Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 81
78
starfsmanni, sem se til þess hæfur að gera ymsar frum-
athuganir og leggja a rað? auk þess sem hann annaðist
kynningarstarf og stæði jafnvel að námsskeiðum fvrir
presta og aðra starfsmenn kirkjunnar með tilliti til
markvísari kynningar á málstað og starfi kirkjunnar.
Einnig þyrfti hann að standa fyrir ráðstefnum með mönnum
í lykilstöðum. Hann þyrfti að hafa sér við hlið nefnd
eða starfshóp manna, sem stæði með honum að rannsóknum
og væri til ráðuneytis m.a. um útgáfumál og hvers kyns
kynningarstarf.
Þegar þetta mál var á dagskrá í kirkjuráði og síðar á
prestastefnu var tekið mið af þvi, að framundan er mikil-
vægt afmæli, ár stórrar minningar, þúsund ára minnig þess
kristniboðs, sem leiddi til kristnitöku árið 1000. Árið
1981 þarf kirkjan að gera eftirminnilegt. Til bess eru
öll efni og rök. £g á ekki út' af fyrir sig við tilhald,
þó að hátíð eða hátíðir verði; að sjalífsögðu haldnar.
En fyrst og fremst þyrfti kirkjan að helga kristniboðs-
afmælið með því að efla sig til sóknar í kristniboði og
stíga eitthvert það skref £ því efni, sem marki nokkurt
far á þúsund ára vegi hennar með þessari þjóð. Það mætti
hugsa sér að vér reistum Þorvaldi víðförla þann varða,
auk varðans sem hann fær á Giljá, að kirkjan kæmi á fót
kristniboðsmiðstöð - hvert svo sem nafnið ætti að vera
á slíkri stofnun - miðstöð sem hefði með höndum skipu-
lega útbreiðslustarfsemi, útgáfu, kynningu og dreifingu
lestrarefnis, erindisrekstur til vakningar og leiðbéiningar
£ safnaðarmálum og alhliða kynningarstarf með hverjum
þeim ráðum, sem gagnlegust eru á hverjum t£ma. Einnig
kæmi til greina kristniboð erlendis, eitthvert frumkvæði
á þv£ sviði á vegum kirkjunnar sem heildar og aðhlynning,
örvun og stuðningur við starf sjálfboðaliða innan kirkj-
unnar á þessu sviði.
íg gr£p hér aðeins lauslega á þeim atriðum, sem borið
hafa á góma £ kirkjuráði £ sambandi við starf blaða-
fulltrúa, svo að það starfsheiti sé notað, meðan annað
betra liggur ekki á lausu.
Þá hefur kirkjuráð rætt talsvert um kirkiulegt starf
meðal sjómanna. Hvað hefur islenzka kirkjan gert fyrir
sjómenn? Auðvitað mikið um aldirnar liðnu með þvi trúar-
lega veganesti, sem hún hefur veitt sjomönnum eins og
öðrum landsmönnum. En skipulegt sjómannastarf á vegum