
þau nokkrum sinnum í styttri heimsóknir og síðast
hélt hann fyrirlestur á Hafrannsóknastofnuninni
2001. George hafði áhuga á íslensku, sem hann hafði
lært af eigin rammleik og með hjálp vina. Hann las
bækur og blöð á íslensku og var áskrifandi að Nátt-
úrufræðingnum. Íslenskur texti vafðist þó stundum
óneitanlega fyrir honum; t.d. skildi hann alls ekki
hvað átt var við þegar hann las blaðagrein þar sem
systurnar í Stykkishólmi komu við sögu og spurði
hvaða frægu systur þetta væru.
Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 159–160, 2010
80 3-4#Loka_061210.indd 159 12/6/10 7:22:43 AM