Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 16
13
22. gr.
Starfsmenn sókna, sem ráðnir eru í fullt starf, eiga rétt
til setu á heraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt.
23. gr.
Sóknarnefndarmenn og aðrir starfsmenn sóknanna skulu eiga
kost á að sækja námskeið, er fjalla um almenn safnaðar-
störf eða sérstök starfssvið beirra. Námskeið bessi skulu
haldin á vegum préfastsdæmisins eða biskupsdæmisins, og
skulu sóknirnar ekki bera annan kostnað en ferðakostnað
þátttakenda.
24. gr.
Sóknarprestur, sóknarnefnd, formenn safnaðarfélaga og
kirkjukóra og annað fast starfslið sóknarinnar mynda
safnaðarráð, sem skylt er að kalla saman til fundar, ef
minnst 3 ráðsmanna æskja þess. Formaður sóknarnefndar
boðar safnaðarráðsfundi. Tilgangur safnaðarráðsfunda er
að vera vettvangur umræðna og samræmingar á störfum innan
hverrar sóknar. Samþykktir safnaðarráðs eru eigi bindandi
nema til komi samþykki aðalsafnaðarfundar.
25. gr.
Ágreiningi, sem upp kann að koma innan sóknar og varðar
starfsmennina eða störf þeirra og eigi verður þar leystur,
skal vísa til prófasts, sem leitar lausnar í samráði við
sóknarprest. Takist þær hins vegar ekki, skal ágreiningi
vísað til héraðsfundar til úrskurðar, en deiluaðilar hafa
þó rétt til að skjóta úrskurði héraðsfundar áfram til
biskups.