Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 81

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 81
161 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufarsannáll 2008 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir Veður Samkvæmt veðurfarsyfirliti Trausta Jónssonar, veður- fræðings hjá Veðurstofu Íslands, þótti veðurfar ársins 2008 lengstum hagstætt. Sumarið frá maí til og með september var óvenjuhlýtt að öðru leyti en því að norðanlands og austan var júní heldur kaldur og sólar- lítill. Árið var 13. árið í röð með hita yfir meðallagi í Reykjavík. Hlýjast var að tiltölu um norðvestanvert landið, en einna kaldast suðaustanlands og sums staðar á Austurlandi. Hitabylgja gekk yfir seinnihluta júlí og þá voru skráð nokkur ný hitamet. Á Þingvöllum mældust t.d. 29,7°C þann 30. júlí. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á staðlaðri sjálfvirkri stöð hér á landi frá upphafi slíkra mælinga. Met féllu einnig í Reykjavík sama dag, þegar hitinn á sjálfvirku stöðinni fór í 26,4°C. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 195 umfram meðallag og þar var júnímánuður óvenju sólríkur. Á Akureyri mældust 44 sólskinsstundir umfram meðal- lag. Úrkoma var víðast nærri meðallagi eða lítið eitt umfram það og snjór var ívið meiri en verið hefur frá aldamótum þótt hann næði varla meðaltali áratug- anna þar á undan. Illviðri voru ekki tíð fremur en undangengin ár. Þó varð nokkurt tjón í hvassviðri og asahláku í febrúar. Jöklar Jöklar héldu áfram að rýrna eins og undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum Odds Sigurðssonar, jarðfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands, sýndu sporðamælingar að flestir jöklar eru á undanhaldi. Ekki var það þó án undantekninga því austanverður Skeiðarárjökull og Heinabergsjökull gengu fram. Reykjarfjarðarjökull á Hornströndum hnikaðist fram um 4 m og eru það líklega síðustu fjörbrot framhlaupsins sem þar hefur verið í gangi undanfarin missiri. Sólheimajökull styttist um heila 134 m og hefur aldrei, frá því mælingar hófust 1930, beðið annað eins afhroð á einu ári. Steinsholts- jökull styttist þó jökla mest árið 2008, eða um 387 m. Það var þó ekki venjulegt undanhald heldur stafaði af því að aurþakin rönd í mælingalínu hefur ekki bráðnað eins og aðrir hlutar jökulsins. Nú hefur röndin slitnað frá svo búast má við að jökuljaðarinn fari að hegða sér eðlilega. Svipað ástand hefur torveldað mælingar við Hrútárjökul. Oddur lýkur skýrslu sinni á þessum orðum: „Jafnt og þétt gengur á jöklana og eru þeir nú vandfundnir sem standa framar en þeir gerðu fyrir um 4 öldum. Hvarvetna birtist undan jöklunum land sem menn hafa ekki séð síðan í kaþólskum sið.“ Skjálftar Mestu náttúruhamfarir ársins voru Suðurlandsskjálft- inn sem reið yfir þann 29. maí kl. 15.46. Stærð hans var 6,3 á Richter. Upptökin voru á milli Hveragerðis og Selfoss. Sprungan sem skjálftinn varð á hefur fengið nafnið Krosssprungan eftir bænum Krossi í Ölfusi sem stendur nánast yfir henni. Þar hrundu útihús og kindur fórust. Skemmdir urðu víðar á mannvirkjum. Mörg hús sprungu og voru metin ónýt og sprungur komu í þjóðveg nr. 1 undir Ingólfsfjalli svo honum var lokað um skeið. Brúnni yfir Ölfusárósa var einnig lokað stutta stund meðan gengið var úr skugga um að hún væri óskemmd. Meiðsli á fólki voru óveruleg. Mikið grjót- hrun varð úr Ingólfsfjalli, Hamrinum við Hveragerði og fleiri fjöllum. Skjálftinn fannst um allt Suður- og Vestur- land. Breytingar urðu á hveravirkni í Hveragerði. Eftir- skjálftar voru viðvarandi á næstu vikum. Eftirskjálfti yfir 4 stig varð nærri Skálafelli á Hellisheiði 2. júní. Suðurlandsskjálftinn 2008. Svona leit skjálftakort Veðurstofunnar út 30. maí, daginn eftir meginskjálftann. Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 161–165, 2010 80 3-4#Loka_061210.indd 161 12/6/10 7:22:44 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.