Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 25
22
annast álagningu sóknargjalda og gjalda samkvæmt 6. gr.,
svo og gjalda samkvæmt 4. gr., ef viðkomandi trúfélag
óskar þess. Um alagningu þessara gjalda gilda að öðru
leyti sambærilegar reglur og um útsvör, eftir því sem við a.
Sáknarnefnd skal sbr. 2. gr. tilkynna þeim, er álagnineuna
annast, ákvarðanir um upphæð gjalda fyrir 1. febrúar ar
hvert.
8. gr.
Gjalddagi og eindagi sóknargjalda og gjalda samkvæmt 4. og
6. gr. er hinn sami og á útsvörum. Um dráttarvexti og inn-
heimtu að öðru leyti gilda sömu ákvæði og gilda um útsvör,
eftir því sem við á hverju sinni.
9. gr.
Innheimtumönnum ríkis og/eða sveitarfálaga er skylt að
annast innheimtu sóknargjalda og gjalda samkv. 4. gr.
ef sóknarnefndir og stjórnir skráðra trúfálaga æskja þess.
Innheimtumenn ríkis og/eða sveitarfálaga er skylt að inn-
heimta gjald samkv. 6. gr. Framangreindum gjöldum skal
skila viðkomandi sókn í samræmi við álagningu og eigi
sjaldnar en ársfjórðungslega.
Innheimtumenn rxkis og/eða sveitarfélaga skulu annast
innheimtu án sárstakrar þóknunar eða gegn þóknun innan
þeirra marka sem lög um innheimtuþóknun á vegum rikisins
heimila.
10. gr.
Lögtaksréttur fylgir gjöldum þeim, sem mælt er fyrir um
í lögum þessum.
11. gr.
Háraðsfundi er heimilt að ákveða að hundraðshluti af
sóknargjöldum, allt að 5%,renni í sárstakan sjóð 1 vörzlu
prófasts er standi undir kostnaði af sameiginlegum verkefnum
innan prófastsdæmisins, eftir ákvörðun háraðsfundar.
Stjórn sjóðsins skipa, auk prófasts, tveir leikmenn, er
háraðsfundur kýs. Sóknarnefndum ber að gera stjórn sjóðsins
skil á gjaldi þessu, ef á er lagt, eigi siðar en 30. april
næstan á eftir, að gjöldin eru gjaldfallin.
Stjórn sjóðsins leggur fram reikninga til samþykktar a
héraðsfundi.