Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 77
74
og hvernig kirkjan má nýta til eigin nauðsynja þær eignir,
sem bókfærÖar eru á hennar nafn, þær sem enn eru eftir af
þeim eignum, sem henni voru lagðar á sínum tíma og stóðu
undir öllum rekstri hennar. öll úttekt á stöðu og þörfum
kirkjunnar í fjárhagslegu tilliti hlýtur að taka verulegt
mið af þessu atriði og öll hugsanleg sókn í þá átt að búa
betur um hnúta í þessum efnum, öll samningsaðstaða gagnvart
löggjafarvaldinu, byggist mjög á bví, að spurningin um
kirkjueignir verði tekin föstum tökum. Sú frestun sem orðið
hefur á umræddri nefndarskipun er bví ekki óeðlileg og
þýðir engan veginn, að málið hafi verið lagt til hliðar.
Slík nefndarskipun verður sjálfsagt framhald af viðhlít-
andi niðurstöðu af meðhöndlun samþykktarinnar um kirkjueignir.
17. mál, tillaga til þingsályktunar um ráðstöfun á andvirði
seldra prestsseturshúsa, sem var samþykkt sem áskorun til
Alþingis, var send til Alþingis og kirkjumálaráðherra beðinn
að veita því máli brautargengi.
18. og 29. mál voru afgreidd í einu. Þarna er enn um að
ræða löggjafarmál, eða breytingar á gildandi lögum og því
undir löggjafarvaldið að sækja um framgang. Samþykkti
kirkjuráð að fara þess á leit við kirkjumálaráðherra að
hann flytti málið á Alþingi. Var það og gert, en ekki hefur
það verið lagt fram sem frumvarp þar.
19. máli, tillögu til þingsályktunar um nýja útgáfu
Biblíunnar, var fyrst og fremst beint til fjárveitinga-
nefndar Alþingis og var flutt þar, en ekki bar það árangur
til hækkunar á framlagi á fjárlögum til Biblíufélagsins.
20. mál, um nefnd leikmanna til þess að athuga álit Starfs-
háttanefndar. Var kosin nefnd í bað mál og kann að vera að
hún sé undir bað búin að láta kirkjuþingi í té álit.
21. mál, frumvarp til breytinga á lögum um skipun presta-
kalla og prófastsdæma og um Kristnisjóð frá 27. apríl 1970.
Þingnefndin, sem fjallaði um málið, lagði til að því væri
vísað til safnaðarráðs Reykjavíkurprófastsdæmis og afgreiddi
kirkjuráð málið í samræmi við það.
22. mál, tillaga til þingsályktunar um fornleifarannsóknir.
Var samþykkt að vekja athygli þjóðminjavarðar á þessu máli
og óska aðildar hans. Hefur ekki meira úr orðið að svo búnu..