Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 61
58
Kjörmenn eru sóknarnefndarmenn í hlutaðeigandi prestakalli.
Varamenn taka sæti aðalmanna -ef forfallaðir eru.
Sé prófastur héraðsins umsækjandi um kallið, nefnir biskup
til annan prófast í hans stað.
3. gr.
Kjörmannafundur er lokaður og stýrir prófastur honum.
Á fundinum skulu umsóknir ásamt umsögnum biskups liggja
frammi til athugunar og eru umsagnirnar algjört trúnaðar-
mál.
Að lokinni athugun gagna fer fram val á umsækjanda þegar
á þeim fundi eða í síðasta lagi innan tveggja sólarhringa,
ef ósk um frestun kemur fram frá kjörmanni eða prófasti.
Atkvæðagreiðslan er leynileg.
Prófastur afhendir hverjum kjörmanni atkvæðaseðil og
setur kjörmaður kross fyrir framan nafn þess, er hann kýs.
Að lokinni kosningu eru atkvæði talin á kjörmannafundi.
Ef umsækjandi er einn telst val hans bindandi, hafi hann
hlotið 2/3 atkvæða.
Ef umsækjendur eru fleiri nægir helmingur atkvæða.
Nú eru umsækjendur þrír eða fleiri og enginn hefur hlotið
helming greiddra atkvæða, s'kal þá endurtaka kosninguna
bundið þannig að sá, sem fæst atkvæði hefur hlotið við
síðustu atkvæðagreiðslu fellur úr.
|tfú er kosið milli tveggja umsækjenda og hvorugur hlýtur
helming greiddra atkvæða, er þá valið ekki bindandi.
4. gr.
Að loknum kjörmannafundi skal prófastur hlutast til um
að sóknarnefnd eða nefndir hlutaðeigandi prestakalls kynni
á almennum safnaðarfundi eða á annan sannanlegan hátt
innan sjö daga frá því að fundi lauk, hver hafi verið
valinn eða hverjir hlotið flest atkvæði, sé valið eigi
bindandi.
5. gr.
Nú berst skrifleg ósk um það frá minnst 25% atkvæðisbærra
sóknarbarna í prestakallinu, innan 7 daga frá því að
niðurstöður voru kynntar sbr. 4. gr., að almennar prest-
kosningar fari fram í prestakallinu, og er þá skylt að
verða við því. Fer framkvæmd þeirra að ákvæðum III. kafla
laga þessara.