Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 39
36
1978
11. kirk_j_u^ing^
6 .
Frumvar£
til jLa_ga_um fjárreiður_prófastsdæma.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Jón Einarsson.
i. gr.
1 hverju prófastsdæmi landsins skal vera sérstakur sjóður, sem nefnist
Jöfnunarsjóður prófastsdæmis.
2. gr.
Hlutverk sjóðsins er:
a. að kosta að sínum hluta sérþjónustu prófastsdæmisins,
b. að veita fámennum og fátækum sóknum í prófastsdæminu lán og
rekstrarstyrki,
c. að veita byggingarstyrk fámennum sóknum, þar sem nauðsynlegt
þykir að hafa kirkju að áliti prófasts, héraðsfundar og kirkju-
byggingarnefndar,
d. að veita nýstofnuðum sóknum starfsstyrki,
e. að styrkja safnaðarfélög, kirkjukóra og aðra kirkjulega félags-
og menningarstarfsemi £ prófastsdæminu,
f. að styrkja nýjungar í kirkjulegu starfi í prófastsdæminu og
stuðla að fjölbreyttara og öflugra starfi kirkjunnar,
g. að sinna að öðru leyti þeim störfum, sem sjóðnum eru eða kunna
að verða falin.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru:
a. árlegt framlag frá ríkissjóði samkvæmt ákvörðun Alþingis að
fenginni fjárlagabeiðni frá stjórn sjóðsins og umsögn kirkjuraðs,
b. 5-10% af innheimtum kirkjugjöldum, sbr. 11. gr. laga um fjárreiður
sókna.
c. aðrar tekjur, sem sjóðnum eru eða kunna að verða ákveðnar, svo
og frjáls framlög félaga, einstaklinga og stofnana.
4. gr.
Stjórn sjóðsins skipa þrír menn: Prófastur og tveir menn kjörnir á
héraðsfundi til 4 ára í senn. Prófastur er formaður sjóðsstjórnar
og hefur á hendi reikningshald og sjóðsvörzlu. A héraðsfundi ár
hvert skal hann leggja fram endurskoðaða reikninga sjóðsins og gera
grein fyrir verkefnum hans, rekstri og fjárhag.
5. gr.
Á héraðsfundi skulu kjörnir 2 endurskoðendur reikninga sjóðsins til
4 ára í senn.
Vísað til allsherjarnefndar.
Um afgreiðslu, sjá við 7. mál.
mál